Trans er 0,2% mannfjöldans

,,Spurningin er ekki hvort við eigum að virða örminnihluta - 0,2% mannfjöldans samkvæmt þjóðskrá - sem segjast transkonur eða transkarlar. Spurningin er hvernig við eigum að virða þennan minnihluta en jafnframt vernda hagsmuni og réttindi helmings þjóðarinnar, kvenna."

Þannig skrifar dálkahöfundur Telegraph, Nick Timothy, og segir Breta komna upp í kok af transumræðunni. Staðreyndir þurfi að vera á hreinu.

En hver er ásteytingarsteinn réttinda transfólks og kvenréttinda? Starfssystir Timothy á Telegraph, Suzanne Moore, fær reglulega haturspóst fyrir að halda fram staðreyndinni að líffræðileg kyn séu tvö og að kyn skipti máli. Konur séu eitt en karlar annað.

Suzanne Moore skrifar: ,,Vitaskuld er transfólk til, ofbeldi karla er einnig staðreynd...flestir transaktívistar eru karlar sem fá útrás fyrir kvenfyrirlitningu á nýjum vettvangi og líður vel að hafa hana í frammi klæddir undirfatnaði kvenna."

Ný frétt er af transkonu, Isla Bryson, sem var áður karlmaður og hét Adam Graham. Isla/Adam fær dóm í Glasgow fyrir að nauðga tveim konum. Á milli ákæru og dóms skipti Adam og nafn og kyn. Tillaga var felld á skoska þinginu, um að karlar ákærðir fyrir kynferðisbrot mættu ekki skipta um kyn. Á meðan Isla bíður dóms er hann/hún í gæsluvarðhaldi, - í kvennafangelsi.  

Bretar eiga í stökustu vandræðum með transumræðuna. Jafnvel í nágrannasveitarfélaginu, Írlandi, er svo komið að kennari er sendur í fangelsi fyrir að nota ekki ,,rétt" fornafn.

Styrinn í Bretlandi stendur í þessari umferð síður um fornöfn en þess meira um kvenréttindi. Suzanne Moore segir að undir formerkjum trans ógni karlar, sem kalla sig konur, öryggi og velferð kvenna í sérrýmum, t.d. kvennasalernum, mæðradeildum á sjúkrahúsum og í íþróttum.

Annað álitamál og almennara er hvernig örlítill minnihluti, 0,2%, nær slíkum tökum á opinberri umræðu að það sé hættulegt að halda fram augljósum staðreyndum, að kynin eru tvö, og það sé líffræði en ekki hugarfar sem ræður hver er hvort kyn. 

Fullorðið fólk, vel gert til hugar og handa, þorir ekki að andmæla þegar hversdagsleg sannindi eru úrskurðuð ósönn af harðskeyttum sértrúarhópi. Deigur hugur veit ekki á gott samfélag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

tranzfólk Á EKKI AÐ NJÓTA NEINNA SÉRRÉTTINDA að neinu leiti.

Jón Þórhallsson, 25.1.2023 kl. 09:48

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mitt fyrsta verk sem forsætisráðherra væri að 

nema lögin um kynræna sjálfrðið úr gildi 

ef að ég fengi einhverju ráðið.

Jón Þórhallsson, 25.1.2023 kl. 12:03

3 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Vantar sárleg umræðu um málið. Nýafstaðið málþing KÍ um málaflokkinn var einhliða og til skammar fyrir kennarastéttina. Fjölmiðlar vilja ekki birta neitt sem transsamtökin 78 leggi blessun sína yfir það eða kynjafræðingar. Það er eitthvað að í þjóðfélagi sem vill ekki opna og fjölbreytta umfjöllum um málaflokkinn. Á þessari síðu transkoen.dk reynir dönsk kona að spyrna við fótum þar í landi. Hún birtir upplýsandi fréttir á síðunni og greinar.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 25.1.2023 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband