Sunnudagur, 16. janúar 2022
Konur deila um jafnrétti, farsótt og skóla
Katrín forsætis og Þorgerður Laufey formaður grunnskólakennara deila um hvort skólar eigi að vera opnir eða lokaðir í farsótt.
Skólar eiga að vera opnir, segir Katrín, enda vitað mál að konur eru oftar heima en karlar til að hafa auga með börnunum ef skólar loka.
Nei, aldeilis ekki, segir Þorgerður Laufey, við búum í jafnréttissamfélagi og karlar eru jafnmikið og konur heima og gæta bús og barna.
Ósagt í deilu þeirra stallsystra er að 90 prósent grunnskólakennara eru konur. Ef skólum yrði lokað væru allir kvenkennararnir heima.
Konur kjósa sér styttri vinnutíma en karlar. Konurnar í stétt grunnskólakennara eru nýbúnar að fella kjarasamning - einmitt af því að samningurinn stytti ekki nóg vinnutímann.
Það er látið að því liggja að kaupið sé ástæðan. En það er yfirvarp. Vinnutíminn er of langur að mati kvenna.
Það er líka yfirvarp að farsóttin sé ástæða deilna Katrínar og Þorgerðar Laufeyjar. Það er vinnutíminn.
Stundum, þegar karlar deila, liggur ástæðan ekki í augum uppi. Þegar konur deila gerir hún það sjaldnast.
Skólar loka ef ekki er hægt að halda úti mannskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Börnin skipta engu máli þegar réttindi kvenna eru annars vegar. .
Ragnhildur Kolka, 16.1.2022 kl. 10:38
Algjörlega sammála Ragnhildi Kolka ....
rhansen, 17.1.2022 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.