Mánudagur, 18. október 2021
Elítan þarf loftslagsvá, almenningur ekki
Stór alþjoðleg könnun, þar sem 7 milljónir í 194 ríkjum tóku þátt, sýnir að menntun, heilsugæsla, frelsi frá ofsóknum, jafnrétti og 11 önnur atriði eru heimsalmenningi efst í huga. Loftslagsmál komu síðast.
Valdaelítan, bæði innlend og alþjóðleg, þarf bráðnauðsynlega á loftslagsvá að halda. Frjálslynda alþjóðahyggjan beið skipbrot 2016, Brexit og Trump, og heldur dauðahaldi í síðasta sjensinn til að berjast fyrir upphöfnu markmiði, að forða heiminum frá tortímingu. Bæði er að margvíslega óáran er hægt að skrifa á loftslagsbreytingar, skriðuföll á Íslandi, borgarastyrjöld í Sýrlandi og kulnun kennara í starfi (ok, þetta síðasttalda er líklega ofmælt) og ekki síður að réttlæta margvísleg íþyngjandi lög og reglugerðir um hvað má og hvað ekki.
Loftslagsvá tók við af kjarnorkuvá sem hræðsluáróður til að halda fólki í ótta. Í skemmtilegri samantekt á hræðsluáróðri frá Sameinuðu þjóðunum og öðrum er elsta fyrirsögnin frá 1989 - árið sem Berlínarmúrinn féll. Elítan hugsaði: falli Sovétríkin getum við ekki hrætt fólk með kjarnorkuvetri. Tökum í staðinn kenningu sérvitringa að jörðin sé eins og gróðurhús og gæti kæft allt mannkyn. Sjáum hvort það virki ekki. Ef fólk þumbast við töfrum við fram sextán ár stelpu með fléttur og gerum hana að siðapostula heimsendaspámennsku. Bæði í sovétinu og þriðja ríkinu gerðu sig stúlkur með fléttur.
Allt gekk þetta eftir. Veruleikinn var annar en sérviskan sagði, engin varð hamfarahlýnunin, og þá dúkkaði upp sænsk Gréta. Hún sigldi Atlantshafið á skútu og gretti sig í New York. En, fyrir utan 15 sekúndur af frægð, gerði Gréta það eitt að undirstrika vísindin á bakvið loftslagsvá sem hjátrú, bábilju. Vísindi sem þurfa spákonur eru trú á staðleysu.
Vísindi eiga að lýsa veruleikanum. Hiti á jörðinni hefur ekki tekið hamfarabreytingum. Það er staðreynd málsins.
Aukinn útblástur hjá ríkustu þjóðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
RUV hamrar líka á þessari loftlagsvá eins og enginn sé morgundagurinn milli þess sem þau birta okkur hamfarafregnir af m.a. bílstjóraskorti í Bretlandi vegna Brexit en samt eru svíar að glíma við nákvæmlega sama vanda en sú frétt mun örugglega ekki verða birt á RUV
Brist på lastbilschaufförer i Värmland | SVT Nyheter
Grímur Kjartansson, 18.10.2021 kl. 09:07
Gréta, sú sem þú kýst að hæðast að, biður fólk um að hlusta vísindin. Eru það skilaboð til að gera grín að?
Tryggvi L. Skjaldarson, 18.10.2021 kl. 09:37
Þar fór allt sem ég vildi sagt hafa; eftir lesturinn a blekkingaráráttu valdelitunar,það er ekki mitt að svara.
Helga Kristjánsdóttir, 18.10.2021 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.