Viðreisn vill banna eldgos

Eldgos er stærsta losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Nú þegar hefur 6 mánaða útstreymi frá Fagradalsfjalli losað meira en öll bílaumferð á Íslandi í um 4 ár.

Viðreisn vill lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Það hlýtur að þýða lagasetningu sem bannar eldgos.

Ef náttúran hlýðir ekki mannasetningum mun Viðreisn grípa til þess ráðs að dæla útblæstri frá eldgosum aftur ofan í jörðina.

Á sex mánuðum hefur eldgosið í Fagradalsfjalli losað um 1,9 milljónir tonna af koltvísýringi, CO2, út í andrúmsloftið.

Fabrikka á Hellisheiði dælir 4 þúsund tonnum af CO2 ofan í jörðina á ári. Það mun taka stöðina á Hellisheiði 470 ár, já fjögurhundruðogsjötíu ár, að dæla ofan í jörðina sex mánaða skammti af CO2 frá Fagradalsfjalli.

Viðreisn er fangi neyðarástands hugarfarsins sem er annað og verra en ástand loftslagsins. 


mbl.is Ætla að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þú ættir að bjóða Árna Finnsyni í kaffi og fara yfir reikningsaðferðinar hjá honum
 „Við vorum að mæla þetta árið 2019 og þessi skip eru að menga álíka og 5000 bílar á mínútu“ 

5000 bíla á mínutu samsvara 1 bíll í gangi í 4 daga 
svo mengunin frá öllum skemmtiferðaskipunum er ósköp lítil

Skemmtiferðaskipin menga á við 5000 bíla á mínútu | RÚV (ruv.is)

Grímur Kjartansson, 10.9.2021 kl. 07:47

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt vitað sé að eldfjöll jarðar spúi co2 út í andrúmsloftið er það ný frétt fyrir marga að mælt sé fyrir um það í Parísaraáttmálanum eða öðrum stefnuyfirlýsingum að eldfjallalöndum beri að stöðva þann útblástur. Gott væri að fá að sjá svart á hvítu hvort nokkrum hafi einu sinni dottið slíkt í hug. 

Ómar Ragnarsson, 10.9.2021 kl. 22:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Manni sundlar við samanburð á losun CO2 þyngdareininga gamal þekktra náttúru fyrirbrigða,eins og eldgoss sem verða hér á nokkurra ára fresti og farartækja á landi og legi -og lofti- En með dæminu hversu lengi 6,mánaða skammti spýjunnar úr "Geldingnum" tæki að troða oní hann aftur bið ég um afturköllun neyðarastandsins. En mundi vija vita hvað þýðir að upptökin komi úr möttlinum?

Helga Kristjánsdóttir, 10.9.2021 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband