Föstudagur, 10. desember 2021
Alli og Doddi tala við Pál skipstjóra
Síminn hringir hjá Páli skipstjóra Steingrímssyni 20. maí í vor kl. 14:56. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans er á línunni. Erindið er fá viðbrögð Páls skipstjóra við fréttaskýringu um svokallaða skæruliðadeild Samherja sem skyldi birtast daginn eftir.
Páll segir fátt við Þórð Snæ enda nýkominn af gjörgæslu eftir eitrun. Á meðan skipstjórinn var meðvitundarlaus var snjallsíma hans stolið. Hluti gagnanna var kominn í hendur Þórðar Snæs.
Varla var Páll skipstjóri búinn að slíta símtalinu þegar annar blaðamaður hringir. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni er á hinum endanum. Símtalið hefst kl. 15:07, ellefu mínútum eftir að Þórður Snær hringdi.
Erindi Aðalsteins var það sama og ritstjóra Kjarnans. Á Stundinni er Aðalsteinn einnig með stolin gögn frá skipstjóranum, bara önnur en Þórður Snær, en um sama málefnið.
Hvorki Aðalsteinn né Þórður Snær vildu í raun fá álit Páls skipstjóra. Þeir vildu formsins vegna uppfylla frumskilyrði blaðamennsku, að bera ásakanir undir þann ásakaða. Fréttin í málinu er að eitrað var fyrir Páli og þjófur tók símann frá honum meðvitundarlausum. En faglegu síamstvíburarnir vildu ekki þá frétt. Þeir voru verktakar hjá ríkisstofnun. Verkefnið var að sýna fram á að norðlenski skipstjórinn hafði gengið svo hart fram í vörn fyrir Samherja að fréttahvolpur á Glæpaleiti var kominn á geðdeild.
Þriðji aðili stýrði bæði Aðalsteini og Þórði Snæ, sagði þeim hvenær ætti að hringja og hvenær skyldi birta. Kvenleg smásmygli er á skipulaginu. Nánast eins og forsetaframbjóðandi ætti í hlut.
Faglegu síamstvíburarnir láta vel að stjórn. Sennilega ákveður þriðji aðili háttatíma Alla og Dodda. Ef Knoll og Tott eru með Tinder-reikning má leiða líkum að hver ritstýrir.
Athugasemdir
Maður hefði freistat til að segja þetta hlýtur að vera haugalygi, svona alvarlegir hlutir geta bara ekki gerst opinberlega.
Eru þetta bara hreinir krimmar? Hvar er þessi lögreglustjórakona stödd?
Halldór Jónsson, 10.12.2021 kl. 09:50
Maður hefur ekki við að trúa!!
Sigurður I B Guðmundsson, 10.12.2021 kl. 11:19
Það er hneysa að RÚV skuli fá 420 miljóna hækkun á næsta ári. Þeir fengju allt of mikið, þótt fjarframlagið yrði lækkað um 420 miljónir. Sama gildir til alla hinna sorpmiðlanna. Að hafa þessa fjölmiðla á ríkisjötu skattgreiðanda er skandall. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/12/10/gagnrynir_ekki_auka_420_milljonir_til_ruv/
Kristinn Sigurjónsson, 10.12.2021 kl. 18:17
Þóra hlýtur að svara.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.12.2021 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.