Ný heimsskipan eftir stríð

Stofnað var til Úkraínustríðsins með ásetningi beggja stríðsaðila að breyta heinspólitíkinni. Vestrið, þ.e. Bandaríkin og Nató, gerðu bandalag við Úkraínustjórn um að klekkja á Rússum.

Obama þáverandi forseti Bandaríkjanna sagði 2014 að Rússland væri veikt og yrði að kenna lexíu; þá að standa og sitja eins og vestrið býður. Vesturlönd byggðu upp Úkraínuher frá grunni, með fjármagni, vopnum og þjálfun skv. handbókum Nató.

Rússar líta á stríðið sem prófstein á það hvort landið eigi sjálfstæðan tilverurétt án þess að krjúpa fyrir Bandaríkjunum og Nató. Pútín talar um nýja heimsskipan að loknu hernaði. 

Eftir að stríð skall á í febrúar var lokað á allar málamiðlanir. Annar aðilinn verður að tapa og hinn að sigra. Aðeins fræðilegur möguleiki er á jafntefli. Það jafntefli, í formi friðarsamninga, yrði annað tveggja á rússneskum forsendum eða vestrænum.

Ef vesturlönd og Kænugarður sigra er Rússland búið að vera. Nágrannar Rússa, gömlu sovétlýðveldin, myndu narta í hræið og fyrirsjáanlegur innanlandsófriður ylli endalokum rússneska ríkisins. 

Sigri Rússland réðu vesturlönd ekki lengur dagskrá heimsmálanna. Vesturlönd yrðu ekki lengur einráð fyrirmynd ríkja Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Rússland í bandalagi við Kína yrði mótvægi.  

Vestur-Evrópa, þ.e. ESB, verður sérstaklega illa úti ef Rússar fara með sigur af hólmi. Vegna landfræðilegrar legu, hernaðarlegs vanmáttar og hráefnafátæktar, orka og korn, verður Vestur-Evrópa háð velvilja rússneskra yfirvalda í mun meira mæli en hingað til. Fullmikið væri að segja Evrópusambandið á rússnesku áhrifasvæði. En það stappar nærri. (Innan sviga: Hjörtur J. Guðmundsson bendir á hæpinn málflutning íslenskra ESB-sinna, sem halda friður og öryggi fáist í Brussel.)

Vígaferlin á sléttum Garðaríkis breyta heiminum. Til átaka var stofnað með einbeittum ásetningi stórvelda að útkljá með ófriði ágreining sem mátti leysa með samningum.  Almenningur finnur á eigin skinni hörmungar stríðsins. Breska útgáfan Guardian birtir myndband úkraínskar konu sem örvæntir um eiginmanninn er skal með góðu eða illu á vígvöllinn. Menningarþjóðir þurfa sitt fallbyssufóður.      

 

 


mbl.is Rússar einbeita sér ekki lengur aðeins að austrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er enginn aðdáandi Obama, þvert á móti, en var ekki það sem hann sagði alveg hárrétt.

Rússland er ekkert stórveldi, heldur handónýtt ríki. Því fyrr sem því verður hent á öskuhaugana, því betra. Bæði fyrir Rússa sjálfa og allan heiminn.

Þjóðarframleiðsla Rússlands er minni en Ítalíu og þeir eru ekki hálfdrættingar á miðað við Þýskaland. Jú, þeir eiga kjarnorkuvopn en þeir myndu tapa mest á því sjálfir að koma af stað kjarnorkustyrjöld.

Þú ert síðan alltaf að fullyrða að þessa deilu hefði mátt leysa með samningum. Hvernig? Samþykkja að Rússland ákveði utanríkisstefnu allra austantjaldslandanna? Að Rússland fái að banna fólkinu þar að halda með Manchester United?

Baráttan er á milli mannréttinda og mannréttindabrota, þeirra sem vilja frelsi og þeirra sem eru á móti frelsi og mannréttindum. Ég veit hvoruum hópnum ég vil tilheyra, en það virðist ekki eins ljóst með suma.

Theódór Norðkvist, 21.7.2022 kl. 14:02

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég held það sé ekki spurning að við stöndum frammi fyrir nýrri heimskipan. Þótt Evrópa sætti sig við að vera púðluhundur BNA þá er fjöldinn allur þjóða það ekki. Rússland og Kína munu leiða þær þjóðir sem ekki vilja þíðast BNA og nú þegar eru BRICS þjóðirnar að styrkja sig í sessi. Íran og Argentína hafa sótt um aðild og eflaust munu fleiri þjóðir á Suður hvelinu fylgja eftir. Viðskipti milli þeirra fara ekki lengur fram í $ heldur í þjóðargjaldeyri sem vegur sífellt meir að verðgildi dollarans og dregur þar með úr áhrifum BNA á heimsvisu. 

Varla var það tilgangurinn þegar staðgengills stríðinu var hrundið af stað í Úkraínu fyrir 8 árum. 

Ragnhildur Kolka, 21.7.2022 kl. 23:19

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki aðdáandi Obama Theodór, þrátt fyrir dónalegan hrakyrðflaum um Rússland- -það sem hlýlegt fólk byggir. Við getum ekki séð fyrir hvernig þessum hildarleik lyktar en hefðum öll(nema e.t.v.ríkisstjórn Íslands &fylgjendur) viljað að náðst hefði samningur.

Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2022 kl. 01:45

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég stjórna ekki þessu stríði, en ef það eiga að nást samningar, þá get ég ekki séð neitt vit í öðrum kröfum en þessum:

    • Rússneski herinn hypji sig úr Úkraínu.

    • Þjóðarframleiðsla þeirra verði gerð upptæk næstu áratugi til að borga stórfelldar stríðsskaðabætur.

    • Stríðsglæpamennirnir, nauðgarar, morðingjar og þjófar, komi fram fyrir stríðsglæpadómstól og verði dæmdir til hörðustu mögulegu refsingar.

    • Síðan þarf að girða fyrir að þessi hryðjuverkasamtök sem kallast Russian Federation, verði ekki hæf til að fremja hryðjuverk í nágrannalöndum sínum og ekki neins staðar. Það þýðir að leysa verði upp rússneska herinn. Helst vildi ég sjá Rússland leyst upp eins og það er og skipuð alþjóðleg stjórn þar, til að koma landinu frá 19. öld til þeirrar tuttugustu og fyrstu.

    Theódór Norðkvist, 23.7.2022 kl. 14:42

    5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

    Theódór, verðurðu ekki bara að einhenda þér í verkið. Engin annar mun gera það. 

    Ragnhildur Kolka, 25.7.2022 kl. 10:41

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband