CO2 í Meradölum - ekkert að frétta

Eldgos losa ógrynni koltvísýrings, CO2, í andrúmsloftið. Eldgosið í fyrra losaði á fimm mánuðum rúmlega 1,5 milljónir tonna af koltvísýringi, CO2.

Samkvæmt Umhverfisstofnun er árleg losun allra bíla á Íslandi 1 milljón tonna CO2.

Nú þegar nýtt eldgos er hafið skyldi ætla að menn yrðu fljótir til að reikna útblásturinn og setja í samhengi. Koltvísýringur er jú gróðurhúsalofttegund.

En það er ekkert af frétta af CO2-mælingum í Meradölum. Ef Meradalur væri samgöngufyrirtæki væri útblásturinn stórfrétt.

Skrítið. 


mbl.is Ekki sjáanlegar breytingar á gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það talar heldur enginn um CO2 losun þar sem skothríðinni linnir ekki og byggingar, já heilu hverfin standa í ljósum logum. 

Ragnhildur Kolka, 8.8.2022 kl. 09:52

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Páll,

þetta breytir því ekki að CO2 losun af manna völdum á Íslandi er mun MEIRI en þessi losun eldgossins. Og þegar við lítum á alla jörðina er losun manna MIKLU MEIRI en losun frá eldgosum. Minnir að munurinn sé hundraðfaldur.

En þetta átt þú auðvitað að vita sem háskólamenntaður maður og framhaldsskólakennari. Eða alla vega hlýtur þú að reyna að kynna þér þetta, áður en þú rausar um þetta í bloggi. Eða ekki ...

Skeggi Skaftason, 8.8.2022 kl. 10:17

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Menn vita ekkert hvað eldfjöll losa samanlagt. Eða eins og segir í einni frétt BBC: "Few submarine eruptions have been documented because they are usually hidden beneath miles of ocean water."

Menn hafa líka klórað sér í kollinum yfir því hvernig CO2 losun hélt áfram að aukast í COVID þótt olíumarkaðir væru frosnir. Menn hafa reynt að afsaka þennan ósýnileika í losun af mannavöldum:

"For us to be able to detect the drop in emissions caused by the pandemic it needs to be large enough to stand out from natural CO2 variability caused by how plants and soils respond to seasonal and annual variations of temperature, humidity, soil moisture, etc."

Það er með öðrum orðum ekki nóg að loka hundruð milljóna heima hjá sér, stöðva flugsamgöngur og rústa hagkerfum - sérstaklega þeim fátækari - til að svo mikið sem mynda dæld í samanlagða losun á CO2.

En samt vilja menn meira af slíku.

Geir Ágústsson, 8.8.2022 kl. 11:31

4 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Eldgos á jörðinni losa 1% af því sem hinn óvitiborni maður losar. „Það tekur mannkynið aðeins þrjá daga að losa jafn mikinn koltvísýring og öll eldfjöll jarðar á einu ári,”

https://unric.org/is/loftslagsbreytingar-eldfjoll-eiga-ekki-rod-vid-manninum/

Sigurpáll Ingibergsson, 8.8.2022 kl. 12:17

5 Smámynd: Hörður Þormar

Þar sem eldstöðin í Meradölum er að útbía andrúmsloftið þá hlýt ég að hafa fullan rétt til að gera líka.yell.

Hörður Þormar, 8.8.2022 kl. 12:29

6 Smámynd: Haukur Árnason

Mælingar staðfesta það ( 2018.) að mikið magn af CO2 streymir frá Kötlu, um 20.000 tonn pr. dag. Það gerir 7.300.000 tonn pr. ár.

Sá á erlendri jarðfræðisíðu að þeir teldu þetta vanmetið. Líklega væri nær lagi að reikna með 24.000 tonnum pr. dag.

Magnús Tumi segir 20, sept 2018. „Mælingarnar sýna hinsvegar ótvírætt að CO2 leitar upp í miklum mæli og hefur gert í einhver ár, hve lengi er ekki vitað en svipað útstreymi gæti hafa varað undanfarna áratugi. Öllu óljósara er hvort þessi mikla losun tengist beint grunnstæðu kvikuhólfi undir Kötlu eða hver tenging hennar er við kvikusöfnun í eldstöðinni.  Hugsanlegt er að Katla virki eins og nokkurskonar ventill eða uppstreymisrás fyrir gas sem losnar úr kviku á miklu dýpi undir suðurhluta gosbeltisins.“

Nú erum við með 64 eldstöðvar, sem eru talin virk, það af 6 undir Vatnajökli.
Er ekki líklegt að það streymi eitthvað frá þeim líka ?

Stóriðjan er með kolefnisspor 1.852.202 árið 2018. Ef að það er rétt að  kolefnisspor stóriðjunnar hér, knúin af vatnsafli, sé 1 tíundi miðað við að rafmagnið sé framleitt með kolum, þá er gróðinn af því 16.669.818.tonn.

Bílaflotinn er með um 1.000.000 tonn. Erum við ekki í góðum málum ?

Haukur Árnason, 8.8.2022 kl. 13:44

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jú ú,það tralla rónarnir á Íngólfshóli.

Helga Kristjánsdóttir, 8.8.2022 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband