Innrás Nató og Rússa í Úkraínu

Forseti Úkraínu segir í skilaboðum til Bandaríkjaforseta ekkert sé til sem heitir óveruleg innrás. En það er rangt. Fyrir átta árum var barist í austurhluta Úkraínu, Donbass.

Austurhlutinn er að mestu byggður Rússum sem tóku fagnandi ,,sjálfboðaliðum" er börðust við stjórnarhermenn studda af Nató og Evrópusambandinu. Í framhaldi var gert samkomulag, kennt við Minsk, um að hluta landið í sjálfsstjórnarhéruð. Stjórnin í Kiev braut samkomulagið. Úkraína í heild er betri verslunarvara en í bútum.

Evrópusambandið og Nató vilja Úkraínu til sín en Rússum er það þvert um geð. Skiljanlega þar sem Nató er stefnt gegn Rússlandi. Ef svo væri ekki yrði Rússum boðin aðild að félagsskapnum.

Nató er kaldastríðsgóss, hernaðarsamtök án tilgangs eftir að Sovétríkin gufuðu upp fyrir 30 árum. Til að halda lífi í samtökunum er herjað hér og þar s.s. Írak, Afganistan og kynt undir ófriði í Úkraínu.

Það má hafa samúð með Úkraínumönnum. Landsstjórnin er í lamasessi. Ýmist sitja við kjötkatlana Rússavinir eða Natódindlar. Vesturlönd draga upp þá mynd af Úkraínu að þar sé hnípin þjóð í vanda er óskar sér einskins annars en lifa í friði. Myndin kemur illa heim og saman við áráttu valdhafa að fénýta sér landfræðilega legu ríkisins. 

Ýmsar pælingar eru uppi um framhaldið. Fyrirfram er vitað að Nató og Bandaríkin verja ekki landamæri Úkraínu með hervaldi. Rússar taka þann hluta landsins sem þeir telja sig þurfa vegna öryggishagsmuna. Eða það verður samið um að Úkraína verði ekki Nató-ríki, hvort heldur í bráð eða lengd.

Vonandi nást samningar. 


mbl.is Innrás Rússa vofir yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Vilja kanr herstöð púkinn í Venesúela eða Kúbu?

Halldór Jónsson, 21.1.2022 kl. 08:33

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Allt kastljós heimsins ætti að beinast stöðugt að

FRAMKV.STJÓRA SAMEINUÐUÞJÓÐANA OG ÖRYGGISRÁÐINU allan daginn.

Jón Þórhallsson, 21.1.2022 kl. 10:06

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju ekki að sýna púkinn smá tillitssemi sbr Monroe kenningu UsA

Halldór Jónsson, 21.1.2022 kl. 11:22

4 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Það er úr vöndu að ráða að byrja að leiðrétta rangfærslurnar. Að sjálfur Halldór Jónsson skuli svo halla sér að litla Stalín kann ég ekki að skýra. Það er illt í efni að nokkur skuli styðja yfirgang Rússa gagnvart Úkraínu. Sögufalsanir um að Krím sé í rauninni rússneskt land eru ósannar. Staðreyndin er að ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld að Rússar urðu þar fjölmennasta þjóðarbrotið og kom ekki til af góðu; þjóðernishreinsunum Stalíns. Valdatími Rússa á Krím nam aðeins rúmri einni og hálfri öld. Og Rússar voru líka minni hluti íbúa Austur- Úkraínu. Þar til Stalín lét svelta milljónir til bana fyrir minna en einni öld. Raunar töluðu er nær að tala um suðvesturhluta Rússlands sem úkraínskt land. Staðhæfingar Páls eru ekki sannar, en spretta, að ég tel, ekki af vanþekkingu. Hana er hægt að afsaka; ekki vísvitandi blekkingar.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 21.1.2022 kl. 21:08

5 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Varðandi "ýmsar pælingar": "The Quincy Institute for Responsible Statecraft is a U.S. think tank founded in 2019 and located in Washington, D.C., named after former U.S. president John Quincy Adams. It has been described as "realist" and advocating for "restraint" in U.S. foreign policy. Initial funding for the group, launched in November 2019,[1] includes half a million dollars each from the Open Society Foundation (George Soros) ..."

Einar Sveinn Hálfdánarson, 21.1.2022 kl. 21:36

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Taki ég þátt í þessu af því ég hef ekkert annað  fyrir stafni.Rifja ég upp hvað ég las hér og minnir sjálf það vera svona.Ef Stalin ríkti í Sovét(Rússlandi) á undan Krustsjov sem varð aðalritari eftir hann,tilhheyrði Krimskagi Sovét(Rússlandi)þegar Krúsi gaf Úkraínu skagann punktur.Það finnst Rússum ekki mark takandi á skiljanlega. Hvað er Nato annað en varnarbandalag vesturveldanna,eftir seinna stríð,stofnað af ótta við Sovétrikin. Ætti tiltrú almennra borgara að festast við það apparat á sama tíma og ógnin stendur frá þeim sem því stjórna. Er ekki viðkvæði almennings sem er ekki hægt að rengja;"sttjórnvöld hér snúa öllu á hvolf".  

Helga Kristjánsdóttir, 22.1.2022 kl. 00:51

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er jafn ánægjulegt að lesa raunsætt mat Páls á stöðu mála í Úkraínu og það er kátbroslegt að lesa mótbárur Einars í athugasemdum, sem ég nenni ekki að fjölyrða um, því eins og í öllum hersetnum löndum - eða því sem næst, þá á hermangið sínar málpípur.

Halldór rétt minnir á Venesúela og Kúbu sem mögulegt mótvægi, og Helga kemur með örlitla sagnfræði viðbót, sem í þessu samhengi rifjar upp málsháttinn að kasta perlum fyrir svín.

Jónatan Karlsson, 22.1.2022 kl. 10:23

8 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Höfundur færslunnar stillir að sjálfgsögðu upp ESB í þessari færslu sem "vonda gæjanum" ásamt NATO, enda hatar viðkomandi ESB. Hann býr einnig til "hliðreyndir", en að sjálfsögðu hefur hvorki NATO né ESB gert innrás í Úkraínu. Það gerði hinsvegar Pútin á Krímskaga 2014, þegar hann innlimaði Krím í Rússland og braut þar með alþjóðalög. Sama gerði t.d. Adolf Hitler árið 1938 og George Bush árið 2003 í Írak.

Pútin bakkar svo upp aðskilnaðarsinna sem klofið hafa austurhluta landins (Donbass). Úkraína er sjálfstætt og fullvalda ríki (PV elskar fullveldi!) og það er ríkisstjórn í landinu sem tekur eigin ákvarðanir. Vilji landið halla sér að NATO og ESB hefur það frelsi til þess. Pútín ræður því ekki. Hann á hinsvegar mjög erfitt með að sætta sig við þá staðreynd að Sövétríkin féllu fyrir um 30 árum síðar og einnig þá staðreynd að Rússland er ekki lengur stórveldi. Efnahagur þess er álíka stór og efnahagur S-Kóreu, en Rússar eru um 3xfleiri = um 150 milljónir.

Höfundur færslunnar er greinilega á bandi Pútins, einræðisherra sem er búinn að safna að sér öllum völdum í Rússlandi og mylja sundur nánast allt sem getur kallast lýðræði, mannréttindi og borgaralegt samfélag. Pútin er „despot“ og logandi hræddur um stöðu sína, hann veit að einn daginn mun hann hverfa af sviðinu og gerir því allt til að bæla niður alla andstöðu gegn sér.

Kröfur Rússa eru óraunhæfar, þeir ráða ekki yfir Úkraínu og munu vonandi aldrei gera aftur. Úkraínumenn eiga rétt á sjálfstæði og að stjórna því hvar þeir vilja taka sér stöðu. Og hver braut eða ekki braut Minsk-samkomulagið er atriði sem er í raun ekki hægt að fullyrða neitt um, báðir aðilar hafa brotið það. En höfundur TA skellir auðvitað skuldinni á Vestrið. Kemur ekki á óvart.

Það má hafa samúð Rússum, þeir sitja uppi með gerspilltan einræðisherra, sem notar öll brögð til að kremja undir sig rússneskt samfélag og brjóta mannréttindi á íbúum landsins.  

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 22.1.2022 kl. 15:36

9 Smámynd: Borgþór Jónsson

Gunnar Hólmsteinn ,Væntanlega á greinarhöfundur við þegar NATÓ ríkin stóðu fyrir valdaráni í Úkrainuu 2014.
Krímskagi er Rússland og verður það áfram.
Ég held að Íslendingar ættu að samgleðjast Krímvrejum með að hafa loksins fengið að sameinast Rússlandi eftir áratuga baráttu frekar en að vera illskast út í þá.
.
Tæknilega séð þá hefur Úkraina rétt til að velja sér félagsskap,en allir vita samt að ekkert stórveldi mundi líða að óvinveitt ríki eða ríkjasamsteypa mundi koma upp leppríki á landamærum þess.
Það er einfaldlega ekki í boði.
Þetta vissu Evrópuríki NATO strax 2008 þegar þetta ferli fór í gang og stóru ríkin í Evrópu voru afar mótfallin þessu strax í upphafi ,en Bandaríkjamenn knúðu það í gegn.
Afleiðingarnar eru að Úkraina sem var illa sett fyrir er nú á barmi þess að hrynja alveg. 
Bandaríkjamenn og Bretar ausa nú svokölluðum varnarvopnum inn í Úkrainu til að verjast ímyndaðri innrá Rússa.
Í Úkrainu úir og grúir allt af Nýnasistum.
Að ausa vopnum inn í land sem er á barmi þess að leysast upp með Nasista á öllum götuhornum.Þetta getur hreinlega ekki mistekist.
Það verður lag á Læk þegar Nasistarnir fara að spranga þungvopnaðir um Evrópu.

Rætur Úkrainudeilunar eru nákvæmlega þær sömu og Kúbudeilunnar.
Kúba hafði að sjálfsögðu fullann rétt til að velja sér bandamenn.
En stórveldið sem talar nú mest um réttindi ríkja til slíkra hluta braut þá gróflega á rétti Kúbu í þessum efnum.
Staðreyndin er sú að stórveldi mun aldrei líða hersafnað annars stórveldis á landamærum sínum.
Jafnvel þó haf skilji á milli eins og í Kúbudeilunni
.
Úkraina verður aldrei hluti af NATO.
Rússar leyfa það aldrei.
Það er alveg sama hversu oft Stoltenberg tuðar um að  Rússar hafi "No veto and no say" um þetta málefni
Hinsvegar bendir ýmislegt til að Úkraina gæti orðið banabiti NATO.
Ég fæ ekki betur séð en að hrun þess sé þegar byrjað.
Það er nú þegar farið að votta fyrir að ríki eins og Þýskaland.Ítalía og Frakkland séu farin að taka sjálfstæðar ákvarðanir.
Svona leystist Varsjárbandalagið upp.
Ríki bandalagsins fóru skyndilega að taka ákvarðanir í samræmi við eigin hagsmuni en ekki með hagsmuni hins drottnandi ríkis í huga. 

Minsk sáttmálinn er ekki flókið plagg.
Hann kemst fyrir á einu A4 blaði og það er ekki lengi gert að lesa hann.
Það hef ég gert.
Þar er nákvæmlega tíundað hvað á að gera og í hvaða röð.
Það er enginn vafi á að það eru stjórnvöld í Úkrainu sem eru ekki að fara að samkomulaginu.
Þetta er ekki flókið mál. Það er enginn vafi.
Mánuðum saman þurftum við að hlusta á í fjölmiðlum að Rússar stæðu ekki við Minsk samkomulagið.
Þeir voru jafnvel beittir efnahagsþvingunum í tilefni af því.
Þetta er bara þvæla og tilgangurinn með þessu var að slá ryki í augun á almenningi sem í langflestum tilfellum hefur ekki lesið Minsk samkomulagið og veit ekkert hvað stendur í því.
Almenningur treystir bara ráðamönnunum sem lugu okkur inn í Íraksstríð og síðan hvert stríiðið á fætur öðru.
Sannleikurinn er sá að Rússland er ekki aðili að Minsk samkomulaginu og Rússland er þar hvergi nefnt á nafn.
Hinsvegar hefur Rússland tekið að sér að beita áhrifum sínum á stjórnvöld á Donbass til að uppfylla samkomulagið.
Það hefur hinsvegar aldrei reynt á það vegna þess að Úkrainustjórn neitar staðfastlega að uppfylla lið NO 1 í samkomulaginu ,sem er að taka upp viðræður við fólkið í Donbass og breyta stjórnarskránni til að hægt sé að veita þessum svæðum aukna sjálfstjórn.
.
Þessi lygavefur sem Þýskaland og Frakkland hafa verið að vefa í þessum efnum fór svo í taugarnar á Lavrov að það endaði með að hann birti á netinu öll samskifti Rússa annarsvegar og Þjóðverja og Frakka hinsvegar um þetta efni.
Á þessum skjölum má sjá að Þj og Fr.
hafa mánuðum saman verið að reyna að knýja Rússa til að víkja fá samkomulaginu og jafnframt að þessi ríki hafa gefið Úkrainustjorn ádrátt um að þeir muni knýja það í gegn.
Á meðan svo er dettur Úkrainustjórn auðvitað ekki í hug að fara eftir samkomulaginu.
Það eru engin vafaatriði í þessu máli.

Ég held að það sé ekki vafi á að Rússland er stórveldi.
Ekkert ríki lætur sér til hugar koma að leggja til atlögu við Rússland hernaðarlega.
Efnahagsárásir Vesturlanda gegn þeim hafa mistekist með öllu.
Pólitísk staða Rússlands er sterk og er sífellt að styrkjast.
Bandaríkjamenn sitja nú sveittir að kröfu Rússa og svara skriflega kröfum Rússa sem Bandaríkjamönnum finnast með öllu óaðgengilegar.
Í gær þurfti Blinken að hitta Lavrov í Genf til að fá lengri frest til að svara kröfunum ,hvern Lavrov náðarsamlegast veitti í eina viku.
Ég er hræddur um að Danmörk eða Ítalía mundi fá allt aðra afgreiðslu í svoan máli.
Það er hafið yfir allan vafa að Rússland er stórveldi sem þarf að taka tillit til í dag. 

Borgþór Jónsson, 24.1.2022 kl. 01:27

10 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar Sveinn.
Það var Katrín mikla sem tók Krímskaga frá Tyrkjum fyrir 239 árum.
Fjölgun Rússa á svæðinu má rekja til þess atburðar sem átti sér stað árið 1783.

Varðandi Donbass þá var Donbass hluti af Rússlandi og fyrst og fremst byggt Rússum.
Þegar Stalin var að búa til ríki þá bjó hann til ríkið Úkrainu og reyndar líka ríkið Hvíta Rússland.
Kommúnistar vildu skifta Rússlandi upp í fleiri ríki til að reyna að hefta Rússneska þjóðernissinna ,sem þeir óttuðust mest af öllu
Úkraina hafði aldrei verið til áður nema tímabundið árið 1918 enn þá bjuggu Þjóðverjar til ríki þar sem nú er Úkraina og það stóð í ca níu mánuði.
Þetta leppríki var eyndar miklu stærra en núverandi Úkraina og náði allt að ánni Don ef ég man rétt.

Nú var Stalin búinn að búa til þetta ríki ,en það var hængur á .
Úkraina var svo fátæk að ríkið var langt því frá að vera sjálfbært.
Stalin bætti þá við iðnaðarhéruðum frá Rússlandi sem gengu undir nafninu Donbass.
Reyndar bætti hann við stærra svæði ,en það gekk seinna til baka vegna mótmæla íbúanna. Þeir hreinlega neituðu að vera aðskildir frá Rússlandi,alveg sama hvernig Stalín bölvaði og hrækti.

Nú var búið að tryggja sjálfbærni Úkrainu með því að bæta þessu ríka landsvæði inn í hana.
Þá gerðist að sjálsögðu hið óhjákvæmilega.
Íbúar frá fátækari hlutum Úkrainu fóru að flytjast til ríka hlutans.
Það er að segja að Úkrainumenn fóru að flytjast til Donbass.
Þannig er Úkrainski minnihlutinn í Donbass tilkominn að hluta.
Vissulega voru þessi svæði blönduð fyrir,en áhrifin voru engu að síður þessi.
Úkraina hefur í raun aldrei verið ríki fyrr en 1991.
Úkraina var alltaf bara landssvæði sem oftast heyrði undir Rússneska keisaraveldið,stundum sem beinlínis hluti af því en stundum sem svæði með nokkra sjálfstjórn en keisaradæmið fór þó með ýmis  mál eins og utanríkismál,svona svipað og stað Íslands eftir 1918.

Heimstyrjaldirnar tvær voru mikill áhrifavaldur í sjálfstæðisbaráttu Íslandinga og árið 1944 tókum við okkur sjálfstæði þegar herraþjoðin var ekki í færum til að hafa áhrif á það og þjóðin naut verndar frá herveldi.
Það sama gerðis á Krímskaga.
Þegar stjórnvöld í Úkrainu voru í uppnámi létu Krímverjar langþráðann draum rætast og sameinuðust Rússlandi.
Þeir nutu líka verndar erlends ríkis meðan það gekk yfir.
Til hamingju Krímverjar

Íslendingum væri sæmst að samgleðjast þessu fólki frekar en að beita það refsiaðgerðumm í samfloti við vitorðsmenn sína.

Borgþór Jónsson, 24.1.2022 kl. 02:14

11 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Engir smá langhundar hér, en það sem er kannski lýsandi fyrir umræðuna hér og á þessu vefsvæði er einmitt þetta að klína einhverjum merkimiðum á fólk. T.d. að stimpla Úkraínumenn sem nasista. Það búa um 43 milljónir í Úkraínu, af þeim eru kannski 0,00000001% nasistar. Og nasistar voru jú víða og eru enn, t.d. líka í Rússlandi, hópar sem hafa megna andúð á gyðingum, enda gyðingaofsóknir ekki uppfinning Hitlers. Og að koma með einhverja svona frasa eins og að "tæknilega séð" eigi Úkraína sjálfsákvörðunarrétt, er bara bull. Þeir eiga allan rétt á sjálfsákvörðunum. Pútín bara þolir það ekki. Hann er líka drulluhræddur um að missa völdin. Og svo virðist sem hér sé sú skoðun ríkjandi að það sé bara allt í lagi að brjóta alþjóðalög og gefa skít í allt og alla. Bara svona svipað og stemmningin sem svífur yfir vötnum á þessu bloggi. Það er óskandi að Úkraínumenn sleppi við einræðisleiðindagaura eins og Pútín í framtíðinni. Hann fer jú frá einn daginn, sem betur fer.  

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 24.1.2022 kl. 16:53

12 Smámynd: Borgþór Jónsson


Ég held ekki að ég hafi kallað Úkrainumenn Nasista,hinsvegar er stór og rótgróinn hópur Nasista í Úkrainu .
Þessi hópur er því miður grár fyrir járnum vegna þess að Bandaríkjamenn jusu þá hergögnum þegar til stóð að ganga milli bols og höfuðs á íbúum Donbass.
Yfir Nasistana ná engin lög. 
Í krafti Asov herdeildanna hafa þeir í raun neitunarvald í öllum málum í landinu þó að þeir hafi ekki náð þingsætum.
Þeir hafa ítrekað hótað að drepa núverandi forseta ef hann uppfyllir Minsk samkomulagið eða semur um frið við Rússa.

Ég kalla það að Úkraina hafi tæknilega séð þennan rétt í ljósi þess að EKKERT stórveldi líður það að óvinaher komi sér fyrir á landamærum þess.
Þar gildir einu hvert stórveldið er.
Þetta vita allir og þessi tilraun NATO til að komast inn í Úkrainu var því ekki gerð til að takast,heldur til að koma á ófriði.
Forystumenn NATO vissu full vel að það yrði aldrei liðið af Rússum,enda mundu þeir ekki líða slíkt sjálfir.
Allar þesar þjaningar Úkrinumanna stafa þess vegna eingöngu af vilja NATO til að koma á ófiði á landamærumm Rússlands.
Þetta er skepnuskapur af verstu sort.
Þetta er sama ferlið og í Goergíu fyrir nokkrum árum þegar Bandaríkjamenn spönuðu hálsbindisætuna upp í að gera árás á Russnesku friðargæsluliðana.

Allur ófriður í Evrópu í dag stafar af aðgerðum NATO.

Borgþór Jónsson, 24.1.2022 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband