Sunnudagur, 12. júní 2022
Biden: Selenskí tapaði Úkraínustríðinu
Vesturlönd vita að Úkraína tapar stríðinu við Rússa. Biden Bandaríkjaforseti leggur grunn að frásögninni að tapið sé Selenskí forseta Úkraínu að kenna.
Selenskí er í raun leiksoppur tveggja aðila, vesturlanda annars vegar og hins vegar úkraínskra olígarka. Hann lék forseta í sápuóperu. Þótt leika af innlifun og var gerður að forseta.
Eftir innrás Rússa 24. febrúar varð Selenskí alþjóðleg stórstjarna. Hann var á beinu streymi á ráðstefnum og þjóðþingum um víða veröld, einnig á alþingi Íslendinga. Þetta var á fyrstu vikum stríðsins þegar Úkraína átti að sigra Rússa með vestrænum vopnum. Selenskí var Davíð sem sigraði pútínískan Golíat.
Stöðugar fréttir vestrænna fjölmiðla um stórsigra Úkraínuhers á innrásarliðinu, ásamt breiðsíðum um fjöldamorð Pútínhersins á saklausum borgurum sannfærðu marga um að réttlátur Davíð hefði betur gegn ranglátum Pútín.
Leiktjöldin voru trúverðug en á bakvið þau var Úkraínuher á undanhaldi. Rússar sóttu fram og lögðu undir sig lönd. Vesturlönd áttuðu sig á ekki síðar en í apríl að Úkraína myndi tapa stríðinu. Það þurfti að hanna frásögn til að útskýra fyrir alþjóð niðurlæginguna. Finna blóraböggul.
Drög að nýju handriti eru að Selenskí sé ekki Davíð gegn Golíat heldur breysk hetja, er glímir við veruleikafirringu. Á næstum dögum fáum við fréttir um að Selenskí beri ábyrgð á slæmri herstjórn og gífurlegu mannfalli.
Samhliða nýrri frásögn lætur vestrið eins og það vilji bjarga Úkraínu. Úrsúla von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar heimsótti Kænugarð. Úkraínuforseti sagði að á sléttum Garðaríkis réðist framtíð hins vestræna heims. Úrsúla klappaði forsetanum á bakið og sagði Úkraínu bráðum í ESB. En Úkraína fer aldrei inn í ESB án þess að hafa viðurkennd landamæri. Stórir hlutar landsins eru undir hernámi Rússa.
Fréttir herma að forseti Frakklands, forsætisráðherra Ítalíu og kanslari Þýskalands heimsæki Kænugarð innan skamms. Stórfrétt, ef satt reynist. Mögulega ætlar þríeykið að bjóða Selenskí afarkosti. Að hann semji strax við Rússa, gefi frá sér það land sem þarf til að kaupa frið. Eða að vestrið yfirgefi Úkraínu og kenni Selenskí um að tapa stríðinu.
Vesturlönd hafa ekki lengur efni á stríðinu í Garðaríki. Efnahagskerfi þeirra eru í uppnámi, hrávöruskortur vegna viðskiptaþvingana gerir illt verra.
Segir Selenskí hafa hundsað viðvaranir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er töluverð hughreysting að einhverjir (örfáir) átti sig á vitfirringunni, sem reyndar minnir í sívaxandi mæli á 1984 Orwells.
Einfaldlega ömurlegt og sorglegt.
Jónatan Karlsson, 12.6.2022 kl. 09:56
Vel mælt Jónatan um leið er okkur fyrirmunað að láta sem ekkert sé.
Helga Kristjánsdóttir, 12.6.2022 kl. 12:16
Biden hratt hér af stað "Þeim-að-kenna-leikunum" sem vestrænir stjórnmálamenn hafa beðið eftir í nokkurn tíma.
Allir vilja losna undan ábyrgðinni sem leikarinn í Kiev hefur lagt á herðar þeim.
Skyldu íslensk stjórnvöld nú ganga eftir hvað varð um milljarðinn sem þau sendu til Zelensky?
Ragnhildur Kolka, 12.6.2022 kl. 12:47
Veit ekki hvort ég sé að leika devils advocate, en jafnvel þó Selenskí hefði trúað Biden, hefði nokkuð verið hægt að gera? Hef líka séð einhverja halda því fram að Selenskí hafi kannski trúað Biden, en vildi ekki gera það opinbert að Rússar væru að fara að ráðast inn í landið, því það myndi veikja stöðu Úkraínu efnahagslega, t.d. gagnvart lánardrottnum - ríkið er stórskuldugt.
Ég get a.m.k. ekki séð að það hafi verið hægt fyrir Úkraínu að ráðast á rússneska herinn meðan hann er enn utan landamæranna. Síðan hafa Rússar, alveg frá 2014 eða svo, auðveldlega getað haft eins mikinn her og þeir vilja innan Donbas-héraðanna, þar sem þeir hafa lengi ráðið ríkjum og verið með hermenn lengi, þó þeir hafi dulbúið þá sem innlenda rússneskumælandi uppreisnarsinna.
Hvað sem þessum vangaveltum líður, þá þýðir ekki að velta sér upp úr ef og ef og hefði, ef einhver hefði gert þetta eða hitt. Það sem skiptir máli, er að vinna úr stöðunni eins og hún er, miðað við þær ákvarðanir sem voru teknar, ekki þær sem hefði átt að taka. Hef þó á tilfinningunni að Biden sé að reyna að bakka út úr stuðningi við Úkraínu. Kannski óttast hann nýtt Víetnam eða Afganistan.
Theódór Norðkvist, 12.6.2022 kl. 18:30
Samkvæmt þessari frétt New York Post frá 27. janúar sl. er það ekki rétt að Biden hafi sagt að Rússar myndu ráðast inn í Úkraínu. Hann sagði að það væri fjarlægur möguleiki, sem er engan veginn sami hluturinn. Selenskí sagði sjálfur ef ég man rétt, að Úkraínumenn hafi búið við ógnina af rússneskri innrás í mörg ár, þannig að hvernig hefði hann átt að bregðast öðruvísi við? Þessi ríki hafa nú einu sinni landamæri hvort að öðru.
https://nypost.com/2022/01/27/biden-zelensky-have-never-ending-conversation-about-russian-invasion/
Theódór Norðkvist, 12.6.2022 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.