Mánudagur, 30. ágúst 2021
Talibanar hér og þar
Taliban er nemandi í hreinni trú. Hreintrúarstefna getur bæði verið veraldleg og annars heims. Sameiginlegt bókstafstrú er ofstæki enda hafa þeir trúuðu höndlað sannleikann og leita að villutrúarmönnum að kveikja í, krossfesta, skjóta eða niðurlægja opinberlega.
Upprunaland talibana er Afganistan og þeir tala pastú. Hreintrúarstefna og bókstafstrú eru aftur fyrirbæri sem kunna mörg tungumál.
Til dæmis íslensku.
Athugasemdir
Ég myndi frekar mæla með KRISTNUM GUÐSPEKIFÉLAGSSINNUM:
www.vetrarbrautin.com
-------------------------------------------------------------------------
Við erum sammála um að allt sem að tengist múslima-trúnni
það sé SKREF AFTURÁBAK i þróuninni:
Jón Þórhallsson, 30.8.2021 kl. 13:35
Þeim hefur ekki dottið í hug að snúa villutrú þeirra;en þar eru þeir ekki eins máttugir og í ofbeldinu.
Helga Kristjánsdóttir, 30.8.2021 kl. 13:37
Hér á Vesturlöndum höfum við hreintrúarstefnu sem er nú orðið bæði veraldleg og andleg, nefnist femínismi eða öfgafemínismi. Ofstæki og bókstafstrú er þar iðkað.
Kirkjan hefur fyrir löngu stigið niður af þeim stalli og er nú þæg kind í taumhaldi veraldlegra yfirvalda.
Andlegt yfirvald er í höndum femínista, og veraldlegt æ meira.
Ingólfur Sigurðsson, 30.8.2021 kl. 13:47
Margir óttast flóð flóttamanna frá hinum íslamska heimi til Vesturlanda, þ.á m. Íslands.
Ekki skal dregið úr þeirri hættu sem af því getur stafað ef stórar nýlendur fólks með framandi hugsunarhátt og siði ná að festa hér rætur. Í því felst mikil áskorun um að krefjast þess að það séu okkar lög og reglur sem skuli gilda í okkar landi.
En á það skal bent að þetta fólk er ekki allt "eintómur ruslaralýður". Þar er líka að finna glöggt og hámenntað fólk.
Því ætla ég, enn einu sinni, að minna á stjórnmálafræðinginn og rithöfundinn, Hamed Abdel-Samad. Hann er sonur egypsks imams, alinn upp í strangri trú og gjörþekkir hinn íslamska heim.
Þegar hann fluttist til Þýskalands, fyrir allmörgum árum, gjörbreyttist viðhorf hans. Kom hann fram í fjölmiðlum og gerðist þar svo harður gagnrýnandi á Íslam að honum var hótað lífláti. Þurfti hann að hafa lífverði árum saman og þarf þess kannski enn.
Hann hefur skrifað fjölda bóka um Múhameð og Íslam, auk þess að vera með Facebook- og Twittersíður sem heimsóttar eru af milljónum.
Hann var nýlega að skrifa á Facebook síðu sinni að búið væri að þýða eina af bókum hans á dönsku og nefnist hún, Mohamed avgörelse.
Hörður Þormar, 30.8.2021 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.