Líkamsami

Nýtt hugtak, líkamsami, nær yfir óánægju með líkamann annars vegar og hins vegar löngun til líkamslagfæringar, - helst á kostnað annarra.

Fyrir er hugtakið kynami, sem nær yfir þá sem telja að meðvitundin og líkaminn séu hvort af sínu kyni.

Líkamsami getur verið svekkelsi með hæð eða smæð skrokksins, litarhaft, lögun útlima, hár og neglur, vöðvamassa - eða skort þar á - og ekki síst þyngd.

Þeir sem óhressir eru með líkamann sem þeir fengu með meðvitundinni í fæðingu eiga von á góðu. Það stendur til að gera kynama að sjúkdómi.

Kynami er eitt einkenni þess að vera trans sem fylgir oft. Hann leiðir oft til óvinnufærni ef hann er ekki meðhöndlaður.

Segir talsmaður fólks með kynama. Sérfræðingur, auðvitað.

Eftir að kynami verður skilgreindur sem sjúkdómur opnast flóðgáttir fyrir fólk með líkamsama. Það verður hægt að skrá sig óvinnufæran, á kaupi hjá vinnuveitanda og sjúkrasjóði stéttarfélaga, ef maður hefur ama af rýrum upphandleggsvöðvum.

Meðhöndlunin fælist í líkamsrækt, kostnaðurinn greiddur af almannasjóðum. Ef maður er ókátur með næpulegan húðlit yrði lítið mál að búa til ama úr óánægjunni og fá nokkurra vikna uppihald á suðrænum slóðum að byggja upp vöðva og brúnku á kroppinn.

Líkamsami er þægileg sjúkdómsgreining til að láta samfélagið líða önn fyrir hugdettu um að sniðugt væri að búa í öðrum líkama en maður fékk við fæðingu. Eins og kynami.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

hvers á hinn almenni skattgreiðandi að gjalda ?

Emil Þór Emilsson, 9.11.2022 kl. 08:10

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Á meðan enn þarf að berjast fyrir leiðréttingu á raunverulegum likamslýtum (skarð í vör eða holum góm) ætti að fara varlega í að láta undan krøfum ímyndunarinnar. Þær eru óendanlegar. 

Ragnhildur Kolka, 9.11.2022 kl. 08:25

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta rugl er orðið ansi AMAlegt.

Hvernig fær þetta að halda svona áfram af

aðeins örfáum einstaklingum er mér algjörlega

óskiljanlegt. Og þessi orðskrípi-nýyrði.

Var einhver sem bað um þetta..?

Ef svo, þá af sömu örfáu einstaklingar.?

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.11.2022 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband