Miðvikudagur, 8. september 2021
RÚV leiddi Guðna í gildru
RÚV spennti gildru fyrir Guðna Bergsson fráfarandi forseta KSÍ. Guðni veitti RÚV viðtal. Markmið viðtalsins var að fá Guðna til að neita að kynferðisbrotamál, annað en áratugagamalt, hefði komið inn á borð KSÍ.
Guðni gekk í gildruna, neitaði, og daginn eftir var honum slátrað þegar upp komst að hann vissi um mál Kolbeins Sigþórssonar.
Foreldrar annarrar konunnar sem tengist máli Kolbeins viðurkenna að hafa beðið Guðna um trúnað. Þau segja að ekki hafi verið beðið um trúnað vegna fyrsta tölvupóstsins sem þau sendu á KSÍ. En þau báðu um trúnað, það er viðurkennt. Heiðursmaður eins og Guðni virðir trúnað í heilu lagi. Trúnaður í pörtum er ekki mikils virði.
Auk kvennanna tveggja, sem Kolbeinn greiddi sáttarfé til, og aðstandenda þeirra vissu Stígamót af sáttinni sem Kolbeinn hafði gert. Stígamót fengu 3 milljónir frá Kolbeini vegna atviksins.
Stígamót eru líklegasti samstarfsmaður RÚV við að spenna gildruna sem Guðni gekk í.
Öll kringumstæðurök hníga að samsæri RÚV og Stígamóta gegn KSÍ og íþróttahreyfingunni. Á Efstaleiti er kunnátta í þessum vinnubrögðum og margra ára reynsla.
Athugasemdir
Allt þetta ferli virðist þaulskipulagt. Konurnar þekktust innbyrðis. Forvitnilegt að skoða þetta. Ruv hoppar á vagn þeirra hvenær sem er.
ssa færslu,
Helga Dögg Sverrisdóttir, 8.9.2021 kl. 20:34
Höfundur hefur tapað þekkingu sinni sem blaðamaður.
Ef einn les grein sem fjölskyldumeðlimur höfunar reit fyrr í sumar, þá kemur þetta allt í ljós.
Þeir sem stýrðu almannatengslum innan KSÍ gerðu í brók í fyrsta leik.
Úr varð heimaskítsmát.
Höfundur tapar hér aftur áttum, dúbl í horn.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 8.9.2021 kl. 20:40
Ég hef aldrei komið í réttarsal,en þar eiga örugglega svona mál að vera útkljáð frá byrjun,en eftir því sem við lesum meira opnast hér snið af umfangsmikilli gildru,sem ætti svo sannarlega heima í réttarsal.
Það kom upp í hugann hvernig þú Sigfús plummaðir þig með röddinni t.d. í vitnastúku. Færirðu með þessa drápu þína?
Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2021 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.