Fíkn, vændi og ómöguleiki

Fíkn er hugarástand. Langt leiddur fíkill er skeytingarlaus um annað en fullnægju fíknarinnar. Forsenda fyrir bata er að fíkill viðurkenni ástand sitt. Iðulega gerir hann það ekki fyrr en öll sund eru lokuð.

Sumir vinstrimenn vilja lögleiða fíkniefni en þora ekki að segja það upphátt. Þeir bera fyrir sig fíkla, segja þá eiga bágt og ekki skuli refsa þeim tvöfalt. En sjálfskaði er ekki refsing heldur sjálfskaparvíti. Ef lög banna eitthvað og einhver brýtur þau refsilaust eru lögin tilgangslaus.

Frjálshyggjumenn hlynntir lögleiðingu fíkniefna koma til dyranna eins og þeir eru klæddir (almennt er þetta munurinn á vinstri- og hægrimönnum) og segja fullveðja einstaklinga eiga sjálfa að ákveða hvað þeir innbyrða.

Rök frjálshyggjumanna eru málefnalega og siðferðilega sterkari en vinstrimanna, enda híma þeir ekki í skápnum með afstöðu sína.

Sömu rök frjálshyggjumanna gilda um lögleiðingu vændis. Einstaklingurinn eigi sig sjálfur og megi selja aðgang að skrokknum séu kaupendur fyrir hendi.

Tillaga, eða öllu heldur hugmynd, heilbrigðisráðherra um að fíklar fái refsilaust að höndla með ólögleg fíkniefni skapar hvata tómstundaneytenda, sem enn eru ekki fíklar, að lýsa sig háða eiturlyfjum. Ekki er það hlutverk stjórnvalda að hvetja fólk til sjálfsskaða.

Lögleiðing fíkniefna verður aðeins gerð með rökum frjálshyggjumanna. Önnur rök eru meira og minna siðlaus og óverjandi. Slái lögleiðing fíkniefna í gegn er hindrunum fyrir lögleiðingu vændis rutt úr vegi. Lögleiðing sjálfsskaða með fíkniefnum en róttækari breyting en að leyfa vændi. Óhófleg vímuefnanotkun er meiri misþyrming en að selja og kaupa blíðu.  Annað hvort á einstaklingurinn rétt að ráðstafa skrokk sínum eða ekki. 

Pólitíski ómöguleikinn er sá að fyrr frýs í helvíti en að vinstrimenn og frjálshyggjumenn verði sammála.

Harla gott fyrir okkur íhaldsmennina. Við heiðrum gildi er gæta jafnræðis milli einstaklingsfrelsis og samfélagsheilla.


mbl.is Tillagan sé ekki framkvæmanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband