Þriðjudagur, 16. nóvember 2021
Hvernig vissi RÚV að Páll skipstjóri færi á gjörgæslu?
Fjórum dögum áður en Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja missti meðvitund og var fluttur með sjúkraflugi frá Akureyri á gjörgæslu í Reykjavík gerði RÚV ráðstafanir til að stela síma skipstjórans.
Á meðan Páll lá milli heims og helju á gjörgæslu vegna skyndilegra veikinda var síma hans stolið. Gögn úr símanum voru afrituð af tæknimanni á vegum RÚV.
Eftir að hafa afritað gögnin sá RÚV til þess að símanum var skilað með leynd. Aðgerðin tók um 48 klukkustundir og var þaulskipulögð. RÚV, Stundin og Kjarninn notuðu gögnin til að klekkja á Samherja.
Hvernig vissi RÚV með 4 daga fyrirvara að fílhraustur Páll skipstjóri yrði skyndilega fárveikur og færi meðvitundarlaus á sjúkrahús?
Lögreglurannsókn stendur yfir á ,,fréttaöflun" RÚV. Vinnubrögðin á Efstaleiti eru án hliðstæðu í vestrænni blaðamennsku.
Athugasemdir
Það hefur fjarað undan fjölmiðlum í áratug , alltaf að verða lélegri og lélegri. það sjást ekki fréttir um atvinnumál, stjórnmál eða fjármál í þeim, nema rétt léleg yfirborðsumræða, og varla það (viðskiptablaðið og moggin eru undantekning) Síðustu árin hefur hlutdrægnin aukist svo nú segja þeir bara frá einni hlið, nánast aldrei frá annarri en þeim áróðri og hlutdrægni sem þeir þjóna og aldrei frá öllum hliðum máls. Nú síðustu árin hefur siðleysið gripið fjölmiðlana og ef það er gagnrýnt þá ráðast þeir á þann sem gagnrýnir og taka hann niður. Þannig hafa fjölmiðlar beitt siðleysi til að taka niður fjölda (karl)manna. En þetta tekur steininn úr ef rétt er. Hér er siðleysið ekki bara búið að ná botninum heldur kannski líka siðlaust lögbrot. Allr eru þetta fjölmiðlar sem eru komnir á jötu skattgreiðenda. Það þarf að stoppa.
Kristinn Sigurjónsson, 16.11.2021 kl. 11:14
Hmmm? Ekki ertu að segja að RUV beri ábyrgð á veikindum mannsins? Ertu ekki kominn í Shakespeare drama hérna? Grimms kannski? Gáfu þeir honum eitrað epli?
Gættu að trúverðugleikanum.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2021 kl. 13:50
Hvar eru sannanirnar fyrir þessum alvarlegu ásökunum?
Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2021 kl. 13:59
Ég trúi þessu. Maður hefur fylgst með vinnubrögðum elítunnar það lengi og séð það margt að þetta er vel hugsanlegt. Elítan er ávallt sek þar til annað er sannað.
Guðjón E. Hreinberg, 16.11.2021 kl. 14:10
Þú hlýtur að hafa áreiðanlegar heimildir fyrir svo alvarlegri ásökun.
Hlusta með athygli á næstu fréttatíma ruv.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.11.2021 kl. 15:52
Páll, þú segir : " Gögn úr símanum voru afrituð af tæknimanni á vegum RÚV.
Eftir að hafa afritað gögnin sá RÚV til þess að símanum var skilað með leynd."
Nú eru hér settar fram staðhæfingar sem gera má ráð fyrir að þu Páll hafir vissu þina fyrir.
Það sem þú virðist vita meir en við hin, hver var það sem kom þeim Geirfinni og Guðmundi fyrir kattarnef ?
Spyr fyrir vin....
Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.11.2021 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.