Þriðja heimsstríð, tapi Úkraína

Tapi Úkraína stríðinu við Rússland gæti það leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar, segir Morawiecki forsætisráherra Póllands. Sá pólski er í Þýskalandsheimssókn og hvetur þýsku ríkisstjórnina að senda austur öll þau vopn sem stjórnin í Kænugarði æskir. 

Pólland er herskátt í Úkraínustríðinu. Sögulegar ástæður ráða nokkru en einnig hrá valdapólitík. Pólland var lengi stuðpúði milli Þýskalands og mátti þola búsifjar, síðast í seinna stríði. Veikt Rússland, að ekki sé sagt sigrað, er á óskalista pólskra stjórnvalda. Það styrkir áhrifavald Póllands í Austur-Evrópu. Þá eru pólskir grunaðir um að ætla sér úkraínsk landamærahéruð er áður tilheyrðu Póllandi.

Stoltenberg framkvæmdastjóri Nató talar á sömu nótum og pólski forsætisráðherrann, þótt ekki slengi hann fram heimsendaófriði.

Hvernig á að skilja orðræðuna um þriðju heimsstyrjöldina? Í einn stað hótun að Nató grípi í taumana fari Úkraína hallok á vígvellinum. Í annan stað gerir pólski forsætisráðherrann Rússum upp þá ætlun að hefja þriðju heimsstyrjöldina eftir að hafa sigrað Úkraínu. Fremur langsótt.

Starfsystir Morawiecki, Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands sagði í Íslandsheimssókn fyrir tveim mánuðum að lykilatriði væri að Úkraína ynni stríðið.

Ráðamenn á vesturlöndum, s.s. Morawiecki og Sanna Marin, telja heimsfriðinn í hættu ef nágrannaerjur tveggja slavneskra þjóða fær ekki niðurstöðu sem er Washington og Brussel að skapi.   

Fyrir rúmri öld, sumarið 1914, stóðu ráðamenn í Evrópu í þeim sporum að velja á milli friðar og ófriðar. Þeir kusu átök og úr varð fyrri heimsstyrjöld. Á þeim tíma var almenningur vítt og breitt um álfuna hlynntur stríði. Í dag er almenningur fjarri því að vilja stríð. Af þeirri ástæðu berjast Nató-herir ekki á sléttum Garðaríkis. Án stuðnings almennings er hæpið að vestrænu þjóðirnar sendi heri sína a austurvígstöðvarnar. 

Leiðtogar Nató-ríkja vilja aftur mannfórnir Úkraínumanna til að vesturlönd tapi ekki stríðinu. Tapi Úkraína verði efnt til þriðju heimsstyrjaldarinnar er gefið til kynna. Örvæntingin er áþreifanleg. 

Þeir sem kunna skil á hernaði, t.d. þýski herforinginn Vad, fyrrum ráðgjafi Merkel kanslara, taka vara á vesturlöndum að halda áfram að fóðra ófriðinn í Garðaríki. Kannski verða það yfirmenn herja sem koma vitinu fyrir herskáa stjórnmálamenn. Áður en þriðja heimsstríð skellur á.


mbl.is Senda aukinn herbúnað til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Árni Thorarensen

Takk ad vanda fyrirm goda grein. Eg deili sømu skodunum.

Ólafur Árni Thorarensen, 17.1.2023 kl. 07:17

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takka fyrir þetta Páll.

Ekki það að ég vilji gera lítið úr Erich Vad vitsmunalega séð, en ef það er eitthvað sem hann hefur aldrei prófað þá er það hernaður. Hann hefur aldrei við vígvöll verið kenndur og þýski herinn vildi hann ekki, því hann er "ekki einn af okkur", og þess vegna gerði Angela Merkel hann að hershöfðingja - fyrir sig og skrifstofu sína.

Og eins og alheimsþjóðin veit sennilega ekki, þá er Þýskaland því alls ófært um að sinna lágmarksskuldbindingum sínum í NATO, sem eru þær að geta sent sjö þúsund hermenn útbúna nútímalegum græjum í NATO-bardaga.

Slíkt er ekki á færi þess því búnaðurinn er einfaldlega of lélegur og virkar ekki frekar en aðrir innviðir í Þýskalandi.

Þeir sem sáu fyrir þessu voru Angela Merkel með aðstoð Olaf Scholz sem fjármálaráðherra og Ursulu von der Leyen varnarmálaráðherra.

Sporin eftir Merkel, Scholz, von Lyden og félaga í ríkisstjórn Þýskalands eru það djúp - og í þau ætlar Rishi Sunak nú að taka Stóra-Bretland.

Það lengist í horrim vesturlanda.

Takk fyrir kaffið

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.1.2023 kl. 10:03

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það styður tilgátu þína að Alexander Mercouris telur að herforingjarnir í Pentagon vilji ekki stríð, en neoconarnir ráði enn för. Stoltenberg tekur skipanir frá neoconum og notar sífellt oftar -við og -okkur þegar hann ræðir gang mála í Ukrainu.

Almenningur, hverju ræður hann? 

Ragnhildur Kolka, 17.1.2023 kl. 10:09

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Eftir að konur (femínistar) yfirtóku Vesturlönd hefur móðursýki, heimska og sturlun orðið allsráðandi í okkar heimshluta. Bandaríkin gjaldþrota undir Biden, Evrópa úrkynjuð og máttlaus, löndin hvert og eitt í rúst, allt byggist á vinnuafli að utan, heimsálfan rústir einar.

Guðjón Hreinberg segir meira af viti um þetta en aðrir. Mannkynið er vitskert, raunsæi gufað upp. Vesturlöndin hafa verið að espa upp villidýrið, rússneska björninn, með því að koma inn leppstjórninni, Selenskí. 

Hélt að Gunnar Rögnvaldsson væri harðari en svo að þora ekki að gera lítið úr vitsmunum Erichs Vad.

Þetta er ekki spurning um vitsmuni. Þetta fólk er allt andsetið upp til hópa, veit ekki hvað það segir, gerir eða vill. Spyrjið Guðmund Örn, prestinn snjalla, hann veit að slík svínahjörð fer framaf björgum án þess að hafa eina einustu rökhugsun.

Vestrænir stríðshaukar koma með hverja stríðslygina á fætur annarri. 

Við erum að færast nær gereyðingarstyrjöld í boði vestrænna andsetlinga í háum stöðum. Stoltenberg er jafn meðvirkur og aðrir í vitleysunni.

Þetta stríð fer aldrei vel. Það hefur nú þegar kostað óheyrilega fjármuni og mannslíf. Eftir er eitt stórt svöðusár í Rússlandi og Úkraínu sem nær yfir allan hnöttinn að einhverju leyti.

Er ekki þriðja heimsstyrjöldin hafin nú þegar vegna rangra viðbragða? 

Ingólfur Sigurðsson, 17.1.2023 kl. 17:31

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Frábær færsla og góðar athugasemdir með sérstakri áherslu á eldræðu Ingólfs í lokin.

Jónatan Karlsson, 17.1.2023 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband