Fimmtudagur, 6. janúar 2022
Grátbroslegur skortur á hlýnun
Jörðin hefur ekki hlýnað í 9 ár og þrem mánuðum betur, samkvæmt nákvæmustu mælingum. Þrátt fyrir enga hlýnun ætlar ríkisstjórn Íslands að eyða 60 milljörðum króna í varnir gegn því sem ekkert er, segir okkur Sigríður Andersen.
Viðreisn vill lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar sem hvergi sést á mælum en þess meira í orðagjálfri stjórnmálamanna.
Grátbroslegum skorti á hlýnun fylgir harmleikur heilbrigðrar skynsemi.
Athugasemdir
Eins og þú skrifar margar góðar greinar Páll er ég ekki sammála þér í þessu. Menn deila um tölur og úteikninga, kenningar og hvaðeina, en fleiri vísindamenn munu þó vera á því að hlýnun af mannavöldum sé staðreynd.
Tökum sem dæmi þetta stormaveður sem nú geysar, það er hlýrra loft sem blandast köldu. Þegar ég var drengur var ég vanur að snjór og kuldi fylgdu desember, janúar, febrúrar, og ekki svona mishiti inná milli, örar veðrabreytingar og hitabreytingar.
9 ár eru stuttur tími í jarðsögulegu tilliti. Það er varla andartak. Öfgar í veðurfari er taldir meiri en áður. Það er kannski betra að miða við það.
Ingólfur Sigurðsson, 6.1.2022 kl. 07:36
Þessi pólitíski rétttrúnaðar er með miklum endemum. En Sameinuðu þjóðirnar birta síðan hverja helvítisspána á fætur annarri án þess að það sé heil brú í þeim spádómum. En svo merkilega vill til, að þetta beinist bara að Evrópuríkjum og Bandaríkjunu, sem eiga að leggja út gríðarlega fjármuni og draga saman seglin í framleiðslu. Sérkennilegt að skammsýna stjórnmálastéttin í Evrópu þ.m.t. á Íslandi skuli ekki sjá þetta og bregðast við með viðeigandi hætti.
Jón Magnússon, 6.1.2022 kl. 09:39
Ingôlfur,mjög mörgum árum áður en þú varst drengur,var ég stelpa og vandist kulda og snjó î jan feb mars,einnig örum veðrabreytingum. Eftirminnislegt er mér er veðrahamur tók nótabát á loft og þeytti upp á autt pláss, til allrar guðs lukku eins og gamla fólkið sagð þá. Meira að segja hér í Kópavogi kyngdi niður snjó þegar almanakið sagði sumarið komið. Börnin í barnabænum biðu eftir vorinu til að komast í boltaleiki sem aldrei var frestað hvernig sem viðraði,en umhleypingar voru algengir þá í kringum 1965 og langt fram eftir seinustu öld.
Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2022 kl. 14:03
Ingólfur Sigurðsson. Páll er að vitna í tölur og mælingar,
Allt sem þú segir í þessu innslagi er bara þín tilfinning og barnsleg trú á eittvað rugl í Al Gore og Gretu Turnberg.
Það eru engar martækar mælingar til sem benda til meiri öfga í veðri síðustu 20 ár en 1000 árin þar á undan. Umhleypingar í Íslandi eru ekki vísbending eða mælikvarði á meðalhita jarðar. Og þú hefur ekki minnstu hugmynd um hvort það eru fleiri vísindamenn með að á mót Gretu því það hefur það aldrei verið mælt fyrir utan að skipta nákvæmlega engu máli.
Guðmundur Jónsson, 6.1.2022 kl. 17:10
Blessaður Páll.
Ég vil hrósa Ingólfi, þeim mæta manni umræðu rökhugsunar, staðreynda og lífsviðhorfa, vona að það pirri þig ekki Páll að hann sé ekki keyptur með skoðanir sína eða lífsviðhorf.
Ég get þannig séð skilið athugasemd ömmunnar, sem einu sinni var kennari, að láta rugla í sér, að láta fífla sig, þannig að ævistarfið er aðeins glimps, þegar forheimskan og fávitahátturinn er gerður upp.
Að Jón Magnússon skyldi falla í þessa skítagildru þína, er ekki árás á þig, keyptur áróðursmaður lýgur því sem hann vill ljúga, en ég greyið stóð alltaf í þeirri meiningu að Jón hefði tekið við kefli skynsamra íhaldsmanna.
Svo sagðir þú Páll Vilhjálmsson að ég væri aðeins auðtrúa fífl.
Orrahríðina hef ég tekið frá 2009, sjaldan verið eins afhjúpaður.
Eftir stendur, hví fíflar þú svona í fólki??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2022 kl. 17:27
Erfitt er að spá í framtíðina. Það er t.d. ekki hægt að útiloka hamfaragos sem myndi umturna loftslaginu á jörðinni, við það ræður enginn mnannlegur máttur.
Kenningin um hættu á hamfarahlýnun af mannavöldum verður ekki sönnuð fremur en aðrar vísindalegar kenningar, en yfirgnæfandi meirihluti færustu sérfræðinga á þessu sviði aðhyllast hana. Þeim sem fullyrða að þessi kenning sé ekki rétt ber hins vegar að afsanna hana. Hér er of mikið í húfi og hinn minnsti grunur réttlætir aðgerðir til mótvægis.
Svo er það mál út af fyrir sig hvernig mótvægisaðgerðum er háttað, þar verða allir að taka sinn þátt eftir bestu getu, burt séð frá ábyrgð þeirra.
Sem betur fer þá virðist í uppsiglinu ný tæknibylting sem miðar að því að vinna og geyma sjálfbæra orku úr nálægu umhverfi, svo sem vinds og sólar. Einkum lofa framfarir í hagnýtingu sólarorku góðu og auka vonir um bætt líf íbúa landa sem njóta birtu og sólar.
Hörður Þormar, 6.1.2022 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.