RÚV-bloggið er ekki blaðamennska

Þann 5. febrúar sl. staðhæfði RÚV að þrír starfsmenn Samherja sættu ákæru. Fyrirsögnin tekur af öll tvímæli: Íslendingar ákærðir vegna Samherjamálsins í Namibíu. Til að bíta höfuðið af skömminni nafngreinir RÚV þrjá Íslendinga, kallar þá ákærða menn er bíði dóms og laga.

En það hafa engir Íslendingar verið ákærðir í Namibíu. RÚV segir bara ekki frá því.

Í fréttinni frá 5. febrúar gefur RÚV til kynna með lymsku orðalagi að frétt á heimasíðu Samherja staðfesti frásögn RÚV: ,,Í tilkynningu frá Samherja í morgun segir að fyrirhuguð ákæra komi ekki á óvart..."

En fréttin á heimasíðu Samherja segir í fyrstu setningu: ,,Greint var frá því í morgun að saksóknari hygðist gefa út ákæru á hendur þremur namibískum félögum sem tengjast Samherja..."

Ætlun er ekki sama og verknaður. Ríkissaksóknari Namibíu hugsaði sér að gefa út ákæru á hendur Samherjamönnum en gerði það aldrei. En RÚV fullyrðir að ákæra hafa verið gefin út og segir ekki frá því þegar hætt er við ákæruna. Þegar fallið er frá ákæru þýðir það að rannsókn hafi leitt í ljós sakleysi en ekki sekt. RÚV-bloggherinn var aftur búinn að ákveða sekt fyrirfram.  

Formaður Blaðamannafélags Íslands, sem jafnframt er fréttamaður RÚV, segir að hversdagslegar bloggsíður séu ekki jafn áreiðanlegar og fréttir á RÚV-blogginu.

RÚV laug blákalt 5. febrúar. Rúmum 11 mánuðum síðar stendur lygin óleiðrétt. RÚV hefur ekki birt eina einustu frétt um að engir Íslendingar hafa verið ákærðir í Namibíu. Ekki heldur hefur fréttin frá 5. febrúar verið uppfærð með þeim upplýsingum að hún sé röng. Vestrænir fjölmiðlar starfa ekki svona; heiðarlegir bloggarar ekki heldur. Innræti RÚV er handan alls þess sem siðað fólk, hvort heldur blaðamenn eða bloggarar, temur sér.

RÚV-bloggið brýtur allar brýr að baki sér með að stunda glæpastarfsemi til að þagga niður í þeim sem voga sér að gagnrýna ríkisfjölmiðilinn og hliðarsjálfin, Stundina og Kjarnann.

Enginn bloggari með snefil af sómakennd, að ekki sé talað um löghlýðni, myndi haga sér eins og hyskið á Glæpaleiti. Til að bæta gráu ofan á svart er glæpahyskið á opinberu framfæri. Nefskattur á alþýðu og miðnesið á Glæpa-Gosa stækkar stöðugt. Hve lengi enn eigum við að þola ríkisrekið RÚV-blogg?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Efstaleitiselítan lýgur markvisst.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.12.2021 kl. 07:23

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er nú að verða fullrakið hjá þér Páll. Enn vantar þó hvernig eitrinu var komið í nafna þinn. Hvaða eitur var notað og hvort einn og sami aðili hafi verið að verki, þ.e. byrlarinn og símaþjófurinn.

Kannski jólasveinninn komi með þann pakka um jólin. 

Ragnhildur Kolka, 16.12.2021 kl. 11:17

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Byrlarinn og þjófurinn eru að líkindum sami aðili. Verknaðurinn var framinn að undirlagi/tilstuðlan RÚV sem kom gögnunum áfram til Stundarinnar og Kjarnans er settu þýfið í umferð. Yfirstandandi lögreglurannsókn beinist líklega helst að eitrun og stuldi. Og líklega liggur niðurstaða fyrir öðru hvoru megin við jól/áramót.

Páll Vilhjálmsson, 16.12.2021 kl. 11:23

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

coolSluth ársins. Eru blaðamannaverðlaun veitt bloggurum? 

Ragnhildur Kolka, 16.12.2021 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband