Fimmtudagur, 5. janúar 2023
RSK-spillingin: bróðir blaðamanns er saksóknari
RSK-miðlar eru með embætti héraðssaksóknara í vasanum. Aðalsaksóknari í Samherjamálinu, Finnur Vilhjálmsson, er bróðir Inga Freys Vilhjálmssonar blaðamanns á Stundinni. Ingi Freyr skrifar fréttir til að bendla Samherja við lögbrot í Namibíu og bróðirinn heldur Örnu McClure yfirlögfræðingi Samherja í gíslingu sem sakborningi.
Arna kom hvergi nálægt útgerð Samherja í Namibíu. Ekki einu sinni stjörnuvitni RSK-miðla, Jóhannes Stefánsson, heldur fram aðild Örnu. Er Jóhannes þó enginn fermingardrengur þegar kemur að því að bera sakir á mann og annan. Í ofanálag stendur engin ákæra upp á Samherja eða starfsmenn fyrirtækisins í Namibíu. Í dómsmáli þar syðra er Samherji brotaþoli.
Tilfallandi athugasemd fjallaði um tengsl embættis héraðssaksóknara og RSK-miðla í nóvember á síðasta ári. Þar sagði m.a.
Arna McClure lögfræðingur Samherja fékk sumarið 2020 réttarstöðu sakbornings í Namibíurannsókn héraðssaksóknara. Framburður Jóhannesar uppljóstrara og gögn sem hann lagði fram styðja ekki að Arna sé með stöðu sakbornings. Jóhannes segir að Arna hafi ekki ,,verið í innsta hring" og engin málsgögn tengja hana við ákvarðanir um rekstur Samherja í Namibíu. Arna hóf ekki störf hjá Samherja fyrr en um mitt ár 2013 og fékkst einkum við lögfræðilega hlið Seðlabankamálsins. Jóhannes og Namibía voru ekki á hennar borði, eins og Jóhannes viðurkennir, fyrr enn allt var komið í hönk þar syðra.
Lögmaður Örnu sendi embætti héraðssaksóknara erindi í mars á þessu ári, aftur í júní og enn aftur í ágúst þar sem farið var fram á að staða Örnu sem sakbornings yrði felld niður. Rökin eru þau að hvorki framburður Jóhannesar né gögn máls gæfu til kynna að Arna ætti málsaðild.
Í öll þrjú skiptin svaraði Finnur Þór saksóknari fyrir hönd embættis saksóknara og sagði nei, Arna verður sakborningur þar sem rannsókn stendur enn yfir.
Finnur Þór saksóknari er ekki með nein gögn í höndunum sem réttlæta stöðu Örnu sem sakbornings. Í bréfi sem Finnur Þór skrifaði í október á síðasta ári kemur fram að rannsóknin á meintum glæpum Samherja þar syðra sé á frumstigi, sjá tilfallandi athugasemd.
RSK-spillingin leiðir til réttarmorðs þar sem fullkomlega saklausir einstaklingar fá stöðu sakborninga. Samspil fjölmiðla og héraðssaksóknara að halda fram glæpum þar sem engir eru hlýtur að leiða til opinberrar rannsóknar á starfsháttum ákæruvaldsins.
Leitar til dómstóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski menn ættu að varast að stytta sér leið yfir bílaplan Samerja svo þeir fái ekki á sig ákæru. En annars, hefurðu gáð hvort Villi-pabbi sé kannski í dómarasætinu?
Ragnhildur Kolka, 5.1.2023 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.