Brostnar vonir um pólitíska upplausn

Samfylking, Viðreisn og Píratar vonuðust eftir stjórnarkreppu vegna sóttvarna í fjórðu bylgju faraldursins. Katrín og Bjarni eru aftur nógu klókir stjórnmálamenn til að færa ekki stjórnarandstöðunni höfuð ríkisstjórnarinnar á silfurfati kortéri fyrir kosningar.

Allir fá sitt í sóttvarnarpakkanum. Aðgerðasinnar og afskiptaleysissinnar geta hvorir tveggja hrósað sigri sem og breiðfylking meðalhófsmanna.

Án þess að segja það upphátt verður ríkisstjórnin sem heild í framboði til þingkosninganna í september. Undir merkjum þriggja flokka, eins og gefur að skilja. Ríkisstjórnarsamstaða um sóttvarnir er ótvírætt til marks um þann ásetning.

Það þroskamerki lýðræðisins hér á Fróni að þriggja flokka ríkisstjórn, skipuð jafn ólíkum flokkum og Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, skuli sigla þjóðarskútunni í höfn eftir farsæla vertíð. 


mbl.is Bylgjan ekki haft áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ríkisstjórn þessi þurfti aðeins 4 ár til að sýna þroskamerki lýðræðisins! Vélar vana þjóðarskútan í togi laskaðs Evrópusambands.

Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2021 kl. 14:13

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Pólitískt þroskuð athugasemd.

Án þess að segja það upphátt verður ríkisstjórnin sem heild í framboði til þingkosninganna í september. Undir merkjum þriggja flokka, eins og gefur að skilja. Ríkisstjórnarsamstaða um sóttvarnir er ótvírætt til marks um þann ásetning.

Það þroskamerki lýðræðisins hér á Fróni að þriggja flokka ríkisstjórn, skipuð jafn ólíkum flokkum og Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, skuli sigla þjóðarskútunni í höfn eftir farsæla vertíð. 

Forsjónin forði þjóðinni frá fíflaflokkunum Pírötum, fólksins og Gunnari Smára.

Halldór Jónsson, 25.7.2021 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband