Framhaldsskólinn til sveitarfélaga

Nýtt ráðuneyti Ásmundar Einars ráðherra Framsóknar fer með málefni leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Líklegt er að framhaldsskólinn verði settur í hendur sveitarfélaga, líkt og leik- og grunnskóli.

Langt er síðan að sú hugmynd var sett á flot hjá Framsókn að framhaldsskólar yrðu reknir af sveitarfélögum en ekki ríkinu, eins og nú er. Það ,,er mikilvægt að skoða flutning framhaldsskóla til sveitarfélaga," skrifar Fanný Gunnarsdóttir árið 2013 undir fyrirsögninni Menntastefna Framsóknar.

Forveri Ásmundar Einars sem yfirmaður skólamála er Lilja Alfreðs. Hún beitti sér fyrir að kennarar, hvort heldur í grunnskóla eða framhaldsskóla, gætu flutt sig á milli skólastiga án vandkvæða. Sú ráðstöfun bjó í haginn fyrir flutning framhaldsskóla til sveitarfélaga.

Með framhaldsskóla fengju sveitarfélög aukna veltu og gætu rekið myndarlegri skólaskrifstofur. Það kallaði á aukna sérfræðiþekkingu heim í hérað.

Minni miðstýring á skólum gæti aukið fjölbreytni. Vitanlega fylgir sú hætta að gæðin yrðu líka ,,fjölbreytt." En skólarnir eru það nú þegar þótt lítið sé um það talað. 

Nýi ráðherrann er héraðsmenntaður, frá Hvanneyri. Fer vel á því að Ási græi skólamálin eftir að hafa reddað börnunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Sæll kollegi Páll. Í menntastefnu Framsóknar fyrir kosningarnar núna stendur ekki stafur um flutning framhaldsskólanna til sveitarfélaganna, enda að mínu mati arfaslök hugmynd. Í dag ráða mörg sveitarfélög varla við þau verkefni sem þau fást við, svo slæm er staða þeirra. Akureyri boðaði t.d. til gríðarlegs niðurskurðar fyrir skömmu, eða um 400 milljóna "hagræðingu". Á slíkt sveitarfélag að taka að sér rekstur framhaldsskóla? Þú vitnar í 8 ára gamla grein, sem er í engu samræmi við núverandi stefnu flokksins, þannig lítur það út frá mínum bæjardyrum séð. Hinsvegar segir þetta orðrétt í stefnu Frammara: "Framsókn vill bæta þjónustu hins opinbera við skólana, uppfæra námsgagnakost og virkja fleiri aðila í námsgagnagerð". Gott mál. Og Ásmundur Einar er nú ekki búinn að "redda börnunum" - það er langtímaverkefni. Hann hefur hinsvegar staðið sig vel, má eiga það, blessaður búfræðingurinn.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 2.12.2021 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband