Laugardagur, 4. september 2021
Þolandi verður gerandi - viðskiptamódelið
Í máli Kolbeins Sigþórssonar bauð réttargæslumaður meints þolanda að ljúka málinu með 300 þús. kr. greiðslu.
Síðan gerðist eitthvað, sem ekki hefur verið fyllilega upplýst, og Kolbeinn greiddi tveim konum sem sögðust vera þolendur 1,5 milljónir króna hvorri, samtals 3 milljónir, og aðrar 3 milljónir til Stígamóta. Þessir peningar, samtals 6 milljónir króna, eru staðreyndir málsins. Peninga var krafist og peningar skiptu um hendur.
Viðskiptamódelið sem skýrir tilfærslu peninganna er að þolendur urðu gerendur. Frægur knattspyrnumaður er feitur göltur að flá og 300 þús. kr. smápeningur í því samhengi.
Aftur er frægur knattspyrnumaður ótækur í félagslið og landslið ef hann fær það orð á sig að vera kynferðisglæpamaður. Meintur þolandi hefur í hendi sér orðspor frægðarmannsins sem á augabragði verður fyrrverandi fótboltastrákur með engar framtíðarhorfur. Nema peningar skipti um hendur.
Tvær konur fengu samtals þrjár milljónir frá Kolbeini og keyptu sér stuðning Stígamóta með því að knattspyrnumaðurinn galt þangað hoftoll upp á aðrar 3 milljónir.
Fékk Guðni tilboð um að kaupa af sér sakir og halda forsetaembætti KSÍ? Hefði hann getað keypt sér frið öfgahersveita Stígamóta?
Ýmsar spurningar vakna þegar viðskiptamódelið liggur fyrir.
Fréttablaðið segir frá afhjúpun viðskiptanna, visir.is einnig. Öfgahersveitin á Efstaleiti þegir.
Segir réttargæslumann Jóhönnu hafa lagt til 300 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afskaplega dapurlegt að horfa upp á þessar fjárkúganir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.9.2021 kl. 14:27
Trúum þolendum mæla núverandi höfðingjar í fjölmiðli allra lendsmanna.
Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2021 kl. 15:56
Fóru illa að ráði sínu að opinbera málið. Kæra og rannsókn lögreglu er eina rétta leiðin. Á vissan hátt er gott að málið kom upp þannig að alþjóð viti hvernig sum málin ganga fyrir sig. Kannski ekki eindæmi.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 4.9.2021 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.