Herská Úkraínustefna felldi Johnson

Að Selenskí forseta Úkraínu meðtöldum er Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, brátt fyrrverandi, herskáastur þjóðarleiðtoga í stríði Rússa og Úkraínumanna.

Í mars síðast liðnum þokaðist í átt að samkomulagi milli Úkraínu og Rússlands. Johnson fór skyndiferð til Kænugarðs og sagði Selenskí að sýna hörku, annars missti hann stuðning Bandaríkjanna og Breta. Í beinu framhaldi var friðarviðræðum slitið og djöfulgangurinn á vígvellinum hélt áfram.

Efnahagskreppa í Evrópu er bein afleiðing Úkraínustríðsins. Orkukreppan, vegna viðskiptaþvingana gagnvart Rússum, hefur áhrif á allt hagkerfi vesturlanda. Korninnflutningur frá Úkraínu og Rússlandi er takmarkaður og eykur verðbólgu á matvörumarkaði.

Vesturlönd voru ekki búin undir viðskiptastríð við Rússland. Þau áttu erfitt með að rétta úr kútnum eftir lokanir vegna kófsins. Hugmyndin var að Rússar myndu gefast upp þegar í stað. Ekki gekk það eftir. Óundirbúin vesturlönd eru aðkreppt og horfur slæmar. 

Pólitísk smámál, þuklandi þingmaður og gleðskapur Boris á tíma útgöngubanns vegna kófsins, urðu stór vegna þess að hann sat uppi með stórpólitískt klúður í utanríkis- og efnahagsmálum.

Stríðið á sléttum Garðaríkis er fullkomlega ónauðsynlegt. Fyrir stríð ógnuðu Rússar í engu öryggishagsmunum vesturlanda. Vesturlönd engdu til vopnaviðskipta en það er ekki vestrænt blóð sem flýtur á vígvellinum heldur slavneskt.

Frá árinu 2008, þegar Úkraínu var boðin aðild að Nató, er öryggishagsmunum Rússlands ógnað. Herstöðvar Nató við nær öll vesturlandamæri Rússlands þýða að vestrið er með öll ráð Rússa í hendi sér. Á tímabilinu 2008-2022 var hægt að semja um gagnkvæma öryggishagsmuni en Nató vildi það ekki undir nokkrum kringumstæðum. Boris og aðrir líkt þenkjandi herskáir valdamenn á vesturlöndunum bera meginábyrgðina á stríðshörmungunum þar eystra.

Dramb er falli næst. Það sannast á Boris Johnson.

 


mbl.is Fimm mál sem leiddu til fallsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það hefði verið fullt starf fyrir Boris að takast á við efnahagsmálin sem eftirköst Brexit og covid skiluðu. En hann kaus að gerast stríðsráðgjafi í fullustarfi hjá óviðkomandi þjóð. Þjóð sem ekki situr undir árásum óvinahers hefur engin not fyrir stríðshejur annarra.

Það ríkir efnahagslegt öngþveiti hjá Bretum. Skriða verkfalla er farin af stað og einhver myndi segja að staðan væri alvarleg þegar jafnvel lögfræðingar hóta verkfallsvopninu. Nei það voru ekki smáskandalarnir sem felldu Boris. 

Ragnhildur Kolka, 8.7.2022 kl. 08:33

2 Smámynd: rhansen

Og gætu átt eftir að fella fl ? 

rhansen, 8.7.2022 kl. 12:19

3 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Það fyrsta sem fýkur hjá virkum alkahólistum er dómgreindin...

Guðmundur Böðvarsson, 8.7.2022 kl. 13:16

4 Smámynd: Arnar Loftsson

Boris Johnson og hinir Neocons (Glóbalistarnir) eru allir á lánuðum tíma.

Þetta lið hefur stútað Vestrænum gildum og efnahag.

Margir munu ekki ná að klára tímabil sitt og ekkert þeirra mun ná endurkjöri, þ.e.a.s þau sem voru kosin, Ursula Van Der Liar var ekki kosin t.d.

Öll fórnuðu þau efnahag landa sinna fyrir Glóbalíska rétttrúnaðarstefnu sína og öll fá þau afleiðingar.

Rússar sigruðu efnhagsstríðið og verður efnahagsstórveldi í félagsskap BRICS

Arnar Loftsson, 8.7.2022 kl. 13:43

5 Smámynd: Ólafur Árni Thorarensen

Góður pistill. Takk! 

Ólafur Árni Thorarensen, 8.7.2022 kl. 14:18

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tími samninga í þessari hryðjuverkaárás Rússanna, er löngu liðinn og það hafði nákvæmlega ekkert með Boris Johnson að gera. Rússneski herinn er búinn að myrða tugþúsundir óbreyttra borgara og nauðga sumum þeirra, áður en þeir drápu þá, kannski eftir á í sumum tilvikum.

Þetta pakk á ósköp einfaldlega að koma fyrir stríðsglæpadómstól og eignir Rússlands og landsframleiðsla eiga að vera gerð upptæk og notuð til að bæta fyrir það tjón sem þeir hafa valdið.

Feginn væri ég ef íslenskir stuðningsmenn þessa glæpahyskis kæmu fyrir sama stríðsglæpadómstól, einnig þeir sem hafa þagað þunnu hljóði um viðbjóðinn og kennt þeim sem eru að verjast þessum hryðjuverkum um allt saman.

Theódór Norðkvist, 8.7.2022 kl. 17:30

7 Smámynd: Hörður Þormar

Ef Rússar halda þeim borgum sem þeir hertaka, þá munu þær um langa framtíð verða rústir einar.

Hörður Þormar, 8.7.2022 kl. 20:18

8 Smámynd: Grímur Kjartansson

Raunverulega ástæðan fyrir óánægju almennings?

Britain's inflation rate hit 9.1% in May, a new 40-year high and up slightly on the previous month, The Office for National Statistics said Wednesday that consumer price inflation rose slightly from 9% in April, itself the highest level since 1982

Almenningur finnur fyrir þessu við innkaup á nauðsynjavörum

Grímur Kjartansson, 8.7.2022 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband