Þjóðverjar undirbúa uppgjöf Úkraínu

Þýskaland stendur frammi fyrir pólitískri martröð. Innviðir samfélagsins, t.d. sjúkrahús og elliheimili, gætu þurft að skerða þjónustu. Samfélag okkar kemst að ítrustu þolmörkum.

Skilaboðin hér að ofan eru frá Robert Habeck efnahagsmálaráðherra Þýskalands.

Orkuskortur er ástæða bölsýni ráðherrans. Þýskaland er bjargarlaust án rússneskrar orku. Á sléttum Garðaríkis er háð stríð. Þjóðverjar, ESB og Nató styðja Úkraínu gegn Rússum.

Rússar eru rétt að byrja stríðið, sagði Pútín forseti á fundi með leiðtogum allra flokka i Dúmunni, rússneska þinginu.

,,Rétt að byrja" þýðir að Rússar hafa ekki notað nema brotabrot af vopnabúrinu. Stærsta vopnið er orka, gas og olía.

Rússar hafa ekki hótað að skrúfa fyrir gasið til Vestur-Evrópu. En hótunin liggur í loftinu. Það er nóg til að Þjóðverjar fái martröð.

Þýskaland er lykilríki ESB og stærsta evrópska Nató-ríkið. Þegar þýskur ráðherrar efnahagsmála boðar samfélagslegar hamfarir vegna orkuskorts munu margir spyrja: til hvers styðjum við Úkraínu?

Orðin sem koma úr munni hins þýska Habeck eru hugsanir ráðamanna í fjölmörgum evrópskum höfuðborgum.

Sannleikurinn er sá að Vestur-Evrópa er hvorki með getu né vilja að stríða á sléttum Garðaríkis. Fagrar yfirlýsingar og vopnasendingar, sem fara minnkandi, eru það eina sem Selenskí forseti Úkraínu fær frá vestrinu.

Selenskí átti, þangað til í fyrradag, hauk í horni þar sem var Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Nú á hann aðeins Biden í Washington, sem þarf hjálp í dag til að muna hvað hann sagði í gær. Í Evrópu ráðast úrslitin.

Orð eru til alls fyrst. Orðræða um martröð sýnir blákalt mat á staðreyndum. Ef Úkraína semur ekki í sumar verður engin Úkraína í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Árni Thorarensen

Mjøg åhugaverdur pistill. Takk.

Ólafur Árni Thorarensen, 9.7.2022 kl. 12:20

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það hvílir á Þjóðverjum að ljúka þessu stríði, en stendur Ólaf Scholz undir þeirri ábyrgð. 

Ragnhildur Kolka, 9.7.2022 kl. 13:01

3 Smámynd: Hörður Þormar

Samkv. þessu hefur Pútín fórnað lífi og limum tugþúsunda hermanna og óbreyttra borgara til þess að "spara vopnabúr sitt"!!!

Hörður Þormar, 9.7.2022 kl. 16:41

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mikið er nú Úkraína heppin að hafa svona mann að eins og þig, Páll Vilhjálmsson, til að segja þeim hvernig þeir eiga að reka sitt eigið land.

Kannski er bara best að senda Selenskí til Hollywood og láta hann leika í gamanmyndum hér eftir og skipa þig sem forseta Úkraínu?

Annars væri fróðlegt að sjá, ef nágranni þinn myndi ráðast inn á heimili þitt, drepa konuna þína og börnin þín, hvort þú myndir bara semja frið við hann og bjóða honum í kaffi hvern einasta dag.

Hvort þú myndir vera jafn mikill friðarsinni þegar það kemur að þínu eigin fólki og þú ert fyrir hönd annarra sem verða fyrir ofbeldi. Myndirðu segja: Ég skil alveg aðgerðir nágrannans, hann upplifði fjölskyldu mína sem öryggisógn við sig?

Theódór Norðkvist, 9.7.2022 kl. 16:55

5 Smámynd: Hörður Þormar

Árið 2003 hélt Otto von Habsburg ræðu þar sem hann varaði við hrottamenninu, Vladimir Putin sem orðinn var forseti Rússlands. Hvatti hann til að slaka ekki á vörnum Evrópu. Því miður var ekkert mark tekið á orðum þessa 91 árs gamla manns:                          Otto von Habsburg warnt vor Putin           

Hörður Þormar, 9.7.2022 kl. 21:55

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Athyglivert, las það á EUObserver að Otto þessi var sonur síðasta keisarans af Habsburg ættinni (eins og nafnið gefur til kynna). Horfði ekki á myndbandið, ekki nógu sterkur í þýskunni til þess.cool

Það var ekki heldur hlustað á viðvaranir Trumps til Þjóðverja um að gera sig ekki of háða rússneskri orku og þær hlegnar út af borðinu í hroka. Olaf Scholz ætti að biðja Trump afsökunar opinberlega, í ljósi þróunarinnar sem orðið hefur frá 24. febrúar sl.

Verst þykir mér þó að sumir bloggarar þegja þunnu hljóði um stríðsglæpi Rússanna og jafnvel kenna fórnarlömbum þeirra og Vesturlöndum um. Ef slökkviliðið er kallað út til að ráða niðurlögum bruna eftir íkveikju, hverjum dettur í hug að kenna slökkviliðinu um að hafa kveikt í húsinu?

Theódór Norðkvist, 9.7.2022 kl. 23:35

7 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ég fæ engan vegið skilið af hverju Úkraína samdi ekki við rússana í upphafi og hefðu alveg losnað við þessi ósköp.

Kristinn Bjarnason, 10.7.2022 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband