Laugardagur, 19. febrúar 2022
Doddi blaðamaður beittur kynferðisofbeldi?
Þórður Snær Júlíusson, meintur ritstjóri Kjarnans, er einn grunaðra í lögreglurannsókn á eitrun Páls skipstjóra Steingrímssonar og gagnastuldi. Þegar tilfallandi athugasemdir hófu umfjöllun um málið sl. haust skrifaði Þórður Snær, yfirleitt kallaður Doddi, grein í Kjarnann undir fyrirsögninni Glæpur i höfði Páls Vilhjálmssonar. Þar segir m.a.
Enginn frá þeim fjölmiðlum [þ.e. Kjarnanum og Stundinni]sem komu að umræddri umfjöllun hafa verið kallaðir til yfirheyrslu vegna þeirrar kæru [Páls skipstjóra], líkt og Páll [Vilhjálmsson] heldur fram. Enginn fréttamaður eða yfirmaður hjá RÚV sem tók engan þátt í umfjölluninni hefur heldur verið yfirheyrður samkvæmt upplýsingum Kjarnans.
Þetta skrifaði sem sagt Doddi blaðamaður 11. nóvember sl. Í dag liggur fyrir að Doddi sjálfur sætir stöðu sakbornings í lögreglurannsókninni. Annar blaðamaður á Kjarnanum er með sömu stöðu, líka Aðalsteinn á Stundinni og sömuleiðis Þóra á RÚV.
Allt sem Doddi sagði rangt í nóvember eru staðfest sannindi í febrúar. Veruleikinn á það til að taka menn svo rækilega í þurra görnina að þeir bíða þess ekki bætur. Doddi hlýtur að ganga með vaselínkrukku á sér það sem eftir lifir ævinnar.
Veruleikinn hefur riðið Dodda á slig. Æmtir hann þó enn. Í Kjarnanum í gær hræði hann saman nokkrum samsæriskenningum, væntanlega með leyfi Þóru, um að vera fórnarlamb ,,stafræns kynferðisofbeldis".
Doddi er kominn í slík öngstræti að hann ákallar femínista sér til bjargar. Þær femínísku eru aumingjagóðar og reka sérstakar öfgasveitir í þágu þolenda. En þær gagnast Dodda lítið þegar veruleikinn þröngvar sér inn. Doddi stundar sjálfslimlestingar en kennir öðrum um þegar hann er hart leikinn. Sjálfskaparvítin eru verst.
Athugasemdir
Hvernig virkar þetta Páll?
Borgar Samherji þér mánaðarlega eða fyrir hvern bloggpistil fyrir sig?
Örugglega fleiri en ég forvitnir um hvernig þetta fer fram milli ykkar.
Ívar Ottósson, 19.2.2022 kl. 10:46
Orðfærið líkar mér ekki allskostar eða myndmálið. En viðfangsefnið er svo nátengt alvarlegustu tegund glæpa, eða morðs á Páli skipstjórat, að einungis munar hársbreidd ef menn hugsa það, að þetta er alvörumál.Hvert er samband Páls skipstjóra og Þórðar Snæs ef þeir mættust í myrkri? Mér finnst vera fjallað um þetta allt á of glannafenginn hátt.
Halldór Jónsson, 19.2.2022 kl. 14:01
Tek undir það að orðaval í bloggi Páls bloggara er óvarlegt og fullgróft. Þó svo að þetta fólk sé kallað til skýrslutöku og hafi fengið stöðu sakbornings, því sjálfu til hjálpar, er ekki ástæða til þess að fjalla á þennan hátt um þau. Svo má ekki gleyma því að þau öll eru saklaus þangað til annað sannast eða dæmist.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, 19.2.2022 kl. 14:15
Hræddir? Ha! Teprur orðaval; þannig skrifa háttvirtir blaðamenn oft hver á sínum vettfangi sem líkjast engum fögrum eftirmælum,eða Halldór það hefur fokið í alla einhvern tíma og við t.d.vöndum andstæðingum okkar ekki kveðjurnar.Á góðum degi er þó bara einn sem skrifar af svo mikilli snilld að maður verður áhangandi(fan).
Hræddir?
Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2022 kl. 17:45
Höfundur góður, gott að muna að læsa tölvunni sinni, annars komaast e-r vitgrannir í vélina hjá einum og skrifa svona rant eins og sjá má núna.....
Mitt ráð, passa vélina, alnetið gleymir engu.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.2.2022 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.