Ópólitískar sóttvarnir

Íslendingum var það til heilla í fyrri bylgjum Kínaveirunnar að sóttvarnir voru hér minna pólitískar en víða á vesturlöndum. Líkt og eðlilegt er var hér umræða um hversu langt ætti að ganga í sóttvörnum og sýndist fólki ýmist of eða van.

Þrátt fyrir umræðu gerðu pólitísk öfl það ekki að stórmáli hvernig haga skyldi veiruvörnum. Skotfæri eru þó næg. Það er enn óvissa um veiruna og afleiðingar hennar. Almennt er það línan á vesturlöndum að lýðheilsa sé í forgangi en efnahagslegir hagsmunir víkja.

Meðfram beinum áhrifum veiru og sóttvarna á lýðheilsu og efnahag eru umræðukimar, að ekki sé sagt samsæriskenningar, um óbeinar afleiðingar. Talað er um sérfræðiveldi er taki völdin af stjórnvöldum, að bóluefni séu ýmist lífshættuleg eða hluti af heimssamsæri um hugarstjórnun myrkra afla. Fleira í sama dúr, sumt innan skynsemismarka og annað handan þeirra, er til umræðu þar sem meira og minna allir geta tekið til máls - og það er misjafn sauður í mörgu fé.

Úr öllu þessu má gera pólitík á kosningaári, séu menn nógu ósvífnir. En það má líka temja sér hófstillingu og yfirvegun. Meiri líkur en minni eru á því að kjósendur verðlauni í september skynsemi fremur en yfir- og undirboð í sóttvörnum.   


mbl.is 44 smit greindust – 38 innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband