Gúgú og gaga ekki vottorð frá gagnrýni

Ef stjórnmálamaður kæmi fram opinberlega og segðist veikur á geði og bæðist af þeim ástæðum undan gagnrýni á störf sín og framgöngu er líklegt að honum yrði að ósk sinni?

Nei, hann yrði beðinn að stíga til hliðar og ná bata fjarri opinberu kastljósi. Þeir sem hefðu samúð með veikindunum myndu óska viðkomandi góðs bata. Aðrir myndu fordæma og kalla það ósvífni að láta eins og opinber játning á geðveiki sé ígildi vottorðs frá gagnrýni.

Opinber persóna á opinberum vettvangi er opinbert mál. Þetta er sjálfur kjarninn í lýðræðisstjórnmálum. Rómverjar kölluðu það res publica - það sem almenningi kemur við.

Opinberar persónur eru þeir sem fyrirferðamiklir eru í opinberri umræðu, til dæmis stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn.

Opinberar persónur eiga rétt á sínu einkalífi. En þegar þær stíga fram með einkamál sín og bera þau á götur og torg - tja, þá eru einkamálin orðin opinbert mál.

Opinber geðveiki veitir ekki afslátt frá gagnrýni. Ef svo væri yrði löng biðröð á geðdeild.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Höfundur að bara blak af ranti sínu um andleg veikind aðila sem höfundur hefur ráðist á ítrekað í vörn fyrir sinn samherja.

Páll, líklega er enn e-ð í botninn en þú nálgast óðfluga....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.10.2021 kl. 15:02

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Oft er stutt fordómanna á milli. Fyrst var morðinginn í Noregi talinn hafa gert þetta út af því að hafa snúizt til islamstrúar, en nú er því klínt á hann að það sé vegna geðveiki. Samkvæmt opinberum tölum og sérfræðingum er geðveiki ekki ástæða til að vera ofbeldisfyllri eða hættulegri en aðrir. Norsk yfirvöld þurfa að skýra þetta betur til að sýnast ekki fordómafull. Ætli það séu ekki margir samverkandi þættir í sambandi við þennan Kongsbergs mann?

Ég vil nú segja það RÚV til hróss að hafa mann sem er með geðræn vandamál í vinnu, fyrst Helgi Seljan hefur opnað sig um það. Það er RÚV til hróss því það er eins og "Með eigin augum þættirnir", að sýna að þrátt fyrir líkamleg og andleg vandamál sé fólki viðbjargandi þótt það hafi lent í krísum, eða sé takmarkað.

Svo er annað mál hvort Helgi Seljan er óhæfur út af þessu. Geðveikin birtist í mörgum myndum, til dæmis að menn geta ekki unnið nema hluta úr degi, eða verða þunglyndir, en hvort Helgi Seljan er dómgreindarlaus út af þessu, það er spurning.

Óneitanlega er Helgi Seljan með manískt augnaráð og reiðilegt, en snilligáfa og geðveiki eru talin skyld fyrirbæri. Kannski er hann svona harður og miskunnarlaus rannsóknarblaðamaður því hann dansar á jaðrinum, stundum á óheilbrigðu línunni, stundum á heilbrigðu línunni.

Ingólfur Sigurðsson, 18.10.2021 kl. 15:22

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Opinber geðveiki veitir ekki afslátt frá gagnrýni".

------------------------------------------------------------------------------

Orðið: "geðveiki"

er mjög sterkt hugtak sem að getur verið mjög villandi  

og getur þýtt margt í huga hinna ýmsu hópa.

Er hann Helgi Seljan geðveikur

ef að hann hefur unnið eitthvað yfir sig í sinni vinnu

og er orðinn eitthvað andlega þreyttur?

--------------------------------------------------------------------------------

Þunglyndi er skilgreynt sem geðsjúkdómur;

við getum verið með 100 ára gamla konu í hjólastól uppi á elliheimili

 sem að er þuglynd;

en er konan þá geðveik?

-------------------------------------------------------------------------------

Jón Þórhallsson, 18.10.2021 kl. 15:41

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Var hann Kristur t.d. á réttri leið í sínu lífi þegar að hann

"VELTI UM BORÐUM VÍXLARANA" Í MUSTERINU  í þar til gerðri sögu

eða var hann orðinn "geðveikur" ?

Jón Þórhallsson, 18.10.2021 kl. 16:03

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef menn eru farnir að hengja sig á víða og þrönga meiningu eins hugtaks í stað þess að fæða gjörðirnar þá legg ég til að við sammælumst um að Helgi hafi viðurkennt að hann hafi á köflum ekki verið með réttu ráði í starfi sínu. 
Sjálfum finnst mér vaðið vera ansi gruggugt milli starfans sem ranssóknarblaðamaður og prívat þráhyggju viðkomandi í þessu máli. Hann fékk ótal teikn um að stíga varlegar til jarðar í þessu en gat ekki tekið sönsum.

Svona eins og spilafíkill, henti hann öllum trúverðugleikanum í síðasta pottinn í von um að vinna hinn glataða aftur. Þegar menn eru svo örvæntir verður það freistandi og jafnvel réttlætt að svindla.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2021 kl. 16:49

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kannski er ekkert meira lýsandi um fordóma gagnvart geðsjúkdómum en að ekki má setja geðveika undir sama mæliker og aðra. I það minnsta ef hún þjónar ekki pólitískum markmiðum.

Þráhyggja Helga var hverjum manni sýnileg og RUV hefði mátt kóa minna með. 

Ragnhildur Kolka, 18.10.2021 kl. 20:23

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Steinar,það hefur hvergi komið fram hjá Helga að hann hafi ekki verið með réttu ráði í starfi sínu.  Hvað áttu við þegar þú segir að hann hafi fengið ótal teikn um að ætti að stíga varlega til jarðar í þessu, fékk hann kannski hótanir, er það kannski réttlætanlegt að menn fái hótanir vegna starfa sinna????????????

Jóhann Elíasson, 19.10.2021 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband