Kalt Ísland, heitt Bretland - hvað með það?

,,Fyrstu 15 dagar júlímánuðir hafa verið í kaldara lagi í Reykjavík. Meðalhiti þeirra er 10,4 stig, -0,8 stigum neðan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og -0,7 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 19. hlýjasta sæti (af 22 á öldinni)", skrifar Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Þannig er það með veðrið, það er breytilegt milli landssvæða og breytist frá einum tíma til annars. Loftslagsváin er ýkjusaga, sagði annar gamalreyndur íslenskur veðurfræðingur, Magnús Jónsson; ,,Hlýnun sem lík­lega er orðin um 1°C á síð­ustu 150 árum þar sem lang­tíma­með­al­hiti jarð­ar­innar hefur hækkað um 0.1°C á hverjum 15 árum að jafn­að­i." 

Loftslagsvísindamaðurinn John Christy var svo vinsamlegar að gefa Láru á Refskinnu færi á spjalli um veður. Christy heldur gagnabanka í samvinnu við félaga sinn Roy Spencer um hitafar lofthjúpsins annars vegar og hins vegar spádóma hamfarasinna. Í áratugi hafa spádómar um hamfarahlýnun reynst rangir.

En svo koma nokkrir heitir dagar og fullyrðingar um sameignlegt sjálfsmorð mannkyns streyma frá fólki sem á að heita með fullu viti, eins og António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar handvöldu vísindamenn sem trúa á manngert veður fyrir meira en 30 árum. Ástæðan var pólitísk, ekki vísindaleg. Sameinuðu þjóðunum vantaði hlutverk á alþjóðavísu.

Hamfaraspámennskan er stóriðnaður sem freistar þess að valta yfir þau sannindi að náttúran en ekki maðurinn stjórnar veðrinu.


mbl.is Hitinn yfir 40 gráður í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Þetta er akkúrat málið, veðrið mun breytast og lítið sem við getum gert við því. Þetta er stóriðnaður, ekki ólíkt veganismanum. Allt gert til að græða á þessu og skattleggja. Ef við gætum bara snúið okkur að málum sem skipta máli.

Emil Þór Emilsson, 20.7.2022 kl. 09:27

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

og í dag er hitinn kominn niður í rúmlega 20 til ca. 27 á Bretlandi.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 20.7.2022 kl. 10:07

3 Smámynd: Baldur Gunnarsson

Kringum 1970 var úlpuveður sérhvert sumar, tún kól um land allt á veturna, síldargöngur komust ekki gegnum fimbulkalda hafstrauma á vorin og fólk flúði hópum saman til Svíþjóðar og Ástralíu að hausti. Ástæðan var aðvífandi ísöld. Borkjarnar úr Grænlandsjökli og setlögum á sjávarbotni sönnuðu það. The science is settled, sögðu heimsendaspámenn. Fun fact: If it's settled, it ain't science. Minnir mig á afglapann sem fór vestur til að komast austur. Sigldi svo fram af brúninni sem settled science hafði varað hann við.    

Baldur Gunnarsson, 20.7.2022 kl. 12:38

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Smá leiðrétting á hluta þessarar athugasemdar:  Íslendingar og Norðmenn sameinuðust um rányrkju á síldinni, sem leiddi til þess að henni var eytt. Afleiðingin varð tímabundinn fólksflótti úr landi vegna efnahagssamdráttar hér heima. 

Ómar Ragnarsson, 20.7.2022 kl. 13:25

5 Smámynd: Baldur Gunnarsson

,,Árið 1963 var síðasta árið sem síld gekk vestur fyrir Langanes, en þá var norska síldin orðin stór hluti heildaraflans. Voru þetta fyrstu merki þeirrar þróunar sem urðu í veiðunum fjórum árum síðar. Hiti sjávar fór lækkandi og var kominn undir meðallag eftir árið 1965. Sama máli gegndi austanlands. Síldin rak sig á kaldan vegg, hörfaði undan, komst aldrei aftur á grunnmið við Ísland á ætisleit sinni en hélt sig á miklu dýpi við Jan Mayen."

- Hafrannsóknir við Ísland, Reykjavík 1988. 

Baldur Gunnarsson, 20.7.2022 kl. 15:41

6 Smámynd: Hörður Þormar

Já ljótt er það!!!

Nú fara hamfarasinnar hamförum. Fjölmiðlar eru uppfullir af fréttum af hitametum á Indlandi, Spáni, Ítalíu og miklu víðar. Á N-Ítalíu eru sagðir mestu hitar og þurrkar í þúsund ár, þar eru ávaxtagarðar sagðir skrælna og áin, Pó, að þorna. Þá séu skógar í Þýskalandi skrælnandi úr þurrki og hita, t.d. garðar Friðriks "mikla" við San Souci. Jafnvel á Bretlandi eru menn sagðir vera í svitabaði. 

Sjálfsagt eru þetta grófar ýkjur eða falsfréttir, enda höfum við ekki orðið vör neinar hitahamfarir á Íslandi þetta árið.

Því er haldið fram að þetta sé allt gróðurhúsaáhrifum koldíoxíðs um að kenna sem  orsakist af brennslu á kolum og olíu. Koldíoxíð er reyndar undirstaða alls lífs, því meira af því, því betra. Til að sannreyna þetta þurfum við ekki annað en að horfa til himins þegar Venus skín í allri sinni dýrð. Þar er víst enginn skortur á þessari lífgefandi lofttgund.

Þessi fréttaflutningur er sjálfsagt að einhverju leyti til þess gerður að reyna að klekkja á Donald Trump sem hyggst bjóða sig fram á ný. Hann hefur viljað auka framleiðslu olíu úr olíubornum jarðlögum, að vísu ekki mjög umhverfisvænt.     En ekki síður bitnar hann á blessuðu arabísku olíufurstunum, sem hafa fórnað sér, áratugum saman, við að útbreiða trú sína og til að sjá okkur fyrir ódýrri olíu. Loksins þegar þeir sjá fram á einhvern hagnað, þá er farið að ráðast svona að "lifibrauði" þeirra.

Sem betur fer eiga þessir aðilar sumstaðar hauka í horni, t.d. á Íslandi. Ekki veitir af á þessum erfiðu tímumyellyellyell.

Hörður Þormar, 20.7.2022 kl. 16:46

7 Smámynd: Baldur Gunnarsson

Ef það eykur grósku Jarðar að 0.04% koldíoxíð í lofthjúpi hennar aukist í 

0.05%, þá hljóta 97% í lofthjúpi Venusar nottla að vera þeim mun lífvænlegri. 

Vísindin efla alla dáð. 

Baldur Gunnarsson, 21.7.2022 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband