Fimmtudagur, 10. nóvember 2022
Viðreisn, tilgangslaus flokkur
Viðreisn er sex ára gamall flokkur, stofnaður til að Ísland yrði ESB-ríki, - fjórum árum eftir að ESB-umsókn var lögð ofan í skúffu.
Viðreisn var stofnuð til að verða hægri-hækja Samfylkingar inn í sæluríkið fyrir austan haf. Nú þegar kratarnir eru hættir ESB-daðrinu og gefa aðild upp á bátinn bíður Viðreisnar skipbrot.
Helsti talsmaður flokksins er gamall RÚV-ari sem lifir á athyglinni sem fyrrum starfsfélagar á Efstaleiti veita honum.
Málefnalega er Viðreisn í mótsögn við sjálfa sig. Í einn stað gagnrýnir flokkurinn íslenska ríkisbáknið en í annan stað krefst flokkurinn aukins skrifræðis frá Brussel. Hjörtur J. Guðmundsson fer í saumana á rökfærslu flokksins og skrifar: ,,Með öðrum orðum telur Evrópusambandið það allt of lítið sem forystumenn Viðreisnar vilja meina að þeir telji allt of stórt."
Í sölum alþingis eyða þingmenn Viðreisnar súrefni á þjóðarsamkundunni og er haldið uppi með almannafé.
Sex ára raunasaga smáflokksins með rangnefnið - flokkurinn ætlaði ekki að reisa neitt við heldur farga lýðveldinu - er áminning um fáránlegt flokkakraðak á alþingi. Á alþingi eru átta flokkar en málefnin hrökkva ekki til að gera fleiri en þrjá stjórnmálaflokk, í mesta lagi fjóra, þokkalega heilsteypta. Fitulagið, sem fylgir smáflokkum, tekur til sín orku og fjármuni sem betur væri ráðstafað í annað og verðugra en tilgangslausar flokksnefnur.
Athugasemdir
Esb eru trúarbrögð, ekki stjórnmál hjá þessu fólki.Eins og að deila um tilvist Guðs að rökræða eitthvað. Hitt er annað mál að viðreisn gerir sér vonir um að ná í esb sinnana úr samfylkingunni. Hvar nær Kristrún þá í nýja kjósendur?
Guðmundur Böðvarsson, 10.11.2022 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.