Aðalsteinn varpar allri sök á Þóru

Lögreglan er með upplýsingar um að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður hafi verið í samskiptum við aðra blaðamenn um innihald síma Páls skipstjóra Steingrímssonar sem stolið var að undirlagi RÚV.

Símastuldurinn var skipulagður þannig að Páli var byrlað til að hann yrði óvígur í þann tíma sem tæki að stela símanum, afrita og skila tilbaka. Skipstjórinn átti aldrei að komast að því að síma hans hefði verið stolið og hann afritaður. Fjórum dögum fyrir byrlun og símastuld var Aðalsteinn fluttur af RÚV yfir á Stundina. Kaldrifjað.

Þóra Arnórsdóttir á RÚV, sem einnig er sakborningur, vélaði með símann á Efstaleiti. Þegar Aðalsteinn segist aðeins hafa ,,séð þau gögn úr sím­an­um sem hann skrifaði um" varpar hann allri sök á Þóru. 

Samkvæmt Aðalsteini er það Þóra sem er höfundur tölvupósta þar sem ítarlega er greint frá innihaldi síma skipstjórans. Hafi Þóra átt sér einhverja málsvörn snarversnar hún með vitnisburði Aðalsteins.

Dómari úrskurðar að ólögmætt sé af lögreglu að boða Aðalstein til skýrslutöku sem sakborning. Úrskurðinum verður áfrýjað til landsréttar. Eiginkona Loga Einarssonar formanns Samfylkingar verður þar fjarri góðu gamni. Eins og þeir vita sem fylgjast með þjóðmálaumræðu á Fróni er Samfylkingin helsta aðildarfélag RÚV-flokksins.

Haldi lögskýring Arnbjargar Sigurðardóttur gerist það í réttfarsmálum þjóðarinnar að blaðamenn fá friðhelgi til að bera einkalíf fólks á götur og torg. Eina sem þarf til er að kalla sig blaðamann, sem ekki er lögverndað starfsheiti og krefst engrar menntunar, og þá er heimilt að ræna af fólki einkalífi og persónuvernd. Örvænting RÚV-flokksins er slík að fórna verður almennum mannréttindum til að skera úr snörunni blaðamenn sem byrla og stela. 


mbl.is Óheimilt að veita blaðamanni réttarstöðu grunaðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Það er einkenni siðblindra að hafa enga samkennd með öðrum og iðrast aldrei.  Það er sennilega heldur ekki undarlegt að þeir sækja í lögfræði og fjölmiðla  https://en.wikipedia.org/wiki/Psychopathy_in_the_workplace#Careers_with_highest_proportion_of_psychopaths

Kristinn Sigurjónsson, 1.3.2022 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband