Selenskí og gelt í Reykjavík

Selenskí forseti Úkraínu er bólverk frjálslyndra vestursins, segir kenningin. Úkraínski fáninn er tákn frelsis og umburðarlyndis, segir kenningin. Rússneski fjölmiðillinn RT segir að 25 þúsund úkraínskar undirskriftir hafi borist Selenskí forseta um að leyfa hjónaband samkynhneigðra og honum beri, lögum samkvæmt, að taka afstöðu.

Hjónabönd samkynhneigðra eru sem sagt bönnuð í Úkraínu. Samkvæmt könnunum, sem RT vísar í, er algjör minnihluti úkraínsku þjóðarinnar, á bilinu 9-14%, hlynntur opinberri viðurkenningu á samkynhneigð. Almennt er Austur-Evrópa íhaldssöm í kynferðismálum. ESB-ríki þar um slóðir, Pólland og Ungverjaland, hafna vestrænni fjölmenningu, nánast a til ö.

Á vesturlöndum varð umskipting í málefnum samkynhneigðra á skömmum tíma (mælt á kvarða þjóðfélagslegra gilda sem eru með innbyggða seiglu). Þeir sem áður földu sig í skápnum geta um frjálst höfuð strokið og eiga hvorki á hættu að missa tiltrú eða virðingu samfélagsins vegna kynhneigðar. Almennt talað. Vísast verða einhverjir enn fyrir fordómum og aðkasti. En það er himinn og haf á milli réttindastöðu samkynhneigðra í dag og fyrir 50 árum.

Samkynhneigðir eru, og hljóta alltaf að vera, eðli málsins samkvæmt, minnihlutahópur. Við sem samfélag ættum, og reynum, að tryggja réttindi, bæði formleg og óformleg, samkynhneigðra.

Hvað sem líður viðurkenningu samfélagsins munu alltaf einhverjir taka annan pól í hæðina og láta þá sem skera sig úr finna fyrir sér með háðsglósum og aðkasti. Mannlífið er þannig; misjafn sauður er í mörgu fé.

Í viðtengdri frétt er sagt frá tveim mönnum sem urðu fyrir aðkasti vegna samkynhneigðar. Þar segir: ,,hóp­ur karla á þrítugs­aldri gelti á þá." Þrem línum neðar í fréttinni segir að gerendurnir hafi verið ,,þrír karl­menn á þrítugs­aldri á raf­hlaupa­hjóli."

Þrír karlmenn eru ekki hópur. Þrír eru ekki einu sinni örfáir - heldur þrír. Hver er tilgangurinn með að láta líta svo út að samkynhneigðir séu ofsóttir hér á landi? 

Fréttin gengur út á að sýna íslenskt samfélag sem hómófóbískt. En það er ekki tilfellið. Í Úkraínu er hægt að tala um íhaldssamt samfélag sem veitir samkynhneigðum takmörkuð mannréttindi. Þó er Úkraínu stillt upp sem fyrirmyndarríki vestræns umburðalyndis, ekki síst af frjálslyndum og vinstrimönnum. Á Íslandi hafa samkynhneigðir full mannréttindi, en gefið er til kynna að þeir sæti ofsóknum. (Nóta bene: blóðgjöf telst ekki til mannréttinda.)

Vinsamleg túlkun á öfgum umræðunnar, þar sem hvítt er gert svart og svart hvítt, er að með því að bera sig illa sé hægt að sækja fastar fram, ná meiri ávinningi. En hvað á að gera þegar fullum árangri er náð?

Raunsæ túlkun er að umræðan sýni að menn hafa glatað skilningi á hugtakinu frelsi.   

Við höfum frelsi til að vera það sem við viljum. En við höfum EKKI frelsi til að gera aðra eins og við erum. Fögnum frelsinu, hættum ýkjum um illsku annarra. Metum samfélag okkar að verðleikum. 


mbl.is Gelt á þá fyrir að vera samkynhneigðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Spangólandi hjólatíkur á lóðaríi, mígandi utan í náungann hefur nákvæmlega ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með freksi!  Þeim sem dettur það í hug hafa ekki snefil af skilningi á því hvað frelsi er!  Þó að "blaðamenn" búi til hópa úr einum, er það ekki vandamálið, heldur að ómenni í hundsgerfi fái að vera stikkfrí vegna "frelsis" og fólk, sem hælir þessum viðbjóði eins og þú ert að gera í nafni einhvers "frelsis"  Alveg magnað hvað fólk getur lagst lágt.  

Arnór Baldvinsson, 10.7.2022 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband