Úkraínuher er ónýtur - Rússar sigra ESB

Þýska leyniþjónustan áætlar að Úkraínuher telji 30 þús. manns, þar af 15 þús. í bardagasveitum. Herinn er illa þjálfaður, liðhlaup eru tíð og búnaður lélegur. Frankfurter Allgemeine segir þessar fréttir og bætir við: þegar núverandi forseti Úkraínu tók við í júlí 2014 sagðist hann engan her eiga.

Bandaríkin vilja ólm láta Úkraínu í té vopn til að berjast við uppreisnarmenn í landinu sem njóta stuðnings Rússa. Rök Bandaríkjamanna eru tvíþætt. Í fyrsta lagi að úkraínska þjóðin berjist fyrir lýðræði og sjálfstæði. Í öðru lagi að með vopnasendingum verði Rússum gert dýrt að halda áfram stuðningi við uppreisnarmenn.

Merkel kanslari Þýskalands gefur lítið fyrir rök Bandaríkjamann. Hún sagði á öryggisráðstefnu í München í gær að Pútín Rússlandsforseti muni hvergi hvika frá stefnu sinni þótt Úkraína fái vestræn vopn. Blóðsúthellingar verða meiri en friður næst ekki með vopnum, sagði Merkel, sem fær þá umsögn að vera ofurraunsæ.

Á öryggisráðstefnunni í München í gær var fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands, Malcolm Rifkind, klappað lof í lófa þegar hann vitnaði í orð Friðriks mikla Prússakonungs að diplómatía án hernaðarmáttar væri eins og tónlist án hljóðfæra. (Látum liggja á milli hluta að háþróaður vestrænn vopnabúnaður í höndum úkraínska hersins er eins og Stradivarius í greipum manns sem þekkir ekki muninn á fiðlu og flautu).

Og þetta er einmitt kjarni málsins: Evrópusambandið lét Bandaríkin þvæla sér út í leiðangur til Úkraínu án þess að eiga innistæðu fyrir landvinningum. ESB og Bandaríkin reru undir þegar lögmætum forsenta landsins, Yanukovych, var steypt af stóli fyrir réttu ári. Valdaránið færði Úkraínu undir áhrifasvæði Evrópusambandsins. Rússar sögðu hingað og ekki lengra: Úkraína var stökkpallur Napoleóns og Hitlers inn í Rússland og við munum ekki leyfa ESB að leggja landið undir sig.

Nato er varnarbandalag Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Ætla mætti að Nato þjónaði sem hernaðarvægngur Evrópusambandsins í Úkraínu og gæti orðið stjórnvöldum í Kiev það sem Rússland er uppreisnarmönnum.

Nato er ekki skipulagt sem þjóðarher heldur stjórnstöð margra sjálfstæðra herja. Nato getur ekki starfað sem bakhjarl úkraínska hersins - en gæti á hinn bóginn staðið fyrir stórstríði gegn Rússum. Og þaðan kemur ótti þeirra rússnesku, sem vilja frekar heyja skæruliðastríð í Úkraínu í áravís fremur en að missa landið undir ESB/Nato.

Angela Merkel er sá stjórnmálamaður Evrópusambandsins sem hlustað er á. Verkefni hennar er að útskýra fyrir Bandaríkjamönnum að stríðið í Úkraínu er tapað annars vegar og hins vegar fyrir ESB-elítum að útþenslu í austur sé lokið um fyrirsjáanlega framtíð.

Alls óvíst er Merkel takist verkefnið. Ef henni mistekst verður meiri ófriður í Evrópu en nokkru sinni frá lokum seinna stríðs.

 

 

 


mbl.is Dró fram rússnesk vegabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Af hverju talið þið ESB-andstæðingar eins og ESB hafi "lagt undir sig" austur-Evrópuríki??  Ég sat til borðs með konu frá Póllandi fyrir viku og við ræddum m.a. um stjórnmál og ég er alveg viss um að hún líti ekki svo á að hennar land, eða Eystrasaltslönd, eða Tékkland, Slóvenía, o.fl. austuur-Evrópulönd séu á einhvern hátt "undir" ESB eða NATÓ.

Skeggi Skaftason, 8.2.2015 kl. 14:15

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Skeggi, Rússar líta svo á að ESB/Nato sé komið hættulega nærri sínum landamærum. Áðurn en kom að Úkraínu voru það aðeins ríki án landamæra við Rússland sem urðu hluti af ESB/Nato að frátöldum Eystrasaltsríkjunum, sem Rússsar eiga í fullu tré við. En með Úkraínu er Rússland berskjaldað fyrir ógn og yfirgangi ESB/Nato.

Til að skilja Rússa þarf aðeins lágmarks söguþekkingu og gripsvit á landafræði.

Páll Vilhjálmsson, 8.2.2015 kl. 16:03

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sókn ESB til austurs, eftir fall Sovét, er engim dulið. Auðvitað tóku ríki fyrrum Sovét fagnandi þessum áhuga ESB, enda löndin flest ein rjúkandi rúst.

Það dylst heldur engum, að þrátt fyria að Merkel og Hollande séu óttaslegin núna og kalli á frið, þá er upphaf þess ástands sem ríkir í Úkraínu vegna þessarar sóknar ESB til austurs. Bandaríkjamenn hafa lítið komið að henni.

Nú er málið hins vegar komið á það stig að ekki verður samið. Pútin gefur ekkert eftir, ekki meðan hann telur sig vera í stríði við nánast vopnlaus ríki ESB. Hins vegar gæti ógn af Bandaríkjunum sett hann í aðra stöðu.

Við þekkjum öll þessa sögu og við þekkjum líka aðdragandann að síðari heimstyrjöldinni. það er ansi margt líkt með þeirri sögu og því sem er að gerast nú. Merkel er nú í hlutverki Chamberlaine. Þá var gerður samningur við Hitler um að honum væri heimilt að leggja hluta af Tékkaslóvakíu undir sig og sterkar líkur eru á að Merkel sé að fórna eystri hluta Úkraínu til Pútíns.

Við vitum hvernig Hitler launaði þann greiða og við vitum líka að hernaðarmáttur Pútíns er svo öflugur að hann gæti komist með sína heri til Berlínar á örfáum dögum, svo fremi Bandaríkin komi ekki til hjálpar.

Þetta kemur ekkert við ESB andstæðingum hér upp á Íslandi, Skeggi, þetta eru bara staðreyndir, nema auðvitað samningur Merkel og Pútíns. Hann á eftir að koma upp á borðið og hvernig Pútín spilar síðan úr framhaldinu.

En auðvitað taka aðdáendur sambandsins þetta nærri sér.

Gunnar Heiðarsson, 8.2.2015 kl. 16:04

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Auðvitað á Úkraína ansi takmarkaðan her.  Herir kosta, og Úkraína er á hausnum.

Rússar gætu auðveldlega verið búnir að valta yfir það lið sem er nú að berjast þarna - og við skulum ekkert ímynda okkur að það séu ekki einitt þeir - en þeir eru ekki að því.

Hvað veldur?

Pólitík er furðuleg.  Það er eins og enginn megi bara koma hreint fram.

Ofan á allt þá sýnist mér eins og vesturlönd - þ.e. NATO og ESB vilji endilega byrja einhvern hernað við rússa.

Ég ætla mikið að vona að við, sem þjóð, tökum ekki þátt í neinu svoleiðis.  Við egtum bara tapað á því.

Reyndar munu NATO og ESB líka bara tapa á því... en, ég get ekkert við því gert.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.2.2015 kl. 19:29

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Bullið í blaðamanninum Páli er stórfyndið.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.2.2015 kl. 07:57

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Páll, hvaða ógn stafar Rússum af ESB?

Skeggi Skaftason, 9.2.2015 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband