RSK-miðlar þegja um Namibíumál

Sendiferð namibískra yfirvalda til Íslands í sumar var fréttaefni tveggja fjölmiðla í gær, Vísis og Fréttablaðsins. RSK-miðlar, RÚV, Stundin og Kjarninn, opnuðu Namibíumálið fyrir þremur árum með Jóhannesi uppljóstrara Stefánssyni þögðu. Hvers vegna?

Jú, fyrir það fyrsta er málið dautt hross. Enginn Íslendingur er ákærður þar syðra, aðeins heimamenn. Samherji veiddi fisk og seldi og það kallast lögmæt viðskipti.

Maðurinn sem heldur öðru fram, Jóhannes uppljóstrari, þverneitar að gefa sig fram við namibísk yfirvöld. Hann hefur heldur ekki lagt fram nein gögn sem sanna að Samherji hafi stundað mútur og spillingu í Namibíu.

Sendinefndin frá Afríku heimsótti Ísland til að kynna sér stöðu málsins hér heima. Jóhannes hefur gefið héraðssaksóknara skýrslu en ekkert saknæmt kom í ljós. Af pólitískum ástæðum getur héraðssaksóknari ekki hætt rannsókn. Embættið fékk sérstaka fjárveitingu frá alþingi til að rannsaka Samherja. Sem er ekki samkvæmt meginreglum réttarríkisins. Fái saksóknari sérstaka fjármuni til að rannsaka tiltekinn aðila er óheilbrigður hvati innbyggður í rannsóknina. Þetta gerist þegar óvandaðir RSK-miðlar eru í bílstjórasætinu.

Seinni ástæðan fyrir þögn RSK-miðla um Namibíumálið er að fjórir blaðamenn þaðan eru sakborningar í sakamáli kennt við Pál skipstjóra Steingrímsson og varðar byrlun og gagnastuld.

Blaðamennirnir fjórir hafa verið á hlaupum undan réttvísinni í hálft ár, beitt kærumálum til að komast hjá yfirheyrslu. En nú er líklega búið að tæma allar kæruleiðir og blaðamennirnir verða í mæta í yfirheyrslu í þessari viku eða næstu.

Af skiljanlegum ástæðum vilja Þórður Snær og Arnar Þór á Kjarnanum, Aðalsteinn á Stundinni og Þóra á RÚV ekki að Namibíumálið sé fréttaefni á eigin miðlum sömu dægrin og þau loksins, loksins drattast á lögreglustöðina. Í járnum ef ekki vill betur. Þögn RSK-miðla um sakborningana á Íslandi yrði svo himinhrópandi í samburði við alla rætnu umfjöllunina um saklausu Samherjamennina í Namibíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sagan endalausa. Lögreglan verður að taka á sig rögg og kalla þetta fólk inn annars gætu glæpagengi farið að fá hugmyndir. 

Ragnhildur Kolka, 9.8.2022 kl. 13:25

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki gott ef þau sleppa við yfirheyrslur. Þau eru auðvitað löngu búin að samræma framburð sinn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.8.2022 kl. 22:20

3 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Sönnunargögnin hljóta að standa standa. Samræmdir framburðir skipta engu.

Guðmundur Böðvarsson, 10.8.2022 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband