Nató-foringjar í Úkraínu?

Nokkrir herforingjar frá Nató-ríkjum eru líklega í úkraínskri Azov-hersveit sem umkringd er í stálveri í Mariupol í Úkraínu. Tvær úkraínskar þyrlur voru skotnar niður í gær í tilraun til að bjarga foringjum Azov-hersveitanna í stálverinu. Áður höfðu þrjár þyrlur verið skotnar niður í sömu erindagjörðum. 

Gríski blaðamaðurinn Alex Christoforou telur sig hafa heimildir fyrir Nató-foringjum í stálverinu. Ef rétt reynist er þetta stórfrétt. Formlega á Nató ekki aðild að Úkraínustríðinu. Foringjar úr herjum Nató ættu ekki að vera í Úkraínu ef allt er með felldu. Það sem verra er: Azov-hersveitirnar eru sterklega bendlaðar við nasisma.

Nató-foringjar í slagtogi með Azov-sveitum yrði áfall fyrir þá vestrænu frásögn meginfjölmiðla að stuðningur Nató sé aðeins í formi vopna og birgða.

Ólafur Ragnar Grímsson fráfarandi forseti hefur túlkað aðra frásögn en þá vestrænu um atburðina þar eystra. John Mearsheimer, stjórnmálafræðiprófessor líkt og Ólafur Ragnar var fyrrum, útskýrir aðdraganda stríðsins svona: Bandaríkin og vesturlönd bera ábyrgð á Úkraínudeilunni með því að gera Úkraínu að Nató-ríki. Mersheimer er virtur í sinni grein en er ásakaður vera ,,Pútínisti" og ætti að banna segir rétttrúnaðurinn.

Vera Nató-foringjanna í Maríupol, ef rétt reynist, gefur til kynna að Úkraína hafi verið með aukaaðild að Nató sem haldið var leynilegri. Scott Ritter, bandarískur fyrrum hermaður sem þekkir vel til Austur-Evrópu og Rússlands, segir (23:00) að 30 herdeildir Úkraínuhers hafi verið samhæfðar herjum Nató. Leiktjöldin um að Úkraína sé ekki framlenging Nató eru ótrúverðug. 

Rússar vita sennilega hverjir þeir eru erlendu foringjarnir sem umkringdir eru í Maríupól ásamt Azov-sveitunum. Líklega vilja þeir fremur ná þeim lifandi en dauðum.

 

 


mbl.is „Raddir frá hinni hliðinni“ vekja hörð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eflaust gefur þessi pistill heilbrigdisnefndinni tilefni til að funda um geðheilbrigði þitt Páll. Enda ekki ætlast til að "upplýst" fólk kynni sér aðra hlið á þessu Ukrainumáli. Línan hefur verið løgð og Zelensky hleypt lausum á heimsbyggðina, þar sem hann prédikar yfir hausamótum þingja og þjóðhøfðingja: fleiri refsiaðgerðir á Rússa, en umfram allt fleiri vopn svo drepa megi enn fleiri almenna ukrainska borgara. Allt í nafni frelsis og "lýðræðis." 

Við heyrum sibylju um grimmd Rússa en hvað er hún miðað við þá grimmd sem NATO og BNA beita þessa fátæku þjóð í valdabrølti sínu. 

Ragnhildur Kolka, 7.4.2022 kl. 08:27

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hver er þessi vinur þinn "Gríski blaðamaðurinn Alex Christoforou"? Á hvaða fjölmiðli vinnur hann?

Hverjar eru þessa meintu heimildir hans? (Þú afsakar, ég hef ekki tíma til að hlusta á +30 minútna blaðrið hans á Youtube.)

Er það þetta sem þú kennir nemendum þínum í Fjölbraut - krakkar, farið þið á Youtube og finnið fólk sem heldur 30 mínútna einræður! Þannig vitið þið hvað er að gerast í heiminum...

Skeggi Skaftason, 7.4.2022 kl. 14:22

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Alveg merkileg þessi árátta að kenna fórnarlambi hryðjuverka um hryðjuverkið sem fórnarlambið varð fyrir, eða kenna þriðja aðila um. Pútín ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Pútín er ástæðan fyrir innrás Pútíns, sem er ekki bara innrás heldur stærsta hryðjuverkaárás síðari tíma.

Ef konu er nauðgað, er það konunni að kenna að hún var í of stuttu pilsi? Eða er það þjóðfélaginu að kenna, með allt of mikilli kynlífsdýrkun í fjölmiðlum? Er nauðgunin öllum öðrum að kenna en sjálfum nauðgaranum?

Theódór Norðkvist, 7.4.2022 kl. 14:46

4 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Pútín var nauðgað og var það honum að kenna?

Kristinn Bjarnason, 7.4.2022 kl. 16:46

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

NATO átti tvø afmæli í síðasta manudi: 19 ára afmæli innrásar í Írak og 11 ára afmæli innrásar í Libyju. Seinni innrásin með fullu samþykki íslenska utanríkisráðherrans. Allar gøtur síðan hafa blóðug stríð einkennt þessi lønd og ønnur a svæðinu - kennd við Arabíska vorið. Vita menn hvað mørg mannslíf skrifast á þessi árásarstrið? 

Ragnhildur Kolka, 7.4.2022 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband