Sunnudagur, 4. september 2022
Bogi: nánast glæpur og fullframinn
Þekktasta þulan á RÚV, Bogi Ágústsson, segir ,,nánast glæpsamlegt" hvernig Samherji kom fram við Helga Seljan.
Í fyrravetur gerði Samherji nokkur myndbönd til áhorfs á youtube sem andmæltu áróðri Helga Seljan og RSK-miðla. Þá kærði Samherji Helga til siðanefndar RÚV, sem taldi fréttamanninn þverbrjóta siðareglur stofnunarinnar. Það var ,,afbrot" útgerðarinnar. Til að koma í veg fyrir endurtekningu lagði útvarpsstjóri siðanefndina niður. Í millitíðinni var Helgi látinn fara frá RÚV. Stofnunin hafði ekki efni á að hafa siðbrjót á fóðrum.
Skyldi ætla að ,,nánast glæpur" væri heldur léttari á vogarskálunum en fullframinn. Ekki finnst þulunni frægu svo vera. Í hjali við Reyni á Mannlífi er ekki orði eytt á Þóru Arnórsdóttur samstarfsmanns Boga til margra ára.
Þóra er sakborningur í lögreglurannsókn, auk fjögurra annarra. Líkamsárás/manndrápstilraun með byrlun, gagnastuldur, stafrænt kynferðisofbeldi og brot á friðhelgi einkalífs eru sakargiftir. Ákæra verður að líkindum gefin út öðru hvoru megin við næstu helgi.
Líklega verður Bogi í fríi og þarf ekki að þylja upp fullframinn glæp. Sálarró gamallar þulu er í húfi. Glæpaleiti er ,,nánast" heiðarlegur vinnustaður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.