Miðvikudagur, 8. desember 2021
Þriðji aðili ritstýrir Kjarnanum og Stundinni. Hver?
Að morgni dags 21. maí birtu Stundin og Kjarninn tvær ítarlegar fréttaskýringar. Stundin birti kl. 0600 og Kjarninn 7:52. Báðar fréttaskýringarnar byggðu alfarið á gögnum er stolið var frá Páli skipstjóra Steingrímssyni á meðan hann var meðvitundarlaus vegna eitrunar.
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri er höfundur pistilsins í Kjarnanum. Hann segir í rammagrein með fréttaskýringunni:
Ábyrgðarmenn Kjarnans vilja taka fram að umrædd gögn sem eru grundvöllur umfjöllunar miðilsins bárust frá þriðja aðila. Starfsfólk Kjarnans hefur engin lögbrot framið...
Þessi þriðji aðili er utanaðkomandi. Hann stendur fyrir lögbrotinu, samkvæmt orðum ritstjórans. Þriðji aðilinn úthlutar Stundinni og Kjarnanum stolnum gögnum. Gögnin út síma skipstjórans eru flokkuð til að úr verði tvær fréttasýringar. Sama fréttin en efnisatriðin ekki þau sömu. Þriðji aðilinn kann til verka í fréttamennsku. Jafnframt ákveður þriðji aðili hvenær efnið skuli birt, að morgni dags 21. maí. Það skapar tækifæri fyrir reiðibylgju: netheimar loga. Þriðji aðilinn veit hvernig skal hámarka samfélagsleg áhrif fréttaflutnings.
Stundin og Kjarninn kynna sig sem sjálfstæða fjölmiðla er lúti eigin ritstjórn. Út á það fá miðlarnir ríkisstyrk. En samt er það þriðji aðili sem ritstýrir báðum útgáfum. Hér er um að ræða falskar forsendur og misnotkun á almannafé.
Hver getur þriðji aðilinn verið? Það kemur aðeins einn aðili til greina, RÚV.
(Aths.ritstj: Tilfallandi athugasemdir þiggja ekki ríkisstuðning. Páll Vilhjálmsson ritstýrir einn, án aðkomu þriðja aðila.)
Athugasemdir
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri þarf að svara.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.12.2021 kl. 09:24
"Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,
en láttu það svona í veðrinu vaka,
þú vitir, að hann hafi unnið til saka.
En biðji þig einhver að sanna þá sök,
þá segðu að til séu nægileg rök,
en náungans bresti þú helst viljir hylja,
það hljóti hver sannkristinn maður að skilja"
Höf:Páll J Árdal
P.S Það liggur fyrir að útgáfufélag þess miðils er heldur úti m.a skrifum höfundar þiggur nær 100 milljónir á ári í stuðning, þannig að e-ð er snuðið sem höfundur sýgur af almannafé með óbeinum hætti.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 8.12.2021 kl. 12:00
það er ekkert lögbrot að segja ekki til um aðila sem færir fjölmiðil upplýsingar.
Gísli Gíslason, 8.12.2021 kl. 12:00
Gísli, ef þessi þriðji aðili hefur aflað upplýsinganna með glæpsamlegu athæfi þá nýtur hann engrar verndar.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.12.2021 kl. 15:11
Ef Þórir veit hver þessi meinti uppljóstrari er, er honum skylt að nefna hann. Þórir veit hvaðan gögnin komu og þar af leiðandi hvernig þeirra var aflað. Ekki bara ályktun heldur rökrænt ferli.
Honum ber að gefa lögreglu þetta upp ella verður lögreglan að gera rassíu hjá þeim ekki seinna en núna.
Hreinsanir hjá RUV gefa mögulega sekt þeirra í skyn. Þeir verða því sem opinber stofnun að bera af sér slíðruorðið.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.12.2021 kl. 15:18
Er ekki stóra málið ,,sönnunargögnin" sem sýna hvernig stór og sterkur getur hagað sér, ef fjármagnið er nóg?
Tryggvi L. Skjaldarson, 9.12.2021 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.