Góð uppskera, hörmulegt ástand

Eyfirskir bændur fagna kornuppskeru eftir hlýtt sumar. Þjóð sem einu sinni lifði eingöngu á innlendum búvörum og kýs enn í dag íslenskt fæðuöryggi hlýtur að fagna með bændum fyrir norðan.

Nema, auðvitað, þeir glópar sem trúa á hamfarahlýnun. Sennilega stíga þeir ekki á stokk og ásaka eyfirska bændur um að hagnast á eymdarþróun jarðar. Það væri of augljós andstyggð á heilbrigðu lífsviðhorfi. En glóparnir brýna kutana ótt og títt í laumi og spretta fram með róginn við fyrsta tækifæri, líkt og sagði í Möwekvæði Þórarins Eldjárns.

Hér að neðan eru tíunduð örfá mótefni við andstyggðaróði þeirra sem sitja um lífshamingju annarra.

Roy Spencer heldur úti heimasíðu um hitamælingar á lofthjúpi jarðar. Frá árinu 1979 hefur hitinn í veðrahvolfinu, innsta lagi lofthjúpsins, að meðaltali hækkað um 0,13 gráður á áratug. Það þýðir að hiti hækkar um eina gráðu á Celcius á einni öld, hundrað árum. Það er ekki hamfarahlýnun heldur eðlilegar loftslagsbreytingar.

William Happer er loftslagsvísindamaður í hæsta gæðaflokki. Hann segir enga hamfarahlýnun standa yfir og ekki heldur er slík hlýnun fyrirsjáanleg.

Richard Lindzen er loftslagsvísindamaður í sama gæðaflokki og Happer. Lindzen segir enga hamfarahlýnun yfirvofandi.

Fyrir þá sem hafa gaman af norsku sjónarhorni þá skrifar háskólakennarinn Geir Hasnes sem byrjar á þessari setningu: ,,Loftslagsváin er athyglisvert fyrirbæri þar sem hún er hvorki studd vísindum né athugunum."

Gleðjumst yfir góðu sumri og vonumst eftir mildum vetri. En það er náttúran sem gefur og tekur líkt og hún hefur alltaf gert. Fyrir þúsund árum, þegar Íslendingar tóku kristni og byggðu Grænland, var um 1,5 gráðum hlýrra en í dag.


mbl.is Uppskera er lyginni líkust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

"Vor var heldur kalt. Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum. Því kölluðu þeir landið Ísland, sem það hefur síðan heitið."

Landnámabók.

Hörður Þormar, 5.9.2021 kl. 11:43

2 Smámynd: Haukur Árnason

Valentina Zharkova hefur þetta að segja:

..."Auðvitað, til viðbótar við þessa aukningu á landhitanum við grunnlínu, eru lagðar miklu stærri sveiflur í hitastiginu af völdum stöðluðra sólarvirkni í 11 og 350–400 ár og jarðástæður.Reiknað er með að landhitinn muni aukast við hámarks 11 ára sólarlotu og minnka á lágmörkum þeirra. Ennfremur er búist við verulegri lækkun hitastigs á tveimur stórum lágmörkum eigi sér .stað á árunum 2020–2055 og 2370–2415 en ekki er hægt að spá fyrir um stærðargráðu þeirra og þarfnist frekari rannsóknar. Þessar sveiflur við áætlaðan jarðhita eru ekki með neinum þætti af völdum manna, sem voru utan gildissviðs núverandi greinar."

Haukur Árnason, 5.9.2021 kl. 13:42

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hörður Þormar
Eitt sinn fór Gunnar einn út á akur sinn og sáði korni. Njála

Grímur Kjartansson, 5.9.2021 kl. 19:44

4 Smámynd: Hörður Þormar

Grímur Kjartansson.

"Í þann tíma kom hallæri mikið, svo að menn skorti bæði hey og mat, og gekk það um allar sveitir. Gunnar miðlaði mörgum manni hey og mat, og höfðu allir þeir, er þangað komu, meðan til var. Svo kom, að Gunnar skorti bæði hey og mat. ..."

Njáls saga, 47. kapituli.

Hörður Þormar, 5.9.2021 kl. 21:15

5 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Finna vandamál. Blása það upp. Hræða svo fólk til að það kaupi lausnina.

Helgi Viðar Hilmarsson, 6.9.2021 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband