Sunnudagur, 17. júlí 2022
Þórður Sær gjaldfellir Jóhannes - og sjálfan sig
Jóhannes Stefánsson uppljóstrarinn í Namibíumálinu fær þessa umsögn í Kjarnanum undir ritstjórn Þórðar Snæs Júlíussonar:
Jóhannes hafi svo lýst fjárhagskröggum sem hann væri í vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu og að hann væri að leita leiða til að bæta mannorð sitt.
Hatuikulipi sagði að vegna stöðugrar fíkniefnanotkunar Jóhannesar hafi hann skaðað alvarlega samninga sem gerðir voru milli Samherja og kvótarétthafa í Namibíu. Hann hafi líka ítrekað þurft að borga tryggingu til að losa hann úr fangelsi
Tilvitnanir hér að ofan eru teknar úr tveim fréttum í Kjarnanum, sem birtust í fyrradag, föstudaginn 15. júlí. Fréttirnar byggja á namibískum fjölmiðlum sem greina frá málaferlum þar syðra er hófust með fréttahrinu RSK-miðla (RÚV, Stundin og Kjarninn) í nóvember 2019 - Namibíumálið. Aðeins namibískir aðilar eru ákærðir, enginn Íslendingur eða íslenskur aðili.
Eina heimild RSK-miðla í Namibíumálinu er Jóhannes uppljóstrari, sem hingað til hefur verið í helgra manna tölu, bæði hjá RSK-miðlum og Samfylkingunni og Pírötum. Bragð er að þá barnið finnur.
Í föstudagsfréttum Kjarnans er einnig fjallað um hvernig Jóhannes lék tveim skjöldum, þóttist ýmist vera starfsmaður Samherja eða kominn í bandalag með öðrum, t.d. Ísfélaginu.
Tilfallandi athugasemdir fjölluðu fyrir ári síðan um þessa þætti í fari Jóhannesar, að hann vissi hvorki upp né niður hvað hann var að segja - sjá hér og hér.
Ef Þórður Snær ritstjóri væri aðeins meiri blaðamaður og aðeins minni áróðursmaður hefðu bjöllur átt að hringja í kollinum á honum um leið og hann sá til Jóhannesar. Gaurinn með nafn guðspjallamannsins er einfaldlega ótrúverðug heimild. Blaðmenn eiga að byggja fréttir á trúverðugum heimildum, ekki slúðri fólks sem á andlega bágt. En sumir blaðamenn eru í áróðri þótt þeir þykist skrifa fréttir.
Þórður Snær ásamt þremur öðrum blaðamönnum á RSK-miðlum er með stöðu sakbornings í sakamáli er varðar byrlun og gagnastuld til að réttlæta Namibíumálið. Jóhannes er ekki einn um andleg bágindi.
Athugasemdir
Lætur nú Þórður Snær sem hann hafi séð ljósið?
Ragnhildur Kolka, 17.7.2022 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.