Mánudagur, 16. janúar 2023
Ef glæru-kennari væri hægrimaður...
Tvær glærur frá tveim framhaldsskólum eftir tvo kennara hafa verið í fréttum fyrir að vera áróðurskenndari en svo að hæfi kennslu. Kennararnir eru á framboðslista fyrir vinstriflokka.
Hvað ef kennararnir hefðu verið hægrimenn, annar í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hinn fyrir Miðflokkinn, og gert glærur sem tengdu formann vinstriflokks við fjöldamorðingja annars vegar og hins vegar vistriflokk við þjóðarmorð?
Hér er tilgáta.
RÚV væri með raðfréttir um innrætingu hægrimanna í skólakerfinu. Ráðherra menntamála yrði látinn svara til saka. Sérfræðingar yrðu kallaðir til á sviði sögu, stjórnmálafræði og siðfræði til að fordæma. Aðrir miðlar s.s. Stundin og Kjarninn, nú Heimildin, kæmu í kjölfarið og legðu sitt af mörkum til að framkalla reiðibylgju.
Á alþingi myndu þingmenn vinstriflokkanna láta til sín heyra og krefjast aðgerða - sem aftur yrðu fréttir á RÚV og fylgimiðlum. Aðrir miðlar sæju sig knúna að sinna málinu með fréttaflutningi, sem þó væri ekki eins herskrár, en héldi málinu engu að síður lifandi.
Á samfélagsmiðlum yrði hamast nótt sem nýtan dag, eins og gefur að skilja.
En, sem sagt, kennararnir sem um ræðir eru vinstrimenn. Þannig er það með kennarastéttina í heild, hún er fremur til vinstri en hægri. Sama slagsíða er á fjölmiðlum.
Nærtækt er að rifja upp fréttaumræðu um kennara sem ekki voru í bandalagi vinstrimanna. Snorri í Betel var rekinn úr starfi kennara fyrir að hafa ,,ranga" skoðun á samkynhneigðum. Brottrekstur Snorra var síðar dæmdur ólöglegur.
Kristinn Sigurjónsson lét orð falla um vinnustaðamenningu, þar sem karlar og konur starfa hlið við hlið. Hann ræddi sína meiningu í lokuðum hópi á samfélagsmiðli. Sjónarmiðum Kristins var lekið í fjölmiðla og þá varð fjandinn laus. Kristinn var rekinn úr starfi sem kennari.
Hvorki Snorri né Kristinn héldu fram skoðunum sínum í skólastofunni. Þeir iðkuðu rétt sinn að hafa skoðanir á samfélagsmálum utan vinnustaðarins. Í beinu framhaldi var ræst umræðuvélin sem engu eirir. Áður en auga á festi voru tvímenningarnir atvinnulausir.
Vinstrimönnum í kennarastétt líðst töluvert meira en þeim sem ekki deila ráðandi skoðunum í skólum landsins.
Elliði svarar rektor Menntaskólans við Sund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi pistill hittir á kaunann.
Sindri Karl Sigurðsson, 16.1.2023 kl. 08:03
Kristaltær sannleikur
Gunnar Heiðarsson, 16.1.2023 kl. 09:09
Í þessu samhengi má rifja upp þegar miðaldra hvítur karl var kallaður "sá feiti" og ekkert var gert með það allra síst af honum sjálfum, ung kona var kölluð af "þeim feita" "sú dökka" að talið er og vinstri hrærivélin fór á yfirstnúning!
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 16.1.2023 kl. 09:44
Kennarinn væri þá með glærumynd af 3 sígildum vinstri mönnum: Stalín, Maó og Gunnar Smári?
Guðmundur Böðvarsson, 16.1.2023 kl. 10:35
Rekinn úr starfi fyrir að vitna í bréf Páls til Korintumanna.
Ég er svo aldeilis.
Baldur Gunnarsson, 16.1.2023 kl. 15:31
Nietzche:
"Socialism is the fantastic younger brother of almost decrepit despotism, which it wants to succeed; its efforts are, therefore, in the deepest sense reactionary. For it desires such an amount of State power as only despotism has possessed, indeed, it outdoes all the past, in that it aims at the complete annihilation of the individual, whom it deems an unauthorised luxury of nature, which is to be improved by it into an appropriate organ of the general community. Owing to its relationship, it always appears in proximity to excessive developments of power, like the old typical socialist, Plato, at the court of the Sicilian tyrant ; it desires (and under certain circumstances furthers) the Caesarian despotism of this century, because, as has been said, it would like to become its heir. But even this inheritance would not suffice for its objects, it requires the most submissive prostration of all citizens before the absolute State, such as has never yet been realised; and as it can no longer even count upon the old religious piety towards the State, but must rather strive involuntarily and continuously for the abolition thereof, — because it strives for the abolition of all existing States, — it can only hope for existence occasionally, here and there for short periods, by means of the extremest terrorism. It is therefore silently preparing itself for reigns of terror, and drives the word " justice " like a nail into the heads of the half-cultured masses in order to deprive them completely of their understanding (after they had already suffered seriously from the half-culture), and to provide them with a good conscience for the bad game they are to play. Socialism may serve to teach, very brutally and impressively, the danger of all accumulations of State power, and may serve so far to inspire distrust of the State itself When its rough voice strikes up the way-cry " as much State as possible" "
Afsakið textavegginn, þetta er bara eins og þetta kemur af kúnni.
Ásgrímur Hartmannsson, 16.1.2023 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.