Misheppnað makaval og freistnivandi þolanda

Trúum þolendum er viðkvæðið í ofbeldisbrotum í nánum samböndum þar sem sjaldnast eru fleiri en tveir til frásagnar. Í viðtengdri frétt segir af meintum þolanda sem laug fölskum sökum á fyrrum ástmann. Sem sagt: trúum lyginni.

Þegar fólk efnir til náinna sambanda tekur það áhættu. Í húfi er lífshamingjan og hún er ekki allra að höndla. Ofbeldi og lygar eru algengari í ástarsamböndum en meðal vina og kunningja. Í parsambandi er meira undir en í öðru félagslegu samneyti. Einkalíf tveggja er samtvinnað. Þegar í sundur raknar fylgir sársauki, oft lygar og stundum ofbeldi. Engin leið er að sjá fyrir hvort samband lukkast. Sum ævintýri eru til farsældar en önnur enda út í mýri. 

Fólk hefur val. Fæstir eru knúnir í ástarsamband nema af eigin hvatalífi.  Makavali fylgir áhætta. Einstaklingur sem velur rangt ber ábyrgð á þeim kosti sem tekinn var, að efna til náins sambands sem steytti á skeri. Viðkomandi gerði mistök, valdi rangt. Ríkistryggðir makar, staðlaðir og gæðavottaðir, eru ekki til nema í skáldsögum.

Þolendaumræðan tekur ekki mið á mannlífinu eins og það er. Tilgangurinn er að slá pólitískar keilur. Látið er eins og ríkisvaldið beri ábyrgð á vali frjálsra einstaklinga. Rökrétt afleiðing umræðunnar er að taka makaval úr höndum einstaklinganna. Þeir séu of illa gerðir til að rata í parsamband sér að skaðlausu. 

Ríkistryggðir makar eru kannski framtíðin. Opin spurning er hvað verður um þá sem sleppa í gegnum eftirlitið en reynast engu að síður gallaðir. Hver hefur þörf fyrir ónýtan maka?


mbl.is Dæmd í fangelsi fyrir rangar sakargiftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Danir hafa þurft að kyngja barnabrúðum og að  stúlkur séu sendar til "heimalandsins" til að giftast gegn vilja sínum. Hvað viðgengst hér þarf ekki að vera svo frábrugðið. Nýlegt dæmi um "samkynhneigðan" mann sem misþyrmir konu og børnum sýnir að eftirlit með umsækjendum um hæli hér er frekar slappt. Jú hann fékk dóm, en hvað vitum við um svo um hina. 

Þegar við erum orðin sátt við að barnungar stúlkur giftist sér mun eldri mønnum og brúðgumar séu sóttir á framandi slóðir þarf skrefið í ríkisrekna hjonabandskrifstofur ekki að vera svo stórt. 

Ragnhildur Kolka, 22.1.2022 kl. 19:02

2 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Höfundur gerir lítið úr þolendum, nú sem fyrr. Fátt sem breytist hér á þessu afturhaldsbloggi.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 22.1.2022 kl. 21:55

3 Smámynd: Hörður Þormar

"Oft gefast illa girndarráðin". Áður fyrr völdu foreldrar maka fyrir börn sín og er það enn gert í sumum þjóðfélögum, það gefst víst líka misjafnlega.

Kannski væri bara skynsamlegast að láta tölvurnar velja makannkiss.

Hörður Þormar, 23.1.2022 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband