Föstudagur, 22. október 2021
Traustið er ég - ríkið er ég
Ef ég fæ ekki annað tækifæri til að verða þingmaður er ekki lengur neitt traust í þessu samfélagi, eru efnisleg skilaboð fallista í NV-kjördæmi.
Ríkið er ég, sagði Loðvík fjórtándi í Frakklandi og haft til marks um hroka einveldisins.
Traustið er ekki ÉG heldur er traustið almennt eða ekki. Saman eigum við traustið en ekki hvert og eitt okkar. Traust er ekki spurning um einkahagsmuni heldur almannahag.
Látum ekki fallkandídata grafa undan almennu trausti.
![]() |
Kærendur kosninga koma fyrir nefnd í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sumir telja að allir hafi sömu skoðun það sjálft og tjá sig í samræmi við það.
Þegar menn tala um að eitthvað eigi að vera hafið yfir allan vafa þá eru þeir komnir í rökþrot.
Því eins og segir í bíómyndinni ekkert er öruggt undir sólinni nema skatturinn og dauðinn.
Grímur Kjartansson, 22.10.2021 kl. 14:29
Jú, yfir sólinni og allt um kring er Jésús Kristur
Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2021 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.