Sunnudagur, 19. september 2021
ESB-sinnar á Íslandi í stríði við Bandaríkin og Bretland
Samfylkingin og Viðreisn telja Íslendinga eiga meiri samleið með Evrópusambandinu en Bendaríkjunum og Bretlandi. Á milli ESB og enskumælandi þjóða ríkir stríðsástand, segir Telegraph.
Macron Frakklandsforseti talar um hníf í bakið og að Biden-stjórin í Washington fylgi Trump-stefnu í utanríkismálum.
Hvað er á seyði?
Jú, Bandaríkin, Bretland og Ástralía opinberuðu í vikunni samning sín á milli um uppbyggingu kafbátaflota til að verjast ágengni Kína. Samtímis riftu Ástralir samningi við Frakka sem ásamt Þjóðverjum ráða öllu í ESB.
ESB lítur á sig sem stórveldi á pari við Bandaríkin og Kína. Niðurlægingin í Ástralíu er til marks um að enskumælandi þjóðir telji ESB standa á brauðfótum.
Afturköllun Frakka á sendiherrum í Washington og Canberra er stórpólitísk yfirlýsing um að kalt stríð sé á milli Frakka/ESB annars vegar og hins vegar engilsaxa. Með því að kalla ekki sendiherrann heim frá London eru Frakkar að segja Breta hjálendu Bandaríkjanna.
ESB-sinnar á Íslandi, Samfylking og Viðreisn, eru útsendarar Brusselvaldsins. Atkvæði greidd þessum flokkum eru yfirlýsing um að Íslendingar ættu að slíta sig frá vinaþjóðum okkar, Bandaríkjamönnum og Bretum, og taka upp þykkjuna fyrir hönd Evrópusambandsins.
Á meðan pólitík á Íslandi snýst um blóðgjöf homma, fornöfn, dygðaskreytni á Hellisheiði og Thunberg-ráðuneyti gerast stórpólitískir atburðir á heimsvísu sem fara ofan garð og neðan.
En, auðvitað, þegar heilir níu stjórnmálaflokkar á Fróni ætla að breyta heiminum er ekki við því að búast að stóru málin þvælist fyrir þeim.
Frakkar reiðir og kalla sendiherra sína heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ó elsku Island hvar er þín fornaldarfrægð?
Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2021 kl. 12:19
Þetta stríð um sjálfstæði Íslands tapaðist inni á heimilunum vegna agaleysis og nýtízku femínískum uppeldisaðferðum sem bjuggu til vinstrisinnaða uppreisnarseggi, og svo í skólakerfinu sem laut og lýtur sömu vinstriáherzlunum.
Nú er heiminum stjórnað af örfáum glópalistum (ekki bara glóbalistum).
Vonin felst í því að samhliða því að ástand versnar eins og með jafnaðarfasismanum sem nú er staðreynd að er ríkjandi stjórnkerfi vaknar vitneskja, skilningur og mótvægi.
Þótt stór hluti ungmenna í skólunum lifi í grunnhyggni thunbergismans held ég að það sé tímaspursmál hvenær þau fari að gera byltingar í aðrar áttir, til dæmis þjóðernisáttina, sem hefur nú getið af sér kraft, frelsi og lýðfrelsi, þegar öfgarnar hafa ekki stjórnað öllu.
Ingólfur Sigurðsson, 19.9.2021 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.