Skriðdreka til bjargar fjárfestingunni í Úkraínu

Úkraínustríðið gengur hægt fyrir sig. Rússar ráða suðurhluta landsins og stærstum hluta Donbasshéraðanna í austri. Vesturlönd fjárfesta bæði pólitískt og efnahagslega í Úkraínu og sjá fram á að tapa fjárfestingunni, haldi fram sem horfir, að vígstaðan snúist hægt en örugglega Úkraínu í óhag.

Við megum ekki leyfa Rússum að sigra, segir Stoltenberg framkvæmdastjóri Nató í þýsku sjónvarpi til að þrýsta á Þjóðverja að senda skriðdreka í austurveg.

Skriðdrekar, hvort heldur þýskir eða amerískir, eru ekki líklegir til að valda hamingjuskiptum milli Rússa og Úkraínumanna. Rússar búa sig undir langt stríð og munu þola ágang vestrænna skriðdreka á víglínuna.

Stigmögnun átaka er víxlverkun. Er annar stríðsaðilinn bætir stöðu sína er hinn knúinn til að svara. Eftir að Úkraínumenn sprengdu Kerch-brú til Krím frá meginlandinu hófu Rússar árásir á innviði í Úkraínu. Stigmögnun tekur á sig fjölbreytta mynd. Endastöð stigmögnunar í Úkraínu er þekkt.

Rússland er kjarnorkuveldi, sem og, auðvitað, vesturlönd.

Rússland verður að skilja að aldrei er hægt að sigra í kjarnorkustríði, segir framkvæmdastjóri Nató. Bandaríkjamenn á hinn bóginn vita af reynslu að kjarnavopn knýja fram úrslit. Að sama skapi vita Japanir að tvær kjarnorkusprengjur eru meira en nóg til að tapa stríði.

 

 


mbl.is Biðja Þjóðverja um leyfi til að senda skriðdreka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þú veist þetta sennilega en úrslitin voru ráðin í stríði Bandaríkjamanna gegn Japan áður en kjarnasprengjunum var varpað. Í Japan ríkti hungur og skortur á hráefnum þannig að uppgjöf var óhjákvæmileg.

"Að sama skapi vita Japanir að tvær kjarnorkusprengjur eru meira en nóg til að tapa stríði."

Stríðinu var tapað löngu áður en þessum sprengjum var varpað.

Hörður Þórðarson, 24.1.2023 kl. 08:24

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það sem hefur komið mest á óvart í þessu stríði er getuleysi vesturlanda og Nató. Öll vesturveldin saman ráða ekki við Rússa. Best er að viðurkenna þetta sem fyrst og semja. Staða Úkraínu versnar stöðugt og þar með samningsstaðan líka. Það er nauðsynlegt að vesturlönd komist frá þessu stríði án þess að missa allt niður um sig.

Kristinn Bjarnason, 24.1.2023 kl. 13:30

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Miðað við hreinsanir sem nú eru í gangi hjá ráðamönnum í Ukraínu
þá læðist að manni sá grunur að einhver hafi spurt afhverju svona lítið af aðstoðinni skilar sér?

og jafnvel sett sem skilyrði fyrir skriðdrekum að þeir gráðugustu yrðu látnir fjúka.

Grímur Kjartansson, 24.1.2023 kl. 16:56

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Gunnar Rögnvaldsson skrifaði frábæran pistil um þetta nýlega. Þar segir hann að Rússar eigi nóg eftir af vopnum enn.

Framkvæmdastjóri Nató segir að aldrei sé hægt að sigra í kjarnorkustríði. Hvernig er hegðun þeirra sjálfra? Ættu þeir ekki að taka þetta til sín sjálfir og hætta að ögra Rússum og semja frið?

Rússar eiga lítil og stefnuvirk kjarnorkuvopn. Ef stigmögnun heldur áfram, sem enginn vill með viti, þá gæti það endað með að Rússar byrji að nota slík vopn á Úkraínumenn, og þessa nýju skriðdreka frá Vestrinu.

Útkoman yrði þessi: Hægfara dauði vegna geislamengunar meðal bandamanna Úkraínu og Úkraínumanna sjálfra ásamt þeirra sem dæðu í sprengingunum sjálfum.

Eyðilegging á dýrum vopnum frá Vesturlöndum.

Á því stigi, myndu Vesturlönd halda áfram að senda álíka sprengjur á Rússland?

Yrði því ekki svarað með enn stærri kjarnorkusprengjum?

Þetta er eins mikil heimsendaklikkun í Vesturlandabúum. 

Gunnar Rögnvaldsson hefur bent á styrk Rússa lengi. Hingað til hefur hann verið einn af örfáum, og enn verða Vesturlönd að senda vopn til Úkraínu. Svo mikill er herstyrkur Rússa þrátt fyrir mannfall þeirra.

Segja má að Gunnar hafi lengi haft rétt fyrir sér.

Ingólfur Sigurðsson, 24.1.2023 kl. 18:53

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skemmtilega skrifaður ástaróður til Challenger 2 skriðdrekans í The Spectator í dag. Hefði ekki haldið að þeir kölluðu á slíkar tilfinningar en svona er nú mannskepnan flókið fyrirbrigði. 

Ragnhildur Kolka, 24.1.2023 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband