Vasaþjófnaður vinstrimanna

Það er nóg til er slagorð verkalýðshreyfingarinnar. Ósagt er, en látið í það skína, að þetta ,,nóg" þurfi bara að sækja með pólitík.

Jú, það er nóg til en það þarf að vinna fyrir því. Sá sem ætlar að sækja sér efnisleg gæði með pólitík seilist í raun í vasa annarra, - er vasaþjófur.

,,Stöðva þarf auðssöfnun fárra," er fyrirsögnin á viðtali við Loga formann Samfylkingar. Þetta þýðir ,,stöðva þarf mannlega náttúru." Það er í náttúru manna af safna sér auði. Ekki allra. Sumir eru þeirrar náttúru að eyða öllu sem þeir afla og helst líka eigum annarra. Yfirleitt eru það vinstrimenn sem eru vasaþjófarnir.

Í lok fréttarinnar segir Logi: ,,Það er eng­inn hvati í kerf­inu, það er eng­inn hvati fyr­ir ör­yrki að vinna 20-30% vinnu, af því að hann hef­ur ekk­ert upp úr því."

Einmitt. Þeir sem venjast ölmusu nenna ekki að dýfa hendi í kalt vatn. Þeir vilja fá sinn hlut á þurru. Vinstripólitík er búin til og hönnuð að réttlæta þá öfgahyggju að lifa á annarra manna framfæri. ,,Vertu aumingi,við munum sjá fyrir þér," er ósagt  kosningaloforð vinstrimanna. Þess vegna höfum við 7 vinstriflokka en aðeins tvo borgaraleg stjórnmálaöfl sem má kenna við sjálfsbjörg.


mbl.is Stöðva þarf auðsöfnun fárra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Ein gerð af Sjálfsbjargar launum okkar í dag  eru aðalega á formi 14% endurgreiðslu á fjármagntekjuskatti (22 í stað 36%)

Önnur gerð er launa er að ég fékk þau forréttindi að kaupa í Íslandsbanka og fæ að lokum 600 þús í sjálfsbjargarlaun fyrir það eftir eitt ár.

Erum við þá ekki öll að stunda vasaþjófnað eða þá öll á bullandi bótagreiðslum frá öðrum er það ekki ?

Sveinn Ólafsson, 17.9.2021 kl. 16:01

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að tryggja mannréttindi fólks er hvorku ölmusa né "vasaþjófnaður".

Það er einfaldlega lögbundin skylda.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2021 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband