Fimmtudagur, 20. janúar 2022
Orkupakkasvindl á íslenskum neytendum
Orkupakkar frá Evrópusambandinu eru ástæða svindlmarkaðar á rafmagni til neytenda. Allir raforkuinnviðir á Íslandi eru í opinberri eigu. Einfalt og sanngjarnt væri að heimili landsins fengju rafmagn frá einum aðila.
En vegna orkupakka ESB, sem íslensk stjórnvöld innleiddu í blóra við almannahag, er búinn til þykjustumarkaður. Fyrirtæki lifa sníkjulífi á þessum markaði og almenningur borgar brúsann með hærra rafmagnsverði.
Ef það er ekki beinlínis ætlun stjórnvalda að féfletta almenning ætti að bjóða öllum heimilum landsins smáforrit, app, sem leysir úr þessum heimatilbúna vanda. Smáforritið myndi sjálfkrafa velja ódýrasta rafmagnssalann hverju sinni. Síðan ætti að senda til föðurhúsanna orkupakka ESB og skipuleggja raforkumál á Íslandi af viti.
Það er ekki eins og gæði rafmagns séu ólík eða afhendingaröryggi. Þetta er eingöngu spurning um verð.
Orkustofnun, vel að merkja, er útsendari ESB á Íslandi, og ætti ekki undir nokkrum kringumstæðum að koma að laus mála sem alfarið og eingöngu eru búin til af ESB og skammsýni íslenskra stjórnvalda.
En kannski er það stefna stjórnvalda að féfletta almenning og framselja fullveldi orkumála til Brussel. Þá þurfum við að skipta um ríkisstjórn.
Ert þú hjá dýrasta rafmagnssalanum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2022 kl. 08:42
Tek undir með Austfirði genum. Góður!!!
Ragnhildur Kolka, 20.1.2022 kl. 09:56
Austfirðingnum átti það að vera.
Ragnhildur Kolka, 20.1.2022 kl. 09:58
Algjörlega sammála. Þjófnaður stundaður
með aðstoð alþingis.
Sigurður Kristján Hjaltested, 20.1.2022 kl. 11:25
Já Páll! Mér býður í grun að í stöku Sjálfstæðismanni bærist eftirsjá,svona líkt og sagt er að kvelji Fálkann (merkið í flokki þeirra),þegar hann hefur gætt sér á systur sinni Rjúpunni.
Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2022 kl. 13:51
"stefna stjórnvalda að féfletta almenning og framselja fullveldi orkumála til Brussel" ekki meðan okkur tekst að halda Viðreisn (og þeirra taglhnýtingum) utan ríkisstjórnar
Grímur Kjartansson, 20.1.2022 kl. 16:42
Það er akkúrat ekkert sem bendir til þess að Orkupakkar ESB hafi hækkað verð á rafmagni hér á landi. Í skýrslu frá EFLU árið 2019 má sjá töflur og gröf um ótrúlegan stöðugleika í raforkuverði frá aldamótum, en Ísland tók upp fyrsta orkupakkann á 10.áratug síðustu aldar. Ætti þá ekki samkvæmt þessu bloggi allt vera komið í rúst í orkumálum Íslendinga. Samkvæmt áðurnefndri skýrslu er orkuverð til neytenda búið að haldast í 6-8 krónum áratugum saman og er þar enn! Enda er markmið höfundar ekki að stuðla að upplýstri umræðu um ESB/Evrópumál, heldur hið gagnstæða. Hann vill að sjálfsögðu að ESB hverfi af yfirborði jarðar, rétt eins og RÚV. En stóryrðin eru ekki spöruð, frekar en fyrri daginn.
Til gamans: https://www.ruv.is/frett/hvad-er-thridji-orkupakkinn
Skýrsla EFLU: https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/190410%20%C3%9Er%C3%B3un%20raforkuver%C3%B0s%20og%20samkeppni.pdf
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 20.1.2022 kl. 17:24
Nú syngur kórinn, undir stjórn höfundar, sama tóntegund en nýtt lag.
Í gær var það "burtu með RÚV, mannvonskan ein að láta okkkur greiða útvarpsgjaldið, þarf ekki RÚV og einkaðilar geta sinnt hlutverki RÚV".
Nei, í dag er það :"Allir raforkuinnviðir á Íslandi eru í opinberri eigu. Einfalt og sanngjarnt væri að heimili landsins fengju rafmagn frá einum aðila".
Mætti nú biðja 1 sópran, frú Kolku að taka orð eins og "raforkuinnviði" og "rafmagn" og skipta út fyrir orðin Menningarinnviðir og útvarp.
Það er víst ekki hvaðan vindurinn blæs.
Eitt í dag, annað á morgun....
Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.1.2022 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.