Hatursorðræða ef einhver móðgast

Arnar Sverrisson sálfræðingur skrifaði grein, Kyn­röskun stúlkna. Hin nýja móður­sýki. Einhver móðgaðist og kærði til lögreglu. Í stað þess að fleygja kæru vegna móðgunar í ruslið hóf lögregla rannsókn. Nánari ígrundun leiddi til þess að málið var fellt niður.

Móðgunargirni vex hin síðari ár í réttu hlutfalli við afstæðishyggju í umgengni við staðreyndir. Ef einhverjum finnst eitthvað, t.d. að kynin séu þrjú, fimm eða seytján, er það kallað hatursorðræða ef tilbúningnum er mótmælt.

Helsta vörn bábiljufræða er refsilöggjöfin. Staðleysur geta ekki staðið á eigin fótum. Til að bjarga sér í umræðunni móðgast áhangendur bábiljufræða og kæra til lögreglu. Hjá embætti lögreglu og ríkissaksóknara er að finna trúbræður og systur áhangendanna sem taka upp þykkjuna þeirra móðguðu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Öllu verri er þó sú aðferðarfræði að kæra ekki, heldur er dómstóll götunnar virkjaður. Það er hægt að sanna sakleysi sitt fyrir löggildum dómstólum, en útiloka að verjast dómstól götunnar, sér í lagi ef hann hefur liðsinni hjá ríkisreknum fjölmiðlum.

Gunnar Heiðarsson, 3.10.2022 kl. 07:18

2 Smámynd: rhansen

þeir sem ekki kunna eða skilja Islensku lengur móðgast til vara  .það gæti hafa verið eitthvað þannig sko .sem einhver meinti !!!.....

rhansen, 4.10.2022 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband