Selenskí játar ósigur í Donbass - friður í augsýn?

Úkraínustríðið snerist í upphafi fyrst og fremst um austurhluta landsins, héruðin Donetsk og Luhansk, sem sameiginlega kallast Donbass. Rússar eru þegar komnir með stærstan hluta svæðisins undir sína stjórn, auk héraða í Suður-Úkraínu.

Eftir stríðsátök á sjötta mánuð fyrirskipar Selenskí forseti brottflutning almennra borgara af því litla landssvæði sem stjórnin í Kænugarði ræður enn í Donetsk-héraði. Orðræðan hingað til hefur verið að Úkraínuher muni innan skamms endurheimta tapað landssvæði.

Játning á ósigri, þó óbein sé, gæti verið til marks um stefnubreytingu í Kænugarði. Í lok júní boðaði Selenskí að stríðinu yrði að ljúka fyrir árslok. Um sama leyti var tilkynntur undirbúningur Úkraínuhers fyrir stórsókn í héraðinu Kherson í Suður-Úkraínu. Ekki bólar enn á þeirri sókn. Sérfræðingar hlynntir Úkraínu telja mánuð eða mánuði í að suðursóknin hefjist. Kannski að Selenskí, og bandamenn hans í vestri, telji nú að átökum verði að linna fyrr.

Vestræn aðstoð er ekki nóg til að Úkraínuher haldi víglínunni í austri. Þótt Rússar sæki ekki fram með hraði gera þeir það hægt og örugglega.

Ef austurhéruðin falla Rússum í hendur eiga þeir þrjá kosti. Í fyrsta lagi að treysta stöðu sína þar, t.d. með töku borgarinnar Karkhíf í norðri. Í öðru lagi vestursókn með hótun að leggja alla Úkraínu undir sig. Í þriðja lagi að sækja að hafnarborginni Ódessu, sem liggur í suðri, vestur af Kherson.

Stöðumat stjórnarinnar í Kænugarði hlýtur að taka mið af vígvellinum. Þegar ekki er kostur á sigri er skásti ósigurinn besti kosturinn. Um áramót er ekki víst að neitt verði eftir af Úkraínu haldi fram sem horfir.


mbl.is Fyrirskipar brottfluttning íbúa Donetsk-héraðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Nei, hann er að boða þjóðarhreinsun; Ethnic Cleansing. Vitstola sem hann er, veit hann ekki hvenær nóg er komið.

FORNLEIFUR, 31.7.2022 kl. 12:29

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þvílíkt bull.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.7.2022 kl. 13:45

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það líður að þingkosningum í USA og þar hallar illa á Demókrata auk þess sem bandaríkjamenn eru orðnir fráhverfir fjáraustrinum í þetta fjarstýrða stríð. Það er mögulegt að Biden hvetji til samninga áður en illa fer svona til að bjarga meirihlutanum. Hingað til hefur hann bannað alla eftirgjöf og stoppað allt hjal um samninga.

Það vetrar í evrópu og þá fellur á veruleg orkukrísa og ansi hætt við uppnámi almennings. Verður ekki í fyrsta sinn sem veturinn gengur í lið með Rússum til að vinna stríð.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.7.2022 kl. 15:54

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Ég hef hvergi heyrt hann tala um uppgjöf, raunar aldrei. Úkraníski herinn er í sókn við Kharkiv og hátæknibúnaðurinn sem þeir eru að fá og hafa fengið, er þegar tekinn í notkun eða tekinn í gagnið á næstunni. Ath. það tekur mánuði að þjálfa mannskapinn í notkun evróska eldflaugakerfa og annan vopnabúnað. Það er raunar svo komið að Rússar þurfa að geyma skotfæri 100 km frá víglínunni enda drífa úkranísku eldflaugarnar 80 km. Svo vill gleymast að Rússar eru hættir "örvadrífu" eldflaugaárása og stórskota enda að vera búnir með birgðirnar. Framsókn þeirra hefur verið stöðvuð. Athugið að BNA hafa látið Úkraníu fá 53 milljarða dollara í hernaðarstoð (litlu minna en Rússar sem eyða árlega 65,9 milljarða dollar í hernaðarapparat sitt (allt kerfið). Aðrar þjóðir, svo sem UK og fleiri hafa verið duglegar að gefa vopn og skotfæri.

Donbass svæðið er allt annað dæmi en Krímskagi, sem auðvelt að verja og Úkraníumenn virðast hafa misst alfarið (enda eiga þeir engan sögulegan rétt til svæðisins, sjá grein mína um Krímskaga). Rússar munu alltaf eiga í basli við að verja Donbass og Úkraníumenn þurfa bara að vera þolinmóðir. Annars leysist þetta ekki nema með friðarviðræðum. Málið verður seint afkláð með vopnum.

Birgir Loftsson, 31.7.2022 kl. 17:22

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Við erum að horfa á stærsta mannrán sögunnar síðan að Þýskir Nasistar fluttu milljónir manna í þrælabúðir í Þýskalandi.
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
Auðvitað vill þetta fólk ekki yfirgefa heimili sín.
Megnið af því vill hvort sem er deila kjörum með  ættingjum sínum í Rússlandi.
Selenski veit að Donbass er tapað að eilífu og síðasta óhæfuverkið hans á þessu svæði verður að tæma það af fólki og svifta það heimilum sínum.
Óþokkaskapurinn í þessu mannkerti á sér engin takmörk.
Og svo er okkur sagt að klappa einu sinni enn.
Illu heilli eru flestir sem gera það.
Er það ekki frábært að 220 þúsund manns skuli vera sviftir heimilum sínum og vera sendir út í óvissuna.
Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna.

Borgþór Jónsson, 31.7.2022 kl. 23:22

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Birgir Loftsson.
Framsókn Rússa er ekki að stöðvast.
Á hverjum degi taka þeir einhverja bæi eða þorp.
Varnarlína Úkrainumanna vestan við Donetsk hrundi skyndilega í gær og Rússneski herinn er nú kominn á bak við þessa öflugustu varnarlínu Úkrainumanna á þremur stöðum.
Endalokin eru óhjákvæmileg eins og alltaf þegar þetta gerist.
Úkrainumenn sendu eina sína öflugustu herdeild sem gengur undir nafninu "President brigade" til að stoppa í götin,en hún var þurrkuð algerlega út ,áður en hún komst á sjálfar vígstöðvarnar.
Það var einmitt gert með flugskeytaárás með flugskeytum sem kláruðust fyrir tveimur og hálfum mánuði samkvæmt hernaðarséfræðingum okkar.


HIMARS eru engin töfravopn.
Þær eru frekar skammdrægar,nokkru skammdrægari en sambærilegar flaugar Rússa.
Himars flaugarnar sem Úkrainumenn hafa mjög litla sprengihleðslu ,eða ca 100 kg meðan til dæmis Iskander flaugar Rússa hafa 450 til 500 Kg hleðslu og eru sex sinnum langdrægari.
Áhrifin af HIMARS voru til sýnis þegar Úkrainumenn skutu slíkri flaug inn í svefnskála Úkrainskara herfanga fyrir tveim dögum.
Flaugin náði ekki einu sinni að drepa alla í svefnskálanum.
Kalibr flaugarnar eru að sama skapi með 450 til 500 kg hleðslu og eru allt að 30 sinnum langdrægari.
Munurinn á Úkrainska hernum og þeim Rússneska er sá að Rússar geta skotið eldflaugum hvert sem er á landsvæði Úkrainumanna en Úkraina er bundin við mjög takmarkað svæði.
HIMARS flaugarnar breyta engu um gang stríðsins.
Vissulega draga HIMARS flaugarnar 80 Km ,en það er ekki hægt að stilla þeim upp á víglínunni.
Það þarf að stilla þeim upp að minnsta kosti tuttugu Km frá henni til að komast úr fallbyssufæri Rússa.
Sumar fallbyssur Rússa draga reyndar 40 KM,en þær eru reyndar ekki margar slíkar.
Þær eru eftirlegukindur frá Sovéttímanum ,en eru samt stórhættuleg vopn.
Úkrainumenn erfðu 99 slíkar fallbyssur frá Sovétinu ,en er væntanlega búnir að tapa þeimm núna.
Vissulega þurfa Rússar að færa skotfæri sín aðeins lengra frá víglínunni,en Úkrainumenn eru hinsvegar hvergi óhultir með sín skotfæri í öllu landinu
.
Rússar skjóta að meðaltali fimm sinnum fleiri stórskotum á dag en Úkrainumenn,og af því að þetta er fyrst og síðast fallbyssustríð þá eiga Úkrainumenn engann séns þrátt fyrir að hafa tvöfalt til þrefalt meiri mannafla.
Úkrainumenn stæðu betur að vígi ef það væri barist með sverðum,en sá tími er liðinn.





Borgþór Jónsson, 31.7.2022 kl. 23:58

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta gæti verið um 200þús. manns sem yrði að flytja búferlum og koma sér fyrir annars staðar í >30% verðbólgu í gjaldþrota landi.

Sér er nú hver umhyggjan. 

Ragnhildur Kolka, 1.8.2022 kl. 08:25

8 Smámynd: Arnar Loftsson

Árásarbandalagið NATO

NATO var stofnað árið 1949 sem varnarbandalag og er Ísland eitt af stofnstofnríkjum.

Það urðu reyndar gríðarleg mótmæli gegn inngöngu Íslands og jafnvel óeirðir.

Bandalagið byrjaði vel að mínum dómi og hafði göfug markmið. Sérstaklega í ljósi þess að það var að verjast kommúnismanum í kalda stríðinu. Og ég sem barn og fram að fullorðisárum studdi bandalagið.

Það vita hinsvegar allir að í dag, þá stjórna Bandaríkjamenn NATO og misnotar bandalagið í sína þágu, og sína lsérhagsmuni.

Þar með breytist bandalagið og eðli þess með tímanum.

Sérstaklega eftir að kalda stríðinu lauk með falli Sovétríkjanna.

Nato fór því í hálfgerða tilvistarkreppu og vantaði tilgang og óvin til að réttlæta tilvist sína.

Heimsveldið Bandaríkinn hélt hinsvegar áfram að notfæra sér bandalagið í sína þágu og í þágu Glóbalismans.

 

Svona misnotar Bandaríkin, NATO.

Eftir að hafa lesið mannkynssöguna frá því ég var 9 ára gamall og lesið hana niður í ræmur. Þá skil ég, hvernig heimsveldi virka.

Sagan endurtekur sig hvað eftir annað með upphaf og fall heimsvelda.

Bandaríkin eru ekkert öðruvísi heimsveldi en önnur fyrri heimsveldi.

Þegar eitt ríki nær yfirburða stöðu eins og Bandaríkin.

Þá fara þau sínu fram með góðu eða illu. Sbr. Rómverjar og Bandaríkjamenn.

Deila og drottna.

Heimsveldi eru í stöðugum erjum og valdatafli.

Bandaríkin hafa t.d. verið í stríði í 222 ár af 239 ára sögu þess.

Ótrúlegar tölur, þá er ég að tala um BEIN ÁTÖK. Ekki staðgengilsstríð.

 

Heimsveldi notar nokkrar aðferðir til að halda völdum sínum og drottna yfir heiminum.

1) Bein átök við annað ríki, innrás með tilheyrandi eyðileggingu.

2) Stjórnarbylting. Bandaríkin styður lepp eða leppstjórn til að komast til valda í öðru ríki. Til þess notar Bandaríkin vopnasendingar, beinan fjárstuðning og þjálfun sveita. Stundum nær "leppurinn" völdum án blóðúthellinga. Öll Suður Ameríka þekkir þetta af eigin raun og heimurinn.

3) Efnahagsstríð, þar sem Bandaríkin notar yfirburðastöðu sína og dollarann til að þvinga ríki til hlýðni. Þessi stríð eru ansi skæð og áhrifarík og hafa kostað hungursneið og fjölda lífa. Bandaríkin nota Nato ríki og félaga sína til að þvinga ríki til hlýðni. Allt Vestrið er afar sterkt og Bandaríkin misnotar þetta vald sitt fram og til baka. Og hefur gengið vel hingað til, eða þar til þeir reyndu við Rússa.

4) Staðgengilsstríð. Þá þjálfar Bandaríkin með beinum hætti uppreisnarhópa með peningum, vopnasendingar og þjálfun. Bandaríkjunnum er alveg sama við hverja þeir notast við, bara að ná árrangri og tilgangurinn helgar meðalið.

Sem dæmi, þá hafa þeir notast við Al Kaída og ISIS í Sýrlandi.

Þeir myndu semja við Djöfullinn sjálfan ef með þyrfti, svífast einskis.

 

Bandaríkin hafa einskonar lýðræði, eða maður hélt það.

Það rann upp fyrir mér að Bandaríkin eru hálflýðræði, sérstaklega þegar hægt er að svindla kosningaúrslit fram. Það er kristaltært að elliærum Biden var svindlað inn í embætti. Hvernig er er hægt að bera virðingu fyrir landi sem getur ekki einu haldið heiðarlegar kosningar?

Það eru grimm öfl sem stjórna Bandaríkjunnum.

Þau ganga undir ýmsum nöfnum, "Neocons", "Djúpríkið" "Glóbalistar" eða réttasta er að kalla þeim réttu nafni "SÓSÍALDEMOKRATAR".

 

Hverjir stjórna gjaldþrota stefnu Vesturlanda?

Fámenn klíka Neocons í Brussel og Washington hefur ráðið förinni og kynt undir ófriðinn með öllum ráðum og NATO er verkfærið.

 

Hvað þýðir hugtakið Neocons?

A neocon is someone who agrees politically with conservative ideas including free market capitalism. Moderate conservatives tend to clash with neocons on issues of foreign policy.

Faith in the free market is one important belief of neocons, but even more important is their support of interventionism. In other words, neocons support actively promoting democracy around the world, even if that means using military force. Neocon is short for neoconservative, which adds the neo-, or "new," prefix to conservative. The original neocons abandoned their formerly leftist ideals in the late 1960s and early 1970s.

 

Hvenær heyrðuð þið sáttatilraunir eða vopnasendingar séu stoppaðar?

Eða reynt sé að rústa ekki efnahagslífi Evrópu og Bandaríkjanna.

Þessi Neocon klíka eru í raun Glóbalistar.

Sósíaldemokratar (Neocons) knúnir af forsjárhyggju og rétttrúnaði.

Þetta fólk, er rekið áfram af hugmyndafræði Glóbalismans (Ný Marxismans).

 

Vandamálið er, að það eru hindranir. Nationalism hjá Rússum og Kínverjum.

Fyrst var ætlunin ætlunin að taka út Rússa, nota strengjabrúður í Úkraínu og ýta af stað Nato inngöngu Úkraínu. Þeir vissu vel að Rússar gætu aldrei sætt sig við að hafa eldflaugar í 5 mínútna fjarlægð frá Moskvu og Natostöðvar við landamæri sín.

Mánuðum saman neitaði Nato (undir stjórn Neocons) að ræða málamiðlanir.

Og síðan kom innrásin óhjákvæmilega.

Maður sá fyrir sér Neocons í Washington og Brussel klappa saman af fögnuði. STAÐGENGILSSTRÍÐ!

Nú var hægt að leggja á Rússa mestu viðskiptaþvinganir í sögu mannkyns.

Það átti að ganga frá efnahag Rússa, gera átti áhlaup á Rússneska banka og gera Rússa að öreigum. Þá væri hægt að snúa sér að Kínverjum.

Og eftir að Kínverjar væru líka úti, þá myndu Glóbalistarnir á Vesturlöndum, ráða lögum og lofum yfir heimsverslunni og hverjir myndu stjórna í þjóðríkjunum.

Stjórn Bandaríkjanna og ESB væri algjör. Þetta er hugmyndafræði þeirra.

 

Bandaríkin eru í efnahagslægð með Alzheimer forseta við völd. Ríki með 31 trillijónir í skuldir er ekkert efnahagsveldi.

Alveg sama hvað Bandaríkin munu gera, efnahagurinn er á niðurleið og Bandaríkin að missa hlutverk sitt sem eina stórveldi heimsins.

Sama hvaða ráðstafanir þeir grípa til, skv. Bandarískum hagfræðingum, þá er efnahagskreppa framundann. Nokkuð sem Biden stjórnin ræður ekki við með sinni efnahagsstefnu Sósíalismans.

 

Ofstækismaðurinn Biden eða strengjabrúðumeistarar hans

Ég hreinlega efast að Biden hafi andlega getu til að plotta stór samsæri.

Hann veit varla í hvaða vídd hann er.

En það er ljóst að að baki hans eru öfl sem stjórna honum.

Öfl í Demokrataflokknum sem gera hvað sem er til að ná og halda völdum.

Við sáum merki um það að Demokratar voru tilbúnir að brenna borgir Ameríku í nafni BLM.

Allt til að trufla Trump. Og síðann var það kosningasvindlið. Það veit hver heilvita maður að Biden var svindlaður inn í embætti, maður sem faldi sig í kjallaranum og 10 manns mættu í "rally".

Og hann komst upp með þetta og varð forseti.

Núna eru afleiðingarnar að koma í ljós. Hver einasta ákvörðun sem komið hefur frá Biden stjórninni hefur verið röng. Hver einasta. Og hvað gerðist þá? Jú hagkerfið fór á hliðina.

Dæmigerður Sósíalismi er að bruðla með peninga annarra, og það gerði Biden með gríðarlegri peningaprentun. Sem olli gríðarlegri verðbólgu. 31 trillijóna skuld er ekkert smáræði.

 

Það eru harðlínuöfgaöfl sem ráða og stjórna Biden.

Djúpríkið sem er vopnaframleiðendur, öflin að baki NATO.

Og Demokrataharðlínumenn. Ákveðinn kjarni þeirra í Washington sem stjórnast af hugmyndafræði en ekki stjórnkænsku. Í þeirra hugmyndafræði er Ný Marxismi (Neocons) Rétttrúnaður og forsjárhyggja Bandaríkjanna sem skulu stjórna heiminum.

Að Bandaríkinn geti stjórnað og tuskað til lönd eins og þeim sýnist.

Djúpríkið elskar stríð, en þá fitna vopnaframleiðendur.

 

Þessi hugmyndafræðilegi stórhættulegi hópur í Washington. stjórnar með tilfinningum en ekki raunsæi. T.d. hafði Biden klíkan ekki hugsað mínútu fram í tímann afleiðingar af viðskiptaþvinganir á Rússa. Engar áætlanir. Allt stjórnað af tilfinningum og hugmyndafræði.

Biden (þeir sem stjórna honum) ætlaði sér að gera út af við Rússa.

Gera þá að efnahagslegum öryrkjum heimsins og taka þá þannig úr leik.

Úkraína var tilvalið staðgengisstríð og vettvangur til að hleypa af stað illindum.

Illindum sem síðan væri hægt að til búa til slíkar viðskiptaþvinganir á Rússa að hægt væri að ganga frá þeim. Putin vissi og þetta og sagði meira að segja opinberlega.

Áætlunin var sem sagt að setja SWIFT bann og gerð yrði áhlaup á bankana í Rússlandi og svifta Rússa öllum viðskiptum við útlönd.

Nema hvað, vitgrannir Ný Marxistarnir í Washington hugsuðu málið ekki til enda.

Rússar höfðu nefnilega frá viðskiptaþvingunum 2014, undirbúið hagkerfi sitt í átta ár undir frekari þvinganir.

Og Rússar eru of stórir í olíu, gasi, kolum, korni og sjaldgæfum málmum. Of stórir til að taka þá út.

Í staðinn, þá er Evrópa komin í djúpa kreppu. Bandaríkinn að missa dollarann sem aðalmynt heimsins. Því Rússar, Kínverjar og Indverjar og fleiri þjóðir ætla að taka út dollarann í viðskiptum sínum. Meira að segja Evran mun veikjast, því Rússar heimta núna olía og gas verði gerð upp í Rúblum.

 

Vestrið hefur brotið öll gildi markaðskerfisins með því að gera upptækar eigur Rússa.

Heimurinn horfir á í forundrun að SWIFT og fleiri "örugg" kerfi séu misnotuð.

Heimurinn treystir ekki Vestrinu lengur. London er búið að vera sem verslunarmiðstöð, en vegna árása á Rússneska milljarðamæringa.

Og Dollarinn er kominn með krabbamein. Verðbólga og þjóðir að gera upp í gasi og olíu öðrum myntum, gerir Dollarann áhættusaman sem varagjaldeyristmynt.

 

Hvað vakir fyrir Biden klíkunni? Þeim virðist vera alveg sama um afleiðingarnar fyrir almenning vestursins, því þeir eru gefa bara meira og meira i.

Ofan á þetta er Bandaríkinn byrjuð að fjandskapast við Kínverja. Þeir hóta Kínverjum og Indverjum öllu illu, ef þeir refsa ekki Rússum.

 

Ísland og meðvirkni:

Heilaþvegið rétttrúnaðarliðið á Íslandi hefur enga utanríkisstefnu og hefur ekki haft síðan Jón Baldvin var utanríkisráðherra.

Utanríkisráðuneytið tekur við beinum skipunum frá Brussel og Washington.

Sem stjórna utanríkisstefnu Íslands.

Engin að hugsa um hagsmuni Íslands, sem gætu verið bestir að vera hlutlaus þjóð og vinir allra þjóða í heiminum. Hverjir eru hagsmunir að Íslands að búa sér til óvini, af því að stórveldin eru í deilum? Ísland á að vera hlutlaust og gera fríverslunarsamninga við öll ríki heimsins og eiga vinsamleg samskipti.

 

Ísland er í slagtogi við heimsveldi hið illa, Bandaríkin og leppríkja Washington, þ.e.a.s. Brussel elítan.

Nato er árásarbandalag, Ísland gat að lágmarki lagt fram hlutleysi við Írak stríðið og önnur árásarstríð Nato, en gerði það ekki af hugleysi.

 

Og hvernig stríð háir Bandaríkin og NATO? Tökum sem dæmi Írak.

Bandaríkin koma sér fyrir í nágrannaríki. Taka sér góðann tíma að senda flugskeyti og sprengjuflugvélar og sprengja allt í tætlur. vikum saman....Total war...heitir þetta. Gjöreyðingarstríð væri gott íslenskt heiti.

Þá eru borgir flattar út. Allt sprengt í tætlur. Aðallega almennir borgarar.

Ekkert verið að vanda sig, heldur allt drepið.

Brýr, rafkerfi, samgöngur, allt sem heldur ríki saman er eyðilagt.

Og eftir nokkrar vikur, þegar landið var gjörónýtt, þá fyrst var farið inn með fótgönguliða. Eftir að milljón manns hafi verið þurrkað út.

 

Bandaríkjamenn há Total war eða gjöreyðingarstríð.

CIA notar öll meðul, svelta íbúa, notast við hryðjuverkamenn í staðgengilsstríði, ráða fólk af dögum, viðskiptastríð. Ekkert er heilagt.

Þeim er nkl. sama um afleiðingarnar. Ríki eftir ríki hafa verið sprengd aftur í miðaldir og gjöreyðilögð. Ríki sem hafa vegnað vel

Sannkallað heimsveldi hið illa.

 

Núna fyrst standa Bandaríkin fyrir mótstöðu.

Þau hafa ekki barðist í alvöru stríði síðan í Koreustríðinu.

Hafa alltaf tekið fyrir veikburða ríki og gengið frá þeim.

Og þeir nota Nato vini sína ef með þarf. NATO er virkt í efnahagsþvingunum.

Enda er efnahagsstríð, stríð eðli sínu. Svelta og þvinga íbúa, til að hlýða til undirgefni.

En núna gerðu þeir mistök. Rússland er ekkert Kúba eða Írak.

Stærsta land í heimi með olíu, gas, kol, hveiti og alla málma jarðarinnar.

Rikasta land af náttúrauðlindum og fantavel menntað fólk.

Þetta er hátækni ríki sem eru búin að stinga Bandaríkin af í hernaðartækni.

Með af-dollarvæðingunni eru Bandaríkin að tapa efnahagsstríðinu.

Rússland og Kína standa uppi sem sigurveigarar.

Að reyna að taka út Rússa, verður banabiti Glópalistanna.

 

Rússar munu sigra Glóbalistana, liðið sem hefur drottnað yfir heiminum með harðri hendi.

Hef misst álit á Bandaríkjunnum, það litla sem ég hafði.

Hollywood maskínan hefur gert sín meistaraverk ásamt falsfréttamiðlum Vesturlanda að gera Bandaríkin að "góðu gæjunum".

Og trúgjörn hjörðin sem nennir ekki að hugsa eða kynna sér málin.

Trúa öllu sem fyrir þau eru lagt....að Bandaríkin séu góðu gæjarnir.

Þegar raunveruleikin er einfaldalega þessi:

Bandaríkin - heimsveldi hið illa og NATO ríkin eru sauðirnir sem fylgja.

 

Núverandi stefna NATO er brjálæðisleg. Að pota í Rússneska björninn, þannig að talað var um kjarnorkuvopn og hótanir. Núna eru Bandaríkjamenn að stofna til illinda við Kínverska drekan með Taiwan. Og það nýjasta er að ögra Serbum, en NATO undir forystu Bandaríkjanna tók Kosovo af Serbum og afhenti héraðið, til Albana sem bjuggu í héraðinu.

Fólk sem á engar rætur eða tilkall til hérðasins. Og það eru ekki einu sinni til grafir Albana í héraðinu, fyrr en eftir Seinni Heimsstyrjöldina. Sem sýnir engin tengsl Albana við landið.

Kosovo var hreinlega stolið af Serbum, af NATO, sem er að refsa Serbum.

Slóð árásarbandalagsins er víða, Lýbía, Yemen, Írak, Afganistan, Sýrland, og fleiri.

Milljónir manna látnar og lönd í algjörri rúst, ennþá dag í dag.

Og NATO hefur verið með gríðarlegar vopnasendingar til Úkraínu og herþjálfun í átta ár.

Alls staðar eru puttar NATO.

Með vopnasendingum sínum, hefur NATO framlengt tapað stríð Úkraínumanna og kostað gríðarlegt mannfall þeirra. En talið er að um 1000 ungir Úkraínumenn falli á hverjum degi og þúsundir særðist. Þetta er gríðarleg blóðbað. NATO ætlar að berjast til síðasta Úkraínumanns. Þeim er nkl. sama um Úkraínu. Þetta er staðgengilsstríð þeirra við Rússa.

Og NATO mun nota Taiwan sem staðgengilsstríð líka.

 

NATO er í dag hættulegt bandalag, sérstaklega í ljósi þess að vinstri öfl stjórna Vesturlöndum, Sósíaldemokrataflokkar (Neocons) sem vilja stjórna heiminum í gegnum Glóbalisma sínum.

Þetta er árásargjörn stefna og stórhættuleg heimsfriðnum.

Og við gætum jafnvel endað í Þriðju heimsstyrjöldinni með þessu áframhaldi NATO stefnu.

Við lifum svo sannarlega á hættulegum tímum.

Eina von Vesturlanda, er að þeir nái að skipta út Sósíaldemokrötunum og Glóbalisma þeirra. En það gæti ekki gerst nema með mikilli efnahagskreppu sem er reyndar byrjuð.

Óeirðir og erfiðleikar gætu tekið út síðustu leifar Sósíalismans ....

 

 

 

Arnar Loftsson, 1.8.2022 kl. 08:59

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Borgþór. Hvernig þú snýrð við sannleikanum getur ekki talist annað en snilld. Staðreyndirnar: 1. Það voru Rússar sem réðust inn í Úkraínu .Nokkuð augljóst ekki satt.2.Rússar hafa svift Þúsundum Úkraínumönnum heimilum sínum með því að sprengja heilu borgirnar þannig að þær eru rústir einar og fólk hefur orðið að flýja landið. 3. Fjöldinn hefur verið myrtur í árásum rússa og einnig í borgum sem rússar hafa náð. Margir dregnir út úr húsum og skotnir. Fjöldagrafirnar eru úti um allt. Og það leiðir okkur að. 4. Selenzki vill brottflutning fólks ú þessu héraði vegna þess að hann veit eins og við öll að óbreittir borgarar verða alltaf fyrir barðinu þegar barist er . Hann er einungis að reyna að bjarga mannslífum. Ólíkt við Pútín og Rússa er mannslífið einhvers virði hjá Selenzki og Úkraínumönnum.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.8.2022 kl. 09:08

10 Smámynd: Arnar Loftsson

Vá, magnað, að Jósef Smári skuli geta komið með hverja einustu setningu með rangfærslu.

Stríðið byrjaði 2014, þegar Kiev stjórnin réðist á Rússneska frumbyggja Donbass sem vildi sjálfræði. Í raun byrjaði þetta sem borgarastyrjöld.

Ráðist á fólk sem hefur búið þarna frá upphafi og þekkir bara Rússneska siði og menningu. Og dropinn sem fyllti mælinn, var þegar Kiev stjórnin ætlaði að banna Rússnesku.

Zelensky er nkl. sama um mannfall, hann stjórnar reyndar engu, það er Pentagon og Washington sem stjórna stríðsaðgerðum og hugsanlega Azov Nýnaistarnir.

Allir íbúar Donbass sem hafa verið frelsaðir undan yfirráðum Úkraínuhers og Azov ný nastistana segja sömu söguna. Það er að fólkið var notað sem mannlegir skildir og "varnarhlíf" fyrir ný nasistana. Þeim var hótað lífláti og þvingað til að vera kjust. Rússar hafa reynt að forðast mannfall óbreyttra borgara. Enda sjá þeir íbúanna sem FRAMTÍÐAR RÚSSA. Og hafa byrjað að bjóða þeim Rússnesk vegabréf.

Arnar Loftsson, 1.8.2022 kl. 09:42

11 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Arnar Loftsson. Þetta er algjörar rangfærslur hjá þér. Rifjaðu upp hvernig rússar ætluðu að koma að leppstjórn sinni í Úkraínu t.d. með því að eitra fyrir mótframbjóðandanum í forsetakosningum. Varla hefði það verið nauðsynlegt ef þeir hefðu átt vísa stuðning þjóðinnar, eða hvað? Og kynntu þér líka þátt norskra nýnasista í hernaði rússa í úkraínu auk Wagners liða sem eru nákomnir Pútín og aðhyllast hugmyndafræði nasisma Hitlers. Hættið nú að lepja upp lýgina frá Pútín.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.8.2022 kl. 10:24

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hið rétta er að rússneskir íbúar Donbass gerðu uppreisn gegn stjórninni í Úkrainu 2014 og eins og allar stjórnir ( líka rússneskar) brást Úkraínska stjórnin við því með því að reyna að bæla þær niður. Azov liðar sem er nýnasistahreyfing í Úkrínu þar sem liðsmenn eru burtreknir liðsmenn úkraínuhers tóku vissulega þátt í herferðinni með hernum og látnir afskiptalausir. Að sjálfsögðu eiga íbúar Donbass héraðs rétt á að kjósa um sína framtíð eins og öll önnur þjóðarbrot í heiminum. En einhliða afskipti rússa eiga ekki rétt á sér. Þeir eru ekki lögregla heimsins ekkert frekar en Bandaríkin. Síðasta klausa þín í seinni færslu tónar nú ekki vel við þessi tilmæli Selenski að almennir borgarar komi sér á brott, ekki satt. Samkvæmt þessari klausu ætti hann að krefjast hins gagnstæða.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.8.2022 kl. 10:59

13 Smámynd: Arnar Loftsson

Jósef, þú veist nkl. ekkert og ert með hreinar lygar eða bara skrif af fáfræði.

Annars þá skiptir engu máli hvað fuglar á Íslandi eru að tísta.

Úkraínuher er tapa og núna eru komnir alvarlegir brestir.

Donbass lína fellur í þessum mánuði og Rússar ná Dnieper

https://www.youtube.com/watch?v=S-78WysP5EQ

Arnar Loftsson, 1.8.2022 kl. 11:35

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Dísus . Hvaða jólasveinn er þetta ? Geturðu ekki bara rakið lygarnar hjá mér en koma með svona kjaftæði ?

Jósef Smári Ásmundsson, 1.8.2022 kl. 22:45

15 Smámynd: Arnar Loftsson

Jósef....lestu langa svarið hér að ofann.

Þú hlýtur að vera fær um að "skrolla" upp síðu.

Donbass lína Úkraínumanna er að falla. Þessar Himers flaugar eru gagnlausar, og Rússar hafa nú þegar eytt helming þeirra, 6 af 12 kerfum.

Skotkraftur Rússa er 15 faldur miðað við Úkraínumanna.

Það hefur verið talað í marga mánuði að Rússar séu að verða uppiskroppa með eldflaugar. sem er bull, þvert á móti hafa Rússar verið að gefa í.

Framleiðslugeta Rússa með iðnað, er gríðarlegur, veit það, því ég hef séð með eigin augum hér í Rússlandi.

Alveg sama hvað litlir smáfuglar reyna að tísta. Þá fellur Donbass í þessum mánuði og þar með þetta búið fyrir Úkraínumenn, því þeir hafa engin virki vestan við Dnieper. Þeir hafa sett allt....sem þeir eiga í Donbass....allar varasveitir o.s.frv. Það er ekkert eftir. Og þeir eru að missa 1000 manns á dag og þúsundir særðra. Enginn her ræður við slíkt.

Ég hef verið að ræða hérna í Rússlandi við Rússneska hermenn sem hafa komið heim í leyfi og þeir staðfesta orð mín. Já....Rússar geta leyft sér að senda menn í leyfi.

Talað er um að Rússar séu aðeins að nota 10% af hernaðargetu sinni í Úkraínu.

Arnar Loftsson, 2.8.2022 kl. 12:42

16 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Að viðurkenna ekki sjálfstæði Úkraínu og að Fasistastjórn Pútíns sé innrásarlið í Úkrínu sem er sjálfstætt ríki , er það sama og að draga í efa rétt Íslands til að vera sjálfstæð þjóð!

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 2.8.2022 kl. 20:32

17 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Þeir sem styðja innrásarstefnu Fasistans Pútín eru í ætt við Quislinga Noregs á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, tilbúnir að snúa baki í þann rétt sem sjálfstæði þjóða er!

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 3.8.2022 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband