Bylting: hálfur dagur af CO2 fangaður á ári

Eldgosið í Fagradalsfjalli losar um 10 til 11 þúsund tonn af koltvísýringi, CO2, á dag, segir Jarðvísindastofnun.

Fyrsta og stærsta heildstæða lofthreinsi- og förgunarstöðin í heiminum við Hellisheiðarvirkjun fangar 4 þúsund tonn af CO2 á ári.

Jú, þið lásuð rétt. Minna en hálfsdags framleiðsla litlu eldsumbrotanna í Fagradalsfjalli fer ofan í holu á Hellisheiði Á EINU ÁRI.

Þetta er ,,bylt­ing­ar­kennt skref í lofts­lags­mál­um" segja talsmenn fyrirtækisins. Íslendingar geta loksins, loksins ,,dregið úr lofts­lags­meng­un hér á Íslandi."

Næsta framlag Íslendinga til loftslagsmála er að loka gömlu fjósi í afdölum sem hýsir tvær kýr. Þegar þær hætta að leysa vind mun stórlega draga úr loftslagsvá heimsbyggðarinnar. Spyrjið bara Grétu Thunberg og Sameinuðu þjóðirnar.


mbl.is Orca hefur starfsemi á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það þarf ekki að fara út fyrir landsteinana
Sigmundur Ernir skrifar i Fréttablaðið í dag að Íslendingar séu mestu umhverfissóðar í veröldinni

Grímur Kjartansson, 9.9.2021 kl. 08:18

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Vitleysan ríður ekki við einteyming áþessu landi

Halldór Jónsson, 9.9.2021 kl. 08:31

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er ekki frátt að ESB málgagnið reyni að vinna fullveldi landsins það ógagn mse það má. Lesið bara skrif Þorsteins Pálssonar í sama snepil.

Halldór Jónsson, 9.9.2021 kl. 08:32

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Svo gleymist að Katla losar 28.000 tonn af CO2 á sólarhring alla daga án þess að gjósa. Það yrði laglegt ef hún svo gysi?

Halldór Jónsson, 9.9.2021 kl. 13:42

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er ,,bylt­ing­ar­kennt skref í lofts­lags­mál­um" segja talsmenn fyrirtækisins. Íslendingar geta loksins, loksins ,,dregið úr lofts­lags­meng­un hér á Íslandi."

Halldór Jónsson, 9.9.2021 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband