Ţóra viđ byrlara Páls: skrifađu sem mest

,,Viđ getum líka hist á Yndisaukakaffihúsinu hér í Efstaleiti 25b," skrifar Ţóra Arnórsdóttir ritstjóri á RÚV i fésbókarspjalli viđ byrlara Páls skipstjóra Steingrímsson 25. ágúst í fyrra. Fimm dögum seinna er Ţóra aftur í samskiptum viđ byrlarann og biđur ađ viđkomandi skrifi ,,sem mest" til sín. Byrlarinn segir ađ um sé ađ rćđa upplýsingar ,,sem ekki mega fara í fjölmiđla ađ svo stöddu." Međal upplýsinga sem fara ţeim á milli er skjáskot af bankareikningi Páls skipstjóra.

Byrlarinn er andlega veik kona, nátengd Páli skipstjóra. Tćpum fjórum mánuđum áđur en ofangreind samskipti fóru fram var skipstjóranum byrlađ og síma hans stoliđ og hann afritađur af blađamönnum. Eftir stuld og afritun var símanum skilađ á sjúkrabeđ Páls ţar sem hann var međvitundarlaus.

Byrlarinn var starfssamur ţessa ágústdaga í fyrra. Hann heimsótti m.a. ćttingja ćđstu manna Samherja og gaf Ţóru til kynna ađ hafa í fórum sínum áhugaverđar upplýsingar. ,,Skrifađu sem mest," svarađi Ţóra. Regluleg símtöl fóru á milli Ţóru og byrlara samhliđa spjalli ţeirra á fésbók. Ţá liggur einnig fyrir ađ tvímenningarnir hittust á kaffihúsi í grennd viđ starfsstöđ Ţóru á Efstaleiti.

Samskipti Ţóru og byrlara eru tekin úr gögnum lögreglu. Ţau eru athyglisverđ fyrir ţćr sakir ađ ţau sýna veruleg tengsl yfir langan tíma á milli Ţóru og byrlara. Páli var byrlađ 4. maí í fyrra. Tilvitnađ spjall fór fram í ágúst. Í gögnum lögreglu kemur einnig fram ađ daginn sem byrlarinn fór í sína fyrstu yfirheyrslu, 5. október í fyrra, var skráđ rúmlega 6 mín. símtal milli ţeirra tveggja.

Ţegar Ţóra mćtti til yfirheyrslu í ágúst í ár, rúmlega ári eftir byrlun og ţjófnađ, var hún spurđ um samskipti sín viđ byrlarann. ,,Ađspurđ sagđist Ţóra kjósa ađ tjá sig ekki um ţađ hvort" byrlarinn hafi gagngert veriđ gerđur út af örkinni til ađ sćkja heim ćttingja yfirmanna Samherja og fá frá ţeim upplýsingar. Nćr öll svör Ţóru eru á ţennan veg: ég kýs ađ tjá mig ekki.

Ţóra og RÚV birtu aldrei neinar fréttir upp úr síma Páls skipstjóra eđa öđrum gögnum sem byrlarinn skaffađi. Stundin og Kjarninn sáu um ađ birta fréttirnar. Engin dćmi eru um ađ fréttamenn á ţrem fjölmiđlum, sem eiga ađ heita sjálfstćđir, vinni fréttaefni á ţennan hátt. RÚV, sem er ríkisfjölmiđill, ţverbrýtur allar skráđar og óskráđar siđa- og vinnureglur um starfshćtti fjölmiđla međ ađild ađ lögbrotum og baktjaldamakki.

Í lögreglurannsókninni er Ţóra sakborningur ásamt Ţórđi Snć og Arnari Ţór á Kjarnanum og Ađalsteini Kjartanssyni á Stundinni. Ađalsteinn var undirmađur Ţóru á RÚV en söđlađi skyndilega um vinnustađ - fjórum dögum áđur en Páli skipstjóra var byrlađ.

Byrlarinn kunni lítiđ fyrir sér ađ opna forritin í síma Páls sem geymdu gögn og upplýsingar. Blađamenn RSK-miđla tóku ađ sér ađ sćkja ţessi gögn úr afritađa símanum. Ţeir sendu byrlaranum gögnin í tölvupósti. Ţar á međal er myndskeiđ af skipstjóranum á ástarfundi međ jafnöldru sinni.

Gögnin sem lögregla hefur látiđ í hendur lögmanna málsađila eru ekki tćmandi. Elstu gögnin eru frá ágúst 2021. Gögn sem varpa ljósi á atburđarásina í lok apríl og byrjun maí í fyrra, ţegar Páli skipstjóra var byrlađ, hafa ekki veriđ lögđ fram.

Spurningar lögreglu til sakborninga gefa vísbendingu um hvers sé ađ vćnta. Ţannig er Ţórđur Snćr spurđur hvort hann hafi fengiđ í hendur síma Páls skipstjóra. ,,Ţórđur segist aldrei hafa séđ símtćki í eigu Páls Steingrímssonar," er haft eftir ritstjóra Kjarnans í lögregluskýrslu.

Sími skipstjórans geymdi bćđi stađsetningarforrit og smitrakningarforrit. Hafi Ţórđur Snćr veriđ nćrri síma Páls ţann rúma sólarhring, sem síminn var í ţjófahöndum, er sú nćrvera skráđ í gagnagrunn. En, auđvitađ, ekki hvort ritstjórinn hafi veriđ međ augun opin eđa lokuđ.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ef tekiđ er miđ út frá ţćtti Ţóru sem hér er rakinn, ţá hlýtur mađur ađ spyrja: hver var ađkoma ţeirra sem látnir voru fjúka? Hún hélt ţó starfinu.

Ragnhildur Kolka, 21.11.2022 kl. 00:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband