Föstudagur, 19. nóvember 2021
Aðalsteinn, Þórður Snær og þögn RÚV
Aðalsteinn Kjartansson, nú á Stundinni, hætti fyrirvaralaust á RÚV föstudaginn 30. apríl í vor. Aðalsteinn gaf loðin svör í viðtali, talaði um ,,persónulegar ástæður" og segist ætla í frí. Síðdegis sama dag segir Stundin í tilkynningu að Aðalsteinn sé orðinn blaðamaður þar á bæ. Leikritið var sett upp til að gefa Aðalsteini frjálsar hendur á Stundinni eftir glæp sem var skipulagður á Efstaleiti og stjórnað þaðan.
Fjórum dögum eftir skyndileg vistaskipti Aðalsteins verður Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja fyrir eitrun og er fluttur á gjörgæslu. Síma hans er stolið. Gögn úr símanum fóru til Aðalsteins sem vann úr þeim og birti hann stóra frétt 21. maí um skæruliðadeild Samherja.
Gögnin sem Aðalsteinn nýtti sér voru afrakstur glæpsins, eins og rakið hefur verið.
Aðalsteinn skrifar í gær pistil í Stundina þar sem hann segist ekki hafa framið glæp. Enginn hefur sakað hann um tvöfalda glæpinn, eitrun og stuld. Aftur er morgunljóst að Aðalsteinn nýtti sér illa fengin gögn. Sá sem nýtir þýfi og hylmir er þjófsnautur.
Hvernig fékk Aðalsteinn gögnin úr síma Páls skipstjóra? Hverjir frömdu glæpinn?
Aðalsteinn kallar sjálfan sig blaðamann. En hann situr á upplýsingum um stórfellda glæpi ríkisstofnunar gegn almennum borgara. Aðalsteinn kýs að þegja. Blaðamenn sem ljúga með þögninni um mikilsverð málefni samfélagsins starfa ekki í þágu almannahagsmuna.
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og samstarfsmaður RÚV skrifar leiðara með sama stefi og Aðalsteinn.
En RÚV þegir. Alveg eins og þegar Namibíumálið tapaðist.
Aðalsteinn og Þórður Snær eru í verktöku hjá RÚV. Hver var verktakinn þegar Páll skipstjóri var sendur í öndunarvél til að stela af honum símanum?
Athugasemdir
Þögnin er æpandi. Hvenær er niðurstöðu rannsóknar málsins að vænta?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.11.2021 kl. 08:34
Það þarf meiriháttar skipulag og samstarf við utanaðkomandi aðila (bráðaliða,lækna eða hjúkrunarfólk) til að slíkt gangi upp. Og svo er það eitrunin, varla var það plútonium. Það þarf kunnáttu til að ákvarða skammta stærð og hvernig því er komið í viðkomandi. Allir þessir þættir þurfa að raðast upp rétt svo dæmið gangi upp.
Býr RÚV yfir þessari þekkingu eða var aðstoðin aðkeypt?
Ragnhildur Kolka, 19.11.2021 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.