Úkraína fćr vestrćnt afsvar

Nató og vestriđ bitu ekki á agn Selenskí Úkraínuforseta, um ađ rússneskri eldflaug hefđi veriđ skotiđ á Pólland. Selenskí vildi ađ 5. grein Nató-sáttmálans yrđi virkjuđ og ađ hernađarbandalagiđ lýsti yfir stríđi viđ Rússland.

Jens Stolten­berg fram­kvćmda­stjóri Nató var tiltölulega fljótur ađ afţakka tilbođ um stigmögnun átaka. Vesturveldin hefđu ekki ţurft ađ hryggbrjóta Selenskí međ afgerandi hćtti. Ţeim hefđi veriđ í lófa lagiđ ađ taka sér tíma ađ skođa máliđ og velta fyrir sér mögulegu andsvari.

Vesturveldin telja stórkostlega hagsmuni í húfi í Úkraínu, í bráđ og lengd. Austin varnarmálaráđherra Bandaríkjanna segir í rćđu fyrir ţrem dögum ađ úrslitin í Úkraínu ráđi varnar- og öryggismálum ţađ sem eftir lifir aldarinnar. Hvorki meira né minna.

Hvers vegna gripu vesturveldin ekki tćkifćriđ, sem Selenski rétti ţeim í hendur, til stigmögnunar?

Líklegasta svariđ er ađ vesturveldin trúa ekki á úkraínskan sigur annars vegar og hins vegar ađ ţau vilja ekki undir nokkrum kringumstćđum hćtta sér lengra út í stríđsfeniđ.

Sunak forsćtisráđherra Bretlands heimsótti Selenskí í Kćnugarđi fyrir tveim dögum. Fjölmiđlaumfjöllun var lítil og fátt segir af samtölum leiđtoganna. BBC segir ađ Sunak hafi komiđ međ loforđ um 50 milljón punda hernađarađstođ. Ţađ eru smápeningar.

Rússland er ađ ljúka herkvađningu 300-350 ţúsund hermanna. Á vígvellinum eru ţeir komnir međ yfirtölu. Búist er viđ rússneskri sókn á nćstunni. Til ađ Úkraína eigi minnstu möguleika ađ halda aftur af auknum herstyrk Rússa ţurfa ţeir á stóraukinni hernađarađstođ ađ halda. Sú ađstođ er ekki á leiđinni.

Rússland er ţegar orđiđ stórveldi, ţótt ţađ fari heldur hljótt. Fyrir átta árum sagđi ţáverandi Bandaríkjaforseti, Obama, ađ Rússland vćri miđlungsríki er reyndi ađ gera sig digurt. Í dag viđurkennir varnarmálaráđherra Bandaríkjanna ađ Rússar séu afgerandi afl í mótun varnar- og öryggismála á ţessari öld.

Vesturveldin reyna á bakviđ tjöldin ađ minnka skađann af tapi Úkraínu í stríđinu viđ Rússa. Herfrćđi Nató var ađ skaffa Úkraínu vopn og fjármagn til ađ sigra Rússa. Vestriđ skyldi halda herliđi sínu fjarri vettvangi en knýja Rússa til uppgjafar međ efnahagsţvingunum.

Herfrćđin ćtlar ekki ađ lukkast. Varaáćtlunin gengur út á ađ vestriđ ţvoi hendur sínar af Úkraínu. Ekki er ţađ stórmannlegt.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Enn eitt landiđ skiliđ eftir í rúst.

Ragnhildur Kolka, 21.11.2022 kl. 21:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband